Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2019 Júní25.06.2019 13:11Fyrsti mynda rúnturinn 24 júníBifröst með hrútinn sinn undan Korra hans Sigga sem er Garra sonur. Hrútur undan Hrímu hennar Jóhönnu undan Hlúnk hans Sigga sem er Máv sonur. Birta með tvær gimbrar undan Gosa hans Gumma Óla sem er Bjart sonur. Príla hans Sigga með hrút undan Hlúnk hans Sigga. Gribba hans Sigga með lömbin sín undan Ask. Ég er búin að skila fjárvís og taka saman að þetta eru 157 lömb sem við eigum. 77 hrútar og 80 gimbrar. Það var ein kind hjá okkur að afvelta inn fyrir Búlandshöfða hún Móheiður sem er móflekkótt kollótt svo lömbin hennar verða móðurlaus í sumar og eru þau í hlíðinni í Búlandshöfða og upp undir klettum og þar eru dónarnir veturgömlu hrútarnir komnir ansi langt frá Mávahlíð þar sem þeir áttu að vera í sumar. 23.06.2019 11:31Rúntur 16 júní og göngutúrVið skelltum okkur í göngutúr að skoða flottu steina réttina hérna í Ólafsvík sem er upp í Dal. Það er rosalega flott og skógurinn sem er þar fyrir ofan er alveg ævintýrin líkast að labba í gegnum og krökkunum fannst þetta rosalega gaman. Hér eru þau að prófa sitja í réttinni. Bjarki Steinn kom með okkur og Freyja tengdamamma. Mæli hiklaust með þvi að kíkja hingað í blíðskapar veðri og taka nesti og fara í lautarferð. Amma Freyja með gullin sín að segja þeim sögur þegar hún átti heima fyrir ofan í Hábrekkunni og þau hlusta af mikilli athygli. Búnað ná sér í þornaða Hvönn og leika sér með hana. Freyja í göngustígnum í skóginum. Svo gaman í sveitinni hjá Freyju ömmu og afa Bóa með hænu ungana. Embla Marína með unga og sólin beint í augun he he. Freyja búnað stylla sér með sólina í bakið það var aðeins betra. Benóný Ísak með ungan sinn. Þeir stækka óðum. Benóný heldur mest upp á þennan unga. Sama dag þurftum við að drífa okkur úr göngutúrnum því þessar voru búnað koma sér í sjálfheldu inn í Tungu ósnum en sem betur fer var ekki það stórstreymt að hólminn fór ekki á kaf svo þær biðu þetta af sér. Í aparólu á Malarrifi. Tókum rölt niður að salt húsinu. Komin inn í salthúsið og Freyja,Bói og Jóhanna tóku líka rúnt með okkur. Skemmtileg leiktæki á Malarrifi. Við fórum svo líka inn á Arnarstapa og svo komum við líka við á Stóra Kampi og krakkarnir kíktu á hestana okkar sem eru þar hjá Hjört. Við Emil enduðum svo daginn með að fara með krakkana í sund á Lýsuhóli og það er búið að laga sundlaugina heilmikið og hún var rosalega flott og kósý. Fór rúnt með krakkana að leyfa þeim að veiða síli inn í Kötluholti. Annars er allt bara flott að frétta ég er bara heima að dúllast með krökkunum og Emil er að róa á Bolungarvík svo núna bíðum við bara eftir að hann fari að komast í frí svo við getum farið að ferðast eitthvað. 13.06.2019 23:10Sauðburðar lok loksins 12 júníÞað eru búnað vera ansi margar fýluferðirnar inn eftir að athuga seinustu kindurnar tvær sem voru eftir en loks kom þó að því að Mjallhvít bar í hádeginu 11 júní tveim risa stórum hrútum undan Korra. Svo bar Frostós kvöldið eftir. Hér er hún nýborin. Mjög jafnir og flottir hrútar hjá henni. Orðin stór lömbin undan Glóð og Zesari. Gimbrin er mórauð og hrúturinn móflekkóttur. Ég var að reka tvær kindur hjá mér um daginn sem voru komnar alla leið að Brimisvöllum og þá tók þessi fallega meri á rás með folaldið ekkert smá flott. Það var mikill leikur í þeim. Jæja daginn eftir hjá Mjallhvíti hrútarnir orðnir vel sprækir. Sauðburður kláraðist svo 12 júní þegar Siggi dró úr þessum gemling fyrir mig þennan stóra myndarlega hrút undan Jökul Frosta. Hann var stór og stirður og lengi að komast á lappir en svo hafðist þetta allt fyrir rest. Hér er hann orðinn sprækur. Hér er svo Frostrós komin út með hrútinn daginn eftir 13 júní. Mjallhvít kominn út með hrútana sína. Hér er Dúfa með lömbin sín inn í Fögruhlíð. Magga Lóa með lömbin sín undan Zesari. Eik er með henni svo þær mæðgurnar eru saman Eik er með hrút og gimbur undan Ask. Kriu egg á Mávahlíðar rifinu. Krían. Mikil gleði hjá mér að sauðburður sé búinn loksins enda ansi langt liðið á júní svo núna getur maður farið að slaka á og gera eitthvað með krökkunum. Emil er kominn í útilegu á Bolungarvík og verður að róa þar í einhvern tíma svo ég er bara ein með krakkana. Við bárum á túnin 6 júní og það er enn bara þurrkur í kortunum en það var vel rakt í morgun eftir þokuna sem var gær. En upp á áburðinn að gera væri fínt að fá smá rigningu fyrir okkur. Jæja það eru svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi . 13.06.2019 22:52Fjör í sveitinni hjá Freyju og Bóa í KlettakotiÞað var mikil gleði á sjómannadaginn inn í Klettakoti hjá Freyju og Bóa með barnabörnin þegar kastalinn var full tilbúinn og vígður. Svakalega gaman. Hér má svo sjá aftan á hann og hina rennibrautina. Bræðurnir saman Steinar,Jóhann,Emil og Bói fósturpabbi þeirra. Það er svo þetta fína eldhús með eldavél og vask. Kamilla Rún að róla með pabba sínum Steinari bróðir Emils. Benóný fékk nýtt hjól frá okkur úr olis hér í Ólafsvík ekkert smá vandað og flott hjól. Freyja krútt í sólinni. Og Embla þarna vorum við að bíða eftir að Mjallhvít myndi klára að bera. Svo gaman að vera með hænu ungana í sveitinni. Embla með ungana. Við tjölduðum og svo voru krakkarnir að leika með ungana inn í tjaldinu. Benóný kátur að leika í tjaldinu með ungana. Fjör hjá þeim í krikket Freyja,Bjarki,Embla og Guðjón. Freyja með Fiðlu sem er nýbúin í klippingu. Kósý á pallinum hjá okkur núna er sko hægt að nota pallinn alltaf þvílík steik enda veðrið búið að vera alveg æðislegt hjá okkur í maí og júní. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. 13.06.2019 20:39Sauðburður alveg að klárastHér eru þrílembingarnir undan Þoku og Ask. Einn þeirra fótbrotnaði og við tókum spelkuna af um daginn og hann haltrar aðeins en brotið er gróið svo það verður bara koma í ljós hvernig það þróast. Björg með lömbin sín undan Stjóra. Bára gemlingur missti lambið sitt í burði það slitnaði naflastrengurinn og lambið var á hvolfi og drukknaði i burði. Þessi móruði hrútur var vaninn undir hana og er undan Ronju og Zesari. Móflekkótt gimbur undan Sarabíu og Kaldnasa. Frenja með lömbin sín undan Botna hans Óttars. Hrútur undan Ófeig og Ask. Hinn á móti er golsubíldóttur. Kvika var sónuð með eitt en kom með tvö mógolsóttan hrút og grámórauða gimbur. Gimbrin hennar Ronju finnst gott að sofa ofan á mömmu sinni. Elka með hrút undan Hlúnk. Gimbrin á móti. Ófeig að fara út. Sóldögg með lömbin sín undan Ask. Elka og Kvika komnar út. Þoka með þrílembingana sína. Sarabía með lömbin sín. Frenja með lömbin sín. Björg með sín undan Stjóra. Tunga var sónuð með 2 en kom með 3 en hún fór að taka upp á því að stanga eitt lambið svo við tókum það og vöndum það undir aðra. Móna Lísa er með þennan hrút sem er svo skemmtilegur á litinn mósokkóttur og svo er móhöttótt gimbur á móti þau eru undan Zesari. Hér sést gimbrin. Terta með gimbrina sína undan Jökul Frosta og svo Elektra hún missti lambið sitt á sauðburði það var mjög erfið fæðing og það lifði í tvo daga svakalega stórt lamb en það var eitthvað að því það fékk aldrei nægan sogkraft til að fara á spena bara drekka pela. Sver og falleg gimbur hjá Tertu undan Jökul Frosta. Fallegt útsýnið úr Mávahlíðinni yfir Snæfellsjökulinn. Bára kominn út með hrútinn sinn sem er undan Ronju og Zesari. Þruma bar 5 júní og það var annað lambið dautt fóstur fyrir 2 vikum sirka og ég vandi undir hana lambið frá Tungu sem hún vildi ekki og Þruma elskar það alveg eins og sitt eigið. Hún er með þessa svarta gimbur sjálf sem er undan Korra. Þá eru bara þessar mæðgur eftir Mjallhvít og Frostrós gemlingur og þær eiga tal 8 júní. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is