Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2020 Febrúar

16.02.2020 21:01

Fósturtalning 2020 í Tungu

Núna á laugardaginn kom hann Guðbrandur Þorkelsson og fósturtaldi hérna í Snæfellsbæ og það var að koma víðast hvar mjög vel út og menn bara ánægðir með frjósemina.

Við erum mjög sátt bara við útkomuna hjá okkur nema ég var svekkt yfir einni veturgamalli sem ég sá aldrei ganga og hún var tóm svo hún er mjög líklega ónýt. Hún var með lambi í fyrra sem gemlingur en hefur eitthvað skemmst fyrst hún gekk ekki núna í haust. 

Þessi kind er móbottnótt og er undan Eik sem skilaði sér ekki í haust og hún var líka móbottnótt svo sá litur deyr út hjá mér nema ég eignist þann lit í vor sem er frekar ólíklegt.
Hér er Bubbi að sóna og Emil að halda. Ég er að skrifa og stelpurnar okkar bíða spenntar
eftir að fá að vita hversu mörg fóstur eru í þeirra kindum. Hildur Ósk frá Hellissandi kom
og fylgdist með og tók myndir fyrir mig sem var mjög hentugt og gaman.
Hér er allt á fullu og Kristinn,Gummi Óla,Jóhanna,Þórsi og Hildur komu og aðstoðuðu mig
Emil og Sigga í skoðuninni.
Benóný átti í djúpum samræðum við Kristinn um rennibrautir og eru þeir hér í heitum
samræðum um hvernig rennibraut væri hentugust í Ólafsvík því Benóný hefur miklar
áhyggjur af því að snáka rennibrautinn er bara fyrir 8 ára og yngri og nú er hann orðinn
of stór fyrir hana og vantar nauðsynlega að fá nýja rennibraut í Ólafsvík. 

Jæja þá er það útkoman úr talningunni hjá okkur.

Kindur alls 84 og 159 fóstur.

Eldri ær alls 58 sónuð 121 fóstur

13 með 3
27 með 2
8   með 1
Meðaltal 2,09

Veturgamlar ær alls 14 sónuð 25 fóstur

12 með 2
1   með 1
1 ónýt
Þessi sem er með eitt var sædd.
Meðaltal 1,79

Gemlingar 12 sónuð fóstur 13

3 með 2
7 með 1
2 með 0
Meðaltal 1,08
Þessir með 0 fengu reyndar í janúar svo kanski leynist í þeim ef það skeður sama og í fyrra
þá voru þeir sem fengu í janúar sónaðir tómir en voru svo með lömbum en það kemur þá 
bara í ljós.

Vaskur er með 28 fóstur og 2 þrílembdar

Askur er með 27 fóstur og 3 þrílembdar. Askur er sá golsótti.
Bolti er aftari hrúturinn og Mosi sá fremri sem er búið að taka af.
Bolti er með 25 fóstur og 3 þrílembdar. Hrúturinn frá Kristni Bæjarstjóra sem er frá okkur
Mosi er með 23 fóstur og 3 þrílembdar. Hrútur frá Guðmundi Ólafs

Kaldnasi er með 14 fóstur

Kolur er með 15 fóstur

Bjartur er með 8 fóstur það er hrútur sem við fengum hjá Kristjáni Fáskrúðarbakka kollóttur.

Svarti Pétur er með 5 fóstur 1 þrílembda hann er frá Óttari á Kjalvegi.

Sprelli er með 2 fóstur hann er frá Sigga í Tungu undan Gosa hans Gumma Óla Ólafsvík.

Svanur er með 5 fóstur 1 þrílembda.
Þetta er mynd af Svan þegar hann var lambhrútur.

Drjóli er með 2 fóstur
Ákvað að setja þessa mynd inn til að lífga aðeins upp á veturinn sem er búnað vera svo
erfiður veðurlega séð svo við getum hlakkað til sumarsins en ég er nú ekki alveg klár
hvaða hrútar hér eru á ferðinni en þetta gæti alveg verið Drjóli annar þeirra en þetta er
tekið eitt vorið sem þeim var hleypt út eftir veturinn.

Sæðingar

Amor 1 fóstur
Mjölnir 1 fóstur
Mínus 2 fóstur
Móri 1 fóstur

Við fáum nú ekki mikið af sæðingum en það er þó allavega eitthvað.
Ronja Rós vaknaði í dag þegar ég var í fjárhúsunum svo við tókum hana inn með okkur
enda komin tími til að hún fari að venjast því að vera í fjárhúsunum he he.
Freyja er að sýna henni kindurnar.
Benóný,Svavar og Freyja fundu upp á skemmtilegum leik að leika sér ofan í síldartunnu
og rúlla sér inn í henni.
Benóný að fá sér hænu tíma. Hann elskar hænurnar inn í sveit hjá ömmu Freyju og afa Bóa.
Hér eru þær svo flottar.
Hér eru fleiri.
Hér er svo ein að lokinni hænu heimsókn.
Freyja og Embla með gemlingunum.

Fósturtalningin hjá Sigga kom líka rosalega vel út hann er með 33 kindur
og 7 gemlinga.

4 kindur með 3
21 með 2
1 með 1

Gemlingar
3 með 2
2 með 1
2 með 0

Látum þetta svo duga að sinni og það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.



12.02.2020 20:41

Vaskur kvaddi okkur um daginn

Það er mér með sorg í huga og vonbrigðum að tilkynna að Vaskur sem er lambhrútur frá okkur undan Ask Kalda syni og Hriflu sem er undan Hriflon dó hjá okkur um daginn. 
Hann var búnað vera skrýtinn og vildi ekkert borða, svo sprautaði ég hann með pensilíni einu sinni og Siggi einu sinni en það var of seint hann hefur fengið fóðureitrun eða hlandstíflu og varð bráðkvaddur aðeins tveim dögum seinna eftir að hann veiktist.
Þessi hrútur var svo svakalega fallegur og ég var búnað binda svo geggjaðar vonir um hann. Sem betur fer var hann þó mikið notaður bæði hjá okkur, Gumma Óla Ólafsvík og Óttar á Kjalveg notaði hann líka svo vonandi fáum við einhvern erfingja frá honum.

Svo fallegur og hann var svo geðgóður orðin  mjög gæfur og svo fljótur að lemba alveg topp
hútur á alla vegu en svona vill þetta oft vera þegar maður bindur miklar vonir við gripi
og þá fara þeir sem maður myndi síst vilja missa. En ég hef fulla trú á honum og hann
á eftir að gefa okkur einhvern þrusu hrút í haust.

Benóný og Embla að gefa kindunum brauð.

Freyja að klappa gemlingunum.

Embla svo dugleg að sópa jötuna.

Stelpurnar eru svo duglegar að hjálpa mér að gefa. Hér er Freyja að gefa.

Embla svo dugleg hún gefur jötuna yfirleitt ein því Freyja endar með að setjast í jötuna
og leika sér við lömbin .

Benóný að klappa stóru hrútunum.

Gemlingarnir hans Sigga í Tungu.

Freyja umkringd af gemlingunum okkar þeir eru nánast allir orðnir gæfir og sumir
allt of uppáþrengjandi.

Það styttist svo í fyrsta spenninginn á þessu ári en það er fósturtalningin og verður
hún núna um helgina það er að segja ef veður leyfir það spáir nú ekkert spennandi
eins og þetta ár hefur verið veðurlega séð þá er veðrið eiginlega hætt að koma manni á 
óvart maður er eiginlega bara orðinn vanur að það sé alltaf vont veður.

12.02.2020 13:17

Kinda þemu æði

Langaði að sýna ykkur hvað ég er mikið fyrir að skreyta heimilið með kindum og tók ekki eftir því fyrr en ég fór að pæla í því hversu mikið af kinda og hrúta skrauti ég á.

Hérna er þæfð kind sem ég fékk einu sinni í verðlaun og svo hin kindin var gjöf frá vinkonu minni og hjónin gaf mamma mér.

Þessi hrútur var gjöf frá vinkonu minni líka.

Þennan hrút gaf mamma mér.

Þennan hrút keypti ég einu sinni. Grjótið týndi ég inn í Mávahlíð ég er mikið fyrir steina
og á þá marga fallega til svo límdi ég hreindýramosa og berjalyng á steininn.

Þessar er ég með á eldhúsborðinu þetta er kertastjaki og svo dúkur sem Freyja tengda
mamma gaf mér frá Færeyjum.

Þetta er ég svo með á stofuborðinu hjá mér kindadúk og kinda gler disk.
Dúkurinn er frá Færeyjum.

Ég er með gæru sitthvoru megin á arminum á sófanum.

Kindabangsa og hrútapúða í stofusófanum.

Önnur gæra verkuð frá Þóru á Yrstu Görðum og er golsótt.

Þæfðar kindur frá Þæfingur.

Þessar þykir mér mjög vænt um og Irma vinkona gaf mér þær og þær eru frá Skotlandi.

Er með kinda gardínur í eldhúsinu.

Steinar semég málaði hrút og kindur á. Flotta tré húsið gerði Einar nágranni minn.

Málverkið er í miklu uppáhaldi það gerði Trausti Magnússon Ólafsvík og gaf mér.

Þessi er frá Færeyum og Freyja og Bói gáfu okkur hana.

Og þessa líka.

Freyja bjó þennan lampa til og mér þykir rosalega vænt um hann.

Þessi kemur frá mömmu og pabba úr Mávahlíð og er inn í stofu hjá mér.

Hvíta hrútinn fengum við í brúðargjöf og frábæru púðana fékk ég hjá Ólöfu Sveinsdóttur
nágranna konu minni hún prjónaði þá.

Skraut inn í stofu frá Brúðkaupinu okkar kortið og svo gestabókin sem ég bjó til sjálf.

Þennan frábæra lampa fengum við svo í brúðargjöf frá Jóa útgerðamanninum sem Emil
vinnur fyrir og Auði konunni hans og myndin er af hrútum frá mér Herkúles og Topp.

Þennan hrút gaf Irma vinkona mér frá Vestmanneyjum.

Þessar eru á ískápnum hjá okkur sú efri spilar og við fengum hana í Edinburg.

Hér er svo glæsilegi verðlaunagripurinn sem við fengum fyrir Máv á Sæðingarstöðinni.

Þessar gaf Emil mér og krakkarnir eina í afmælisgjöf og svo þessa
stóru og litlu fékk ég frá þeim í jólagjöf er alveg að elska þær.

Þessi eru svo æðisleg Ronja Rós á bleika kinda bangsann en ég á rúmfötin fékk þau
í jólagjöf í fyrra frá Jóhönnu og þau eru án efa uppáhaldsrúmfötin mín he he.

Svo á Ronja Rós líka kinda rúmföt sem Jóhanna saumaði fyrir hana.
Svo nú er þetta upptalið allt kinda æðið á heimilinu okkar.

12.02.2020 10:58

Ronja Rós 4 mánaða 27 jan

Ronja Rós var 4 mánað þann 27 janúar og hún bræðir okkur á hverjum degi með fallega brosinu og glaðlyndi sínu. Hún er farin að snúa sér á fullu á báðar hliðar og nýjasta nýtt 
hjá henni er að steypa sér alveg yfir á magann svo það er ekki lengur hægt að hafa augun
af henni meðan hún dundar sér á leikteppinu sínu. Hún er líka farin að skellihlæja og það er alveg mega krúttlegt. Henni er farið að klæja í góminn og nagar hendurnar á sér og á það til
að vilja naga puttana mína og hjá ömmu sinni mjög fast he he. Snuðið er eiginlega alveg farið að heyra sögunni til og hún vill bara puttann eins og Freyja systir sín okkur ekki til mikilla gleði því það er svo erfitt að venja þau af þessu þegar þau sjúga puttann.
Hún var 5740 gr og 63 cm í seinustu skoðun svo hún er orðin tæplega 6 kg.

Hér er prinsessan skælbrosandi og 4 mánaða upp á dag.

Krúttbomba með húfuna sem Karítas frænka gaf henni.

Sætar systur að ulla saman.

Að pósa fyrir mömmu sína.
Kósý að liggja á gærunni.

Aðeins verið að stylla henni upp he he með fína hárbandið sem Brynja frænka gaf henni.

Orðin svo dugleg að snúa sér yfir á magann og svo sterk og reist.

Alveg til í að snú sér á alla kanta og er farin að reyna komast áfram.

Komin með puttann upp í sig.

Hér er ég alltaf svo kát.

Svo falleg.

Í fyrsta skipti í bíó ekki alveg sátt í hléinu sem endaði með því að ég fór með hana út he he.

Annað hárband sem gerir mig svo krúttlega.

Með ömmu Freyju.

Með Huldu ömmu.

Svo flott  með kindunum sínum.

Alveg komin í kindurnar hjá mömmu sinni.

Með Emblu sinni.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.


  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar