Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2020 Janúar

21.01.2020 12:06

janúar 2020

Það er aldeilis búið að vera stormasamt veðrið á þessu nýja ári og hver lægðin búnin að taka við af hvor annari, skólahald búið að falla niður að hluta og kennt á sínu heimasvæði og engar rútur verið á milli skóla. Fyrsti almennilegi snjórinn lét svo sjá sig krökkunum til mikilla gleði en það var þó ekki mikið hægt að njóta hans fyrir kolbrjáluðu veðri upp á hvern einasta dag. Emil er aðeins búnað fara 4 róðra í þessum mánuði og það er kominn 21 jan en við sjáum bara 
jákvæðu hliðina í staðinn sem er sú að við fáum að hafa hann heima hjá okkur og hann fær gæðatíma með Ronju litlu og nýtur hans í botn, því hann var ekki mikið heima þegar hin voru lítil þá var hann í öðruvísi bátaplássum og var mikið af heimann. 
Freyja og Bjarki frændi hennar að leika sér í snjóhúsinu sem Bjarki og mamma hans bjuggu
til.
Stelpurnar á þrettándanum að sníkja í gogginn en það er hefð hérna hjá okkur.
Benóný var fangi að sníkja í gogginn og fór með Svavari vini sínum. Það veðraði allt í lagi
svo krakkarnir gátu farið í hús fram eftir kvöldmat og sníkt í gogginn.
Birgitta frænka kom með okkur í fjárhúsin í janúar og alltaf er jafn vinsælt að skella sér á
bak á Kaldnasa og gefa honum knús.
Hún var dugleg að hjálpa okkur að gefa.
Freyja með Lóu sína.
Stelpurnar að dekra við gemlingana sem eru flestir orðnir gæfir.
Gjöf jólagjöfin hennar Emblu stækkar vel og er mjög skemmtilegur karekter og svo 
gaman af henni.
Hér er ein undan Ask og hin undan Gosa hans Gumma Óla.
Hér eru gemlingarnir.
Alltaf vinsælt að máta búninga hér er Birgitta Emý og Kamilla Rún frænkur hennar
Freyju Naómí.
Þetta var mesti snjórinn sem kom hjá okkur og ég þurfti að moka frá kattarlúunni svo
Myrra kisan okkar kæmist út en þetta er nú ekkert í líkingu við það sem er búið að vera 
fyrir norðan hjá henni Birgittu kindavinkonu á blogginu þar má sko sjá mikinn snjó.
En ég fanga þessum snjó er alveg til í að hafa hann þá verður miklu bjartara úti og mér
finnst að þegar það er vetur er flott að hafa snjóinn þá er skemmtilegra fyrir krakkana
að geta farið að renna og leika heldur en að hafa allt autt og skítugt eitthvað
og allt svo þungt og drungalegt.
Hér eru Birgitta og Freyja að reyna renna í rokinu um daginn inn í sveit.
Það var svo hvasst að þær áttu í erfiðleikum með að halda í dýnuna.
Þennan dag lentum við í að það var svona allt í lagi með veðrið en frekar hvasst. Við 
löbbuðum upp í fjárhús því það var svo mikill snjór frá íbúðarhúsinu í Tungu upp að 
fjárhúsum en þegar við vorum búin að gefa þá skall á þessi þreifandi bylur og þvílíkt hvass
virði og ég treysti mér ekki til að labba með báðar stelpurnar og Jóhanna var með mér líka
og var hrædd um að týna hundunum því það sást ekkert út. Ég skellti mér út í þetta og labbaði með girðingunni og gat varla andað fyrir roki og þurfti að skríða með girðingunni
að húsinu hjá Sigga og fékk Sigga með mér til að keyra fyrir mig upp í fjárhús því hann 
ratar betur að keyra upp túnið þar sem best er að fara svo maður myndi ekki festa sig.
Það gekk eftir og við komumst upp í fjárhús til að sækja þau sem betur fer og svo keyrði
ég heim og það var leiðinda skafrenningur og blint út af Geirakoti en svo var bara fínt
veður í Ólafsvík.
Hérna var gott einn morguninn inn í Tungu og fullt Tungl og þetta var einmitt lognið
á undan einum storminum.

Siggi var tvo daga heima þegar veðrið var sem verst og hann gaf fyrir okkur þá daga
og þá var líka lokað milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og flestum leiðum á nesinu.
Rósin okkar hún Ronja Rós dafnar vel og hér er hún á kaffihúsi með okkur við þurftum að 
skjótast upp á Akranes og Emil fór í eftirskoðun út af nýrnasteinunum og þeir voru farnir
og allt gekk vel. Við skelltum okkur í KB í leiðinni og keyptum fóðurbætir.
Embla Marína elskar svo mikið litlu sætu systir sína og Ronja elskar að heyra röddina 
hennar Emblu þá ljómar hún og brosir. Hún er farinn að taka svo vel eftir og fylgjast með.
Hún vill helst reisa sig upp og sitja. Snýr sér yfir á báðar hliðar og dettur jafnvel á grúfu og
reynir að fara á magann svo það verður ekki langt þangað til að hún nær því.
Svo yndisleg og góð. Hún sefur alla nóttina vaknar aðeins 1 sinni til að drekka um 5
leytið og svo bara aftur þegar ég vek krakkana kl 7. Stundum vakir hún aðeins á meðan
ég kem krökkunum á fætur og græja þau en stundum sefur hún bara alveg til 11 hjá 
pabba sínum meðan ég fer að gefa kindunum og kem aftur til baka og þá er hún enn sofandi.
Svo hún er alveg draumabarn og bræðir mann alveg með brosinu sínu. Hún er líka farinn
að spjalla alveg heilmikið og hjalar út í eitt.
Hér er hún Lóa að kíkja yfir og svo má sjá í hinn endann Óskadís og Kol lambhrút að kíkja
yfir það er mjög vinsælt hjá þeim. Við tókum stóru hrútana úr 18 jan og svo tókum við
Kol núna 21 jan úr veturgömlu. Mér til mikilla gremju þá gekk ein kollótta hún Vaíanna sem
ég sæddi með Móra upp á öðru gangmáli og það var ekki einu sinni rétt að hún væri að ganga aftur en hún hefur þá pottþétt haldið sæðinu en svo bara misst það ömurlegt.
En hún hélt þá eitt gangmál og gekk svo óreglulega upp allt í einu og fékk með Bjart kollótta hrútunum sem við fengum á Fáskrúðarbakka. Annars er allt bara í rólegheitum í húsunum
núna og gemlingarnir eru orðnir svo gæfir og skemmtilegir en stundum of mikið það er ein
grá sem prilar upp á mig í tíma og ótíma og hún er svo geggjaður karekter og hagar sér 
stundum eins og geit. Hún stekkur á mig og bítur í rennilásinn á gallanum og nagar hann
og reynir að naga allt sem hún sér til dæmis um daginn var ég með heyrnatól að hlusta á 
tónlist og snúran var hangandi á mér og hún gat auðvitað ekki staðist hana og reyndi eftir
mesta megni að éta hana he he en það slapp ég náði henni út úr henni áður en hún myndi
eyðleggja hana. Þarf endilega fara taka videó af gimbrunum til að sýna ykkur hversu 
skemmtilegar þær eru orðnar. Læt þetta duga af sinni og það eru myndir af þessu hér inn

07.01.2020 10:25

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna.

Gleðilegt ár kæru síðu vinir og þökkum kærlega fyrir innlitið á síðuna á liðnu ári.
2019 var mjög viðburðarríkt ár fyrir okkur fjölskylduna og stóð þar efst upp úr 
viðbótin okkar í fjölskylduna hún yndislega og glaðlynda Ronja Rós.

Það kom verulega á óvart þegar við komumst af því að ég væri ólétt að hún myndi koma
í heiminn á mesta annatíma hjá mér í september og að ég þyrfti að vera ólétt á meðan
sauðburðurinn gekk yfir en það reddaðist allt með góðu móti og hún kom í heiminn 
og fékk fullt af gleði og hamingju.Hún fyllti allar kröfur foreldra sína sem voru að springa úr stolti og umhyggju ásamt því að mamman fékk beina útsendingu af hrútasýningu í símann.


Við fórum svo til Tenerife í apríl og það var yndisleg ferð og Benóný fékk alveg að njóta sín
í vatnsrennibrautagörðunum Sía Park og Aqualandi og fékk ósk sína uppfyllta að fara þá
loks í Sia Park sem hann var búnað skoða fram og til baka á youtube.

Við ferðuðumst mikið innanlands líka í útilegu og fórum austur í sumarbústað og norður
í útilegur og svo aftur norður um verslunarmannahelgina. Ég átti frekar erfitt með alla
þessar útilegur því það var ekki eins auðvelt að vera ólétt í útilegu en þetta var allt saman
mjög gaman og mikið farið í sund með Benóný til að uppfylla drauma hans um að prófa
nýjar rennibrautir eins og var í Varmahlíð,Húsavík og Dalvík og hann var mest heillaður af rennibrautunum á Dalvík þær voru flottastar. Við fórum í okkar árlegu heimsókn til 
Birgittu og Þórðar vini okkar sem er alltaf yndislegt að hitta og spjalla um okkar 
sameiginlega áhugamál sem eru auðvitað kindur.

Heyskapur stóð stutt yfir og gekk mjög vel nema það endaði illa og það bilaði traktorinn en að öðru leiti hefur hann held ég ekki gengið svona hratt yfir. Sauðburður var mjög langur
þetta árið og seinasta bar 10 júní. Það heimtist svo ekki vel það vantaði talsvert af lömbum
og einnig voru afföll á kindum sem skiluðu sér ekki af fjalli. Lömbin voru annars væn og 
dómar komu vel út. Askur heimahrútur undan Kalda sæðingarstöðvarhrút stóð efstur í lambadómum og var að koma vel út alhliða í öllu. Hann fór svo í afkvæmarannsókn núna
í vetur svo það verður spennandi að fylgjast með því næsta haust.

Við fengum svo verðlaun fyrir Máv 2019 fyrir besta lambafaðirinn og það var mjög mikil
viðurkenning fyrir okkur. Áttum ekki von á þvi að fá það ,okkur þótti til mikils vert að fá
hann inn á stöð og hvað þá að fá svo viðurkenningu fyrir lambafaðirinn það var geggjað.
Hann var líka mest notaði hrúturinn á stöðinni fyrsta árið sitt. Hann hefur svo haldið áfram
að standa sig og átti flesta af best dæmdu lambhrútunum núna sem lambafaðir á sæðingarstöðinni en þeir voru 31 talsins og hann átti flesta samfeðra hrúta eða 7 talsins. Það er svo gaman þegar maður sér ræktunina skila sér svona vel og það hvetur mann svo miklu meira áfram og sýnir manni að maður sé á réttri leið.

Það var svo keyptur Kastali með rennibraut inn í sveit hjá Freyju og Bóa og það fjárfestu
allar í því saman fyrir börnin og það vakti mikla lukku hjá þeim.

Það var skipt um þak á fjárhúsunum í Tungu hjá Sigga.

 Ég fór mikið með krakkana að veiða síli það var svo yndislegt sumar 2019 
hef ekki upplifað svona mikinn hita og logn í marga daga eins og það var í sumar. 
Ég klöngraðist kasólétt með krakkana upp að Hofatjörn fleiri ferðir að veiða síli. 
Freyja og Bói fengu hænuegg sem þau unguðu út og það vakti
rosalega mikla lukku hjá krökkunum að fylgjast með því og spekja 
hænurnar sem eru núna orðnar vel stórar en eru einstaklega gjæfar.

Benóný er stundum alveg að ganga fram af ömmu sinni þegar hann hefur lokað sig inni
í gangi og verið með allt stóðið inni að leika og svo er allt þakið hænsna kúk he he.
Hann alveg elskar hænurnar og finnst það vera besta dýrið sitt.

Ronja Rós krúttsprengja bræðir alla með brosinu og gleðinni sinni. Hún varð 3 mánaða
núna 27 desember og er núna farin að skellihlæja af systrum sínum þegar þær eru
að hlæja og fíflast í henni. Það er svo alveg magnað að Myrra kisan okkar hún fylgir mér hvert fótmál þegar ég er með hana og þegar ég gef henni brjóst er kisan með mér og þá 
á ég að klappa henni líka og svo leggst hún hjá okkur og er meðan ég gef henni og svo þegar við förum fram kemur hún fram líka. Myrra er mjög háð mér svo þetta var frekar
mikil breyting fyrir hana þegar ég var allt í einu komin með litið kríli sem fékk meiri 
athygli en hún he he en hún er alveg alsæl með Ronju og virðist vilja passa hana og sefur
oft í rúminu okkar hliðina á rúminu hennar þegar hún sefur.

Skvísurnar okkar saman á gamlársdag.

Fallegu og yndislegu börnin okkar.

Emil stoltur pabbi með allar stelpurnar sínar.

Embla með stjörnuljós.

Freyja með stjörnuljós annars var hún frekar hrædd þessi elska og svaf af sér flugveldana.

Benóný var alveg að fýla þetta og tók virkan þátt með pabba sínum að skjóta upp.

Það var mikið skotið upp og mikil gleði.

Fallegar systur Freyja og Jóhanna með stelpurnar okkar.

Við mæðgurnar á gamlárskvöldi. Ronja í áramóta kjólnum sínum.

Embla var svo dugleg að hjálpa mér að gefa yfir hátíðarnar að hún var farin að gefa á aðra
jötuna alveg fyrir mig.

Freyja líka svo dugleg að hjálpa til þær gáfu saman á garðann hjá gemlingunum og 
veturgömlu.

Benóný aðeins að sitja á Kaldnasa áður en ég færi með hann að sinna sínum kindum.
Ég verð að hafa þá í bandi rétt á meðan ég leita svo ég missi þá ekki á vitlausa kind.

Ronja Rós orðin svo sterk að vera a maganum svona smá stund í einu.
Við vorum heima um áramótin og Freyja,Bói,Jóhanna og Siggi i Tungu voru í mat hjá
okkur við vorum með úrbeinaðan lambahrygg sem Emil grillaði og svo nauta wellington
steik og þetta var rosalega góður matur. Eg held ég sé búnað taka svona mest allt saman
sem var áhrifaríkast á árinu 2019 og við fjölskyldan bjóðum 2020 velkomið og megi það 
færa okkur ár fullt af spennu,tilhlökkun,afrek,gleði og hamingju.



04.01.2020 17:59

Gleðileg Jól 2019

Gleðileg jól kæru vinir. Við fjölskyldan erum búnað hafa það gott yfir hátíðina ásamt því
að hafa haft nóg að gera í fjárhúsunum sem og heima. Það var stærsti dagurinn hjá okkur
í fjárhúsunum á aðfangadag og jóladag. Ég sæddi 12 kindur og það voru aðeins 5 sem
héldu tvær með Móra, ein með Mjölni,ein með Minus og ein með Amor.
Það hefur svo gengið frekar brösulega það fóru fram hjá okkur ein veturgömul og ein 
þriggja vetra nema þær hafi verið búnað fá með lambhrútunum sem voru með kindunum
þegar við smöluðum það er alveg möguleiki að svo hafi verið. Annars hefur allt gengið og
við höfum leitt hrúta í hverja einustu kind sem hefur verið að ganga. Það er svo allur gangur
á því sumar ganga alveg í þrjá daga á meðan sumar ganga bara í einn dag. Við höfum leitt í 
þær sem ganga í tvo daga en látið það vera ef þær ganga í þrjá daga.
Ég var einstaklega heppin að Emil var heima flesta dagana því það var svo mikil bræla í 
desember svo ég fékk góða hjálp á fengitímanum frá honum og Jóhönnu.

Ronja Rós komin í jólafötin sín og tilbúin að eiga sín fyrstu jól.

Emil og Embla að undirbúa fyrir jólamatinn.

Hér er amma Hulda með gullin okkar.

Það var mikið gaman hjá okkur á aðfangdag það voru Jóhanna,Hulda mamma mín og 
Freyja og Bói og svo var Steinar bróðir Emils með krakkana og við borðuðum öll saman
svo fór Steinar með krakkana yfir til sín að opna pakkana þeirra og Freyja og Bói með
honum og við opnuðum svo pakkana okkar með Huldu og Jóhönnu. Hér er þessi flotti
hópur Freyja Naómí okkar svo er Birgitta Emý og Kamilla Rún og svo Embla Marína
okkar og Alexander Ísar og svo Benóný Ísak okkar.
Þetta voru yndisleg jól umkringd fjölskyldu og hamingju.

Birgitta Emý með Ronju Rós.

Bræðurnir saman Emil Freyr og Steinar Darri.

Við fjölskyldan með fyrstu fjölskyldumyndina með Ronju Rós.

Mamma glæsileg hjá jólatrénu okkar.

Jóhanna að hræra í súpunni það er alltaf jólahefðin að Jóhanna gerir aspassúpu sem er
alveg ómissandi á jólunum. Svo gerir hún líka fyrir okkur brúna lagtertu sem er alveg 
ómissandi líka og guðdómlega góð.

Ronja svaf vært á meðan við borðuðum jólamatinn.

Mamma með Freyju sína.

Freyja tengdamamma með Birgittu sína.

Benóný fékk brauðstangir í jólamatinn.

Alexander Ísar svo frábær strákur.

Emil fékk verkfærasett frá mér og krökkunum og var mjög ánægður.

Það vakti mikla lukku hjá Emblu að við pökkuðum inn mynd af mórauðri gimbur sem
ég fékk hjá Friðgeiri á Knörr og við gáfum henni hana í jólagjöf og það var auðvitað besta
gjöfin og hún skírði hana Gjöf.

Ég var búnað blogga áður um að þessi gimbur kom með mömmu sinni upp að fjárhúsum
rétt áður en skall á fyrsta vonda veðrið í vetur og kindin var svo róleg og góð að hún kom
inn eftir að ég lokkaði hana með heyi og voru þær mæðgur í húsunum hjá okkur í alla vega
viku og þar myndaði ég tengsl við hana og sá strax að þessi gimbur var mikill karekter og
var búnað gera hana frekar gæfa og þá bræddi hún mig alveg svo ég fékk þessa snilldar
hugmynd að heyra í Friðgeiri og athuga hvort hún væri föl.


Hér erum við saman komin á aðfanga dag. Emil,Steinar bróðir Emils og Hulda mamma, Freyja tengdamamma, Bói maðurinn hennar og Jóhanna frænka Emils. Krakkarnir sátu
svo saman við annað borð.

Benóný fékk Titanic módel frá ömmu Freyju og afa Bóa og er alveg alsæll með það.

Við og systkyni Emils og makar gáfum Freyju og Bóa þetta glæsilega hús í garðinn.

Ronja að opna pakkana með pabba sínum.

Embla og Freyja í peysunum sem við gáfum þeim í jólagjöf.

Svo kósý að lesa á pakkana við arininn.

Við fórum i árlega jólaboðið til mömmu á jóladag. Maggi bróðir og Erla komu vestur og
hittu alla og fóru svo aftur suður. Hér er mamma með Ronju Rós heima hjá sér.
Hangikjöt hjá Freyju og Bóa annan í jólum. Hér er Freyja,Kamilla Rún og Birgitta Emý.

Jóhann bróðir Emils með Ronju Rós.

Allir spila saman.

Stolt amma og afi með Ronju Rós.


Ronja Rós fór í fyrsta sinn inn í fjárhús og kindurnar voru mjög forvitnar um hana.

Birgitta kom líka með í fjárhúsin og fékk að setjast á Kaldnasa sem er alger barnagæla.

Benóný að klappa kindunum og orðinn fastur he he.

Embla hjá Hröfnu sinni hún var sædd með Móra og hélt.

Freyja með Vaíönnu sinni hún hélt líka með Móra.

Svo æðisleg feðgin Embla Marína og Emil út að borða á Hrauninu.

Jæja þá er ég loksins búnað koma þessu bloggi niður en ástæðan fyrir því að það kemur
svona seint er að desember er mjög annasamur mánuður hjá okkur bæði hvað varðar
jólin,börnin og auðvitað fengitímann í fjárhúsinu. Þessi jól voru svo sérstaklega mikil
um sig þegar maður er með litla prinsessu sem er á brjósti og þarf alla mína athygli
ásamt því að ég nái að sinna vinnunni í fjárhúsinu en allt gekk þetta að óskum og á ég
það mömmu allt að þakka hún hefur verið mín stoð og stytta með að passa Ronju meðan
ég var í fjárhúsinu. Emil lenti svo í því milli jóla og nýárs að fá nýrnasteina og fluttur upp
á Akranes en það gekk svo allt vel og Jóhann bróðir hans náði í hann og hann var smá
tíma að ná sér hérna heima en svo fer hann aftur í myndatöku eftir 3 vikur og athuga hvort
steinarnir séu ekki örugglega farnir.

Það eru svo myndir af jólunum hér inn í myndaalbúmi til hliðar á síðunni og þar má einnig 
sjá allar myndirnar okkar á síðunni gegnum árin flokkuð eftir atburðum og dagsettningu.

  • 1
Flettingar í dag: 316
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188505
Samtals gestir: 69640
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar