Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2019 Nóvember

25.11.2019 16:46

Liflömb hjá Guðmundi Ólafs Ólafsvík

Þennan hrút setur Gummi á og hann er undan Gosa sem er undan Bjart sem var á sæðingar
stöðinni og kind frá honum sem heitir Líf.

40 ómv 3,7 ómf 4,5 lag 103 fótl

8 9 9 10 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig.


Þessi svarta er undan Steinunni frá Gumma og líka Gosa Bjartsyni.

53 kg 42 ómv 4,3 ómf 5 lag 112 fótl 9,5 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi.


Þessi er undan Gosa líka og Dóru.

52 kg 37 ómv 2,5 ómf 5 lag 99 fótl 9,5 framp 19,5 læri 7,5 ull 9 samræmi.


Þessi er gemlingslamb undan Gosa líka og Lullu.

57 kg 39 ómv 4,5 ómf 4,5 lag 112 fótl 9,5 framp 19 læri 7,5 ull 9 samræmi.


Þessi gráflekkótta er fjórlembingur og er undan Tinna sem er Dreka sonur og Blesu.

48 kg 33 ómv 45 ómf 4,5 lag 107 fótl 9 framp 19 læri 7,5 ull 9 samræmi.


Þessi golsótta er óstiguð hjá honum en er undan Tinna Dreka syni.


Þessi móflekkótta er undan Tinna Dreka syni og Uglu.

44 kg 30 ómv 3,8 ómf 4 lag 107 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.


Þessi svartflekkótta er óstiguð og ég held hún sé undan Tinna Dreka syni.

Þetta er alveg stórglæsilegur hópur hjá honum og verður spennandi að sjá ræktunina
hjá honum. Það er svo leitt að segja frá því að hann missti þennan Gosa frá sér hann
drapst en vonandi erfir Gosa sonurinn hans eiginleika hans og heldur áfram að gefa
þessi frábæru lömb.


Þetta eru lömbin sem við vorum að reyna ná í Búlandshöfða um daginn og misstum.
Gummi ,Óli, Kristinn og Siggi fóru með hundinn hans Óla og þeir náðu þeim. 
Þá kom í ljós að þau komu alla leið frá Stykkishólmi og eru frá Guðmundi syni
Gussa í Stykkishómi.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

25.11.2019 16:38

Tekið af kindunum 23 nóv

Arnar Ásbjörnsson kom til okkar á laugardaginn og tók af kindunum og það gekk rosalega vel
Siggi,Bói og Jóhanna sáu um að aðstoða mig því ég gat ekki verið neitt við því ég þurfti að
sinna börnunum og Emil er enn þá fyrir austan svo ég er ofboðslega þakklát fyrir að geta
fengið svona frábæra aðstoð frá þeim. Ég kikti þó á þau og gaf þeim hádegismat og smellti
nokkrum myndum af þeim.

Hér er Jóhanna,Bói og Arnar .

Siggi, Arnar og Jóhanna.

Hér er Arnar að störfum og þetta skot gekk hjá honum.

Hér eru svo dömurnar vel klipptar og fínar.

Og hvítu kindurnar líka svo núna hefst alvaran hjá mér að fara gefa alla daga.

Þetta er glæsilegt að vera búin að þessu og núna þarf ég bara drífa mig að gefa þeim
ormalyf sem ég gleymdi að láta gera um leið og tekið var af og svo þarf ég að gera
mér ferð og kaupa fóðurbætir og allt sem tengist fengitímanum.

22.11.2019 12:50

Kindunum smalað heim 16 nóv

Ég stoppaði hérna við Búlandsgilið og fór svo framm að brúninni til að kíkja niður í 
Búlandið hvort ég sæi Sigga með kindurnar. Jóhanna og krakkarnir voru með mér í 
bílnum og svo þegar ég fór upp í hlíð tók Jóhanna við bílnum.
Þar var ekkert að sjá svo hann er kominn aðeins lengra með þær.
Hér er hann búnað ganga með þeim undir allann Höfðann og er að koma með þær
inn á Mávahlíðarhelluna.
Hér er hann á eftir þeim og fjallið í fjarska er Ólafsvíkur Enni.
Þær styttu sér leið og fóru undir vegriðið og héldu sig svo fyrir ofan veg í átt að 
Mávahlíð.
Ég fór upp í hlíð með Bjarka Stein og Emblu Marínu sem stóðu sig svo vel að 
fara með mér lengst upp i hlíð.
Fallegt útsýnið úr hlíðinni. Hér má sjá inn í Fróðarhreppinn og húsið með bláa þakinu
er Mávahlíð og svo Mávahlíðarvaðalinn.
Ég sendi svo krakkana niður og ég hélt áfram að ganga hlíðina í átt að Fögruhlíð.
Þau voru ánægð að sjá klaka og flýttu sér að hlaupa á hann.
Hér er ég komin alla leið inn í Fögruhlíð og Siggi fór svo upp hinum megin til að koma á
móti mér og ég asnaðist til að labba fram hjá rokkrum kindum svo ég þurfti að ganga
aftur upp og fara til baka í átt að sumarbústaðnum hennar Maju og ná þeim niður.
Hér er útsýnið úr hlíðinni yfir í Fögruhlíð.
Hér er Siggi kominn niður með þær.
Hérna erum við svo komin niður í Tungu og reka þær inn. Þær voru frekar óþekkar við
okkur og vildu ekki fara inn hrukku eitthvað við og tóku straujið aftur út og úr því hófst
smá eltingarleikur sem endaði þó með því að við náðum þeim. Það voru svo tveir
lambhrútar með í þessu og voru þeir frá Kvíarbryggju. Nú er bara krossa fingur að engin
sé fengin. Það vantaði tvær kindur eina frá mér og eina frá Sigga og teljum við ekki 
líklegt að þær séu lifandi því þær ganga á sama stað og þessar kindur sem við vorum að
sækja svo það er skrýtið að þær hafi ekki komið. Það gæti þó verið að þær hafi orðið
eftir einhvers staðar en allavega höfum við ekki séð þær enn þá.

Emil er farinn að róa og byrjaði á því að fara alla leið á Raufarhöfn og svo yfir á Neskaupstað
og er hann að fiska vel þar. Ég er ein heima með börnin og nóg að gera en ég fæ góða
aðstoð bæði frá mömmu og tengdamömmu ef mig vantar eitthvað. Siggi gefur kindunum
á kvöldin og ég hleypi þeim út á morgnana og sópa og gef lömbunum og hrútunum.

Mamma kemur til mín 8 á morgnana og passar Ronju meðan ég fer að gefa. Það eru
3 gimbrar orðnar gæfar og einnig 2 lambhrútar sem Siggi var búnað spekja það er 
Vaskur undan Ask og svo Bolti í eigu Kristins Bæjarstjóra já Kristinn fann þetta flotta
nafn og mér finnst það passa mjög vel við hann. Hann var með tvö nöfn í huga Prúður eða
Bolti og ég hallaðist meira af Bolta því ég hef ekki heyrt það áður sem hrútanafn og 
finnst það mjög flott og passa vel við hann.

Arnar er svo að koma og taka af fyrir okkur á laugardaginn og eftir það byrjar alvaran
að fara gefa fulla gjöf en ég er svo heppin að mamma er svo yndisleg að vakna og koma
til mín og passa á meðan ég fer að gefa svo þetta á bara eftir að ganga vel.

Ég komst ekki á kynningar fundinn um sæðingarstöðvarhrútana því ég vildi ekki vera svona
lengi frá Ronju því hún er á brjósti. En Gummi.Óttar og Siggi fóru og ég á eftir að fá
fréttir hjá þeim hverju þeir mæla með og hvað er spennandi að nota.

Við kíktum í fjárhúsin hjá Bárði og Dóru á Hömrum um daginn og ég tók nokkrar myndir
Hér eru lambhrútarnir hans þessi svarti er undan Jökli frá Bergi og þessi hvíti er undan
Hnykil frá Neðri Hól. Hinn hvíti er frá Bárði sjálfum og hann fer til sonar hans sem var 
að kaupa jörð og er að fara byrja búskap.
Hér er hluti af gimbrunum hjá þeim.
Falleg hvít gimbur hjá þeim.
Hér er Víkingur sem ég notaði hjá Bárði hann er undan Skjöld hans Bárðar.
Þessi hvíti er Einbúi og er hann sameign hjá mér og Bárði en ég hef lítið notað hann því
hann er svo mikið skyldur mínu fé.
Knarran og forrystu hrúturinn hans Bárðar. 
Flottur forrystu hrúturinn hans Bárðar.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Jæja læt þetta duga að sinni 

Kveðja Dísa

22.11.2019 12:32

Ronja Rós í nóvember

Ronja Rós stækkar vel og er hér að æfa sig að halda höfði.
Alltaf stuð í sveitinni hjá Freyju ömmu og Bóa afa og fá pönnu kökur á sunnudögum.
Hérna eru frænkurnar saman Freyja Naómí ,Birgitta Emý og Embla Marína.
Hænurnar eru þar í miklu uppáhaldi.
Ronja Rós komin með þetta fína leikteppi.
Benóný var aldeilis hissa og glaður þegar þessi hæna sem heitir Svarthvít gerðist laumu
farþegi með ömmu og afa og hoppaði upp í bíl og fór með þeim til Ólafsvíkur og heim til
Benóný það fannst honum alveg æðislegt eins og sést á myndinni, hann alveg ljómar.
Hún er farin að brosa svo fallega og hjala aðeins.
Svo fallegar systur.
Hænurnar við eldhús gluggan hjá Freyju í sveitinni.
Svo mannaleg.

Heimsókn í fyrsta sinn í sveitina til ömmu og afa.
Freyja búnað missa báðar framm tennurnar og missti svo aðra núna í gær hliðina á svo
hún er tannlaus greyjið he he.
Aðeins að máta kinda föt fyrir mömmu sína.

Það eru svo fleiri myndir af henni inn í albúmi hér og hér.

10.11.2019 14:12

Ásettningur hjá Sigga í Tungu

Þessi er frá Sigga og er undan Fönn og Hlúnk Máv syni frá Sigga.

44 kg 32 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 9 ull 9 samræmi


Þessi er undan Hláku og Grettir Máv syni frá Sigga.

47 kg 31 ómv 2,8 ómf 4 lag 111 fótl 

8,5 framp 17,5 læri 9 ull 9 samræmi.



Þessi er undan Stygg og Grettir Máv synir frá Sigga.

45 kg 31 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 110 fótl 

8,5 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Fönn og Hlúnk á móti hinni.

49 kg 29 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 9 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Lottu og Gosa sem er Bjart sonur frá Gumma Óla Ólafsvík.

46 kg 36 ómv 1,8 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi.


Þessi er undan Gránu og Grettir Máv syni frá Sigga.

48 kg 34 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Hélu og Ask Kalda syni frá okkur.

48 kg 33 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 108 fótl

9 framp 18 læri 7,5 ull 9 samræmi.


Þessi hrútur er unda Röst og Gosa sem er Bjart sonur frá Gumma Óla Ólafsvík og hann
er þrílembingur.

51 kg 36 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 110 fótl

8 9 9 9,5 9 18,5 7,5 8 9 alls 87,5 stig.

Það eru svo fleiri myndir af ásettningnum hans hér inn í albúmi.

07.11.2019 11:24

Smalað,keypt hrút og gimbur á Fáskrúðabakka

Þegar við fórum suður um daginn fyrir skírnina þá komum við á Fáskrúðabakka hjá kristjáni og fengum hjá honum veturgamlan hrút sem var í öðru sæti á Héraðssýningunni í fyrra og stigaðist svona sem lamb.

Frá Fáskrúðarbakka undan Vöðva.

nr 19 47 kg 110 fótl 34 ómv 4 ómf 4,5 lag

8 8,5 8,5 9 9 18,5 9 8 9 alls 88 stig.

Við keyptum líka gimbur sem er hvít kollótt og er með 9 framp 37 ómv og 18 læri og við erum
svakalega ánægð með hana enda svakalega fallegt fé hjá honum Kristjáni á Fáskrúðabakka.
Hér er gimbrin og fékk hún nafnið Björt.
Hér er svo hrúturinn og hann heitir Bjartur.
Þessi er svo fallegur og þetta er nýji hrúturinn hjá Kristinn Bæjarstjóra.
Hér er betri mynd af honum Kristinn verður að finna nýtt nafn á hann eða halda
Stjóra nafninu. 
Hér er hrúturinn okkar Vaskur undan Ask og Hriflu og ég hef mikla trú á honum hann er
undan uppáhalds kindinni minni Hriflu sem er undan Hlussu gömlu og Hriflon.
Hann er 89,5 stig
Hér er önnur mynd af honum.
Þetta er svo Kolur mógolsóttur og hann á að halda við mórauða stofninum.
Hann er 86,5 stig með 18,5 læri og 34 ómv.
Þessi er frá Sigga og er undan Röst og Gosa frá Gumma Óla sem er undan Bjart sæðingar
stöðvarhrút og er 87,5 stig með 36 ómv og 18,5 læri.
Við fórum að smala hlíðina í Búlandshöfða og Embla kom með mér og fannst mjög 
gaman að fá að fara svona hátt upp.
Við löbbuðum alveg hér upp að klakanum.
Það var magnað að sjá hvað klakinn var skemmtilega frosinn.
Siggi fór upp hér rétt hjá bænum Búlandshöfða og labbaði svo upp og alveg upp að
klettunum þvi þar voru tvö ókunnug lömb sem við ætluðum að reyna ná samanvið okkar
fé.
Þau voru mjög óþekk við okkur og við misstum þau fram úr okkur og fyrir neðan 
Grænsdali.
Hér er Embla svo dugleg að reyna komast fyrir þau.
Þau fóru svo niður i klettabergið hér og vildu ekki hreyfa sig en þegar þau fóru svo af
stað fóru þau allt annað en niður og hlupu aftur til baka.
Við urðum svo að játa okkur sigruð eftir mikið hlaup fram og til baka en þau vildu engan
veginn fara áfram með okkur út fyrir Búlandshöfðann enda ekki frá okkur og þá er
mjög erfitt að reka þau út eftir. Mér tókst að súma aðeins með myndavélinni og mér sýndist
merkið vera heilrifa á báðum eyrum en er samt ekki viss.
Siggi fór svo á eftir kindunum okkar undir Búlandshöfðann leiðina mína sem ég er vön
að fara en fór ekki núna því ég var með Ronju í bílnum. Siggi fór þessa leið í fyrsta sinn
og fannst hún ekki eins glæfraleg eins og hún sýnist.
Það er svo búið að dæla út úr húsunum svo allt er að verða reddý.

Við tókum gimbranar inn 26 október og Siggi hefur verið að gefa þeim og lambhrútunum
svo tók Siggi og Emil stóru hrútana inn núna seinustu helgi því þeir voru farnir að slást
svo mikið. 
Hér eru Drjóli hans Sigga Hæng sonur og Svarti Pétur hans Óttars á Kjalvegi.
Hlúnkur Máv sonur frá Sigga.
Svanur Máv sonur frá okkur og Kaldnasi Magna sonur frá okkur.
Grettir Máv sonur frá Sigga.
Askur Kalda sonur frá okkur.
Hér er betri mynd af Kaldnasa kollótta og Svan.

Það verður svo næst á dagskrá hjá okkur að fá dýralæknirinn til að sprauta lömbin og svo
að taka inn kindurnar um miðjan nóvember og þá ætlar Arnar að koma og taka af fyrir
okkur. 

Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi.

02.11.2019 13:54

Skírnin hjá Ronju Rós

Sunnudaginn 27 okt var yngsta prinsessan okkar mánaðar gömul og varð skírð í 
Brimisvallarkirkju í Fróðarhreppi. Veislan var svo heima hjá okkur og þetta var bara lítið
og þæginlegt. Við fórum til Reykjavíkur þessa helgi og pöntuðum skírnartertu þar og tókum
hana svo með okkur vestur. Embla Marína dóttir okkar hélt á henni undir skírn og 
Ágúst bróðir minn og Karítas frænka voru skírnarvottar. Óli mágur minn sá um að taka
allar flottu myndirnar af okkur hann er alveg snillingur í því og við erum rosalega 
þakklát fyrir að eiga svona frábæran myndasmið í fjölskyldunni.
Hér er búið að skíra hana Ronju Rós og hér erum við fjölskyldan ásamt skírnarvottum.
Hér er hún sátt að bíða eftir nafninu.
Svo tók gráturinn við og hún varð öskureið og vildi bara drífa þetta af og hér er
Embla að reyna róa hana niður áður en hún fékk nafnið sitt.
Karítas Bríet skírnarvottur með Ronju Rós.
Ágúst bróðir skírnarvottur með Ronju Rós.
Hulda amma svo stolt með Ronju Rós.
Freyja amma og Bói afi svo stolt með gullið sitt.
Skírnartertan hennar.
Jóhanna frænka með Ronju Rós í nýja flotta kjólnum sem amma Freyja og afi Bói gáfu
henni frá Tenerife.
Fékk þessi flottu kinda rúmföt frá Steinari og krökkunum.
Hér er Brimisvallarkirkja þar hvíla ættingjar sem eru farnir frá okkur eins og pabbi minn
Leifur Þór Ágústsson,Þorsteinn Ágústsson og Ragnar Ágústsson sem eru bræður 
pabba og einnig eru systur þeirra og foreldrar og fólk úr sveitinni eins og Kalli og Fríða
í Tröð og Hemmi og Gilli í Hrísum og Gerða mamma hans Sigga í Tungu. Svo skrítið
hvað það er stutt síðan að allt þetta fólk var í sveitinni og þá var búið á öllum bæjum en
núna er bara búið í Tungu,Brimisvöllum og Geirakoti. Mér þykir alveg einstaklega vænt
um sveitina og tengi ótrúlega mikið við náttúruna þar. Við erum líka svo ótrúlega 
heppin að eiga góðan vin að, hann Sigga í Tungu sem við fáum að vera með kindurnar
hjá í góðu samstarfi og njóta áfram sveitalífsins.
Hér er svo Fríða fænka sem er eina systir hans pabba sem er á lífi. Við förum alltaf í 
heimsókn til þeirra þegar færi gefst þegar við förum til Reykjavíkur. Hér fékk hún að
sjá Ronju Rós rétt áður en hún fékk nafnið sitt. Fríða og Helgi eiga sumarbústað í sveitinni
inn í Fögruhlíð og þau komu þangað einu sinni í sumar en hérna áður fyrr voru þau vön
að koma og eyða stórum hluta af sumrinu þar.
Benóný var sáttur við daginn og hér er hann að leika sér með skip núna á hug hans 
allan sökkvandi skip titanic ásamt mörgum fleirum. Rennibrautirnar og sundlaugarnar fara
i frí á veturnar.
Flottar frænkur í veislunni Kamilla Rún og Embla Marína.

Það eru svo fleiri myndir af skírninni hér inn í albúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188505
Samtals gestir: 69640
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar