Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2022 Maí

31.05.2022 03:56

Folaldið fæðist og sauðburðarlok

Þann 26 maí gisti Embla Marína okkar hjá ömmu sinni og afa í Varmalæk og beið eftir að Hera myndi kasta folaldinu og svo eftir langa bið kom það loksins klukkan 4 um nóttina og hún rétti missti af því fæðast að sá það enn þá vera með pokann á sér og það var mikil hamingja að fá það loksins í heiminn. Þetta var merfolald móálótt á litinn eins og faðirinn hann Sægrímur frá Bergi.

 

Hér er Embla Marína alsæl með folaldinu.

 


Embla og Erika með Heru og folaldinu.

 


Emil að máta það.

 


Aðeins að láta þau hlaupa.

 


Núna þarf að fara velja nafn og er mikið verið að pæla í Aska eða Þoka.

 

Emil og Siggi að fara á bera á túnin 20 maí.

 

Hera með folaldið.

 

Benóný að prófa slátturtraktorinn hjá Bóa afa sínum og ef vel er að gáð sjáið þið Emblu í baksýn í handahlaupum he he.

 

Dúlla að fara með sín lömb út stærra lambið var vanið undir hana frá Brussu og hitt er hennar. Það gekk svo vel að venja hitt lambið undir að hún vildi ekki sjá sitt og hefur þess vegna verið lengur inni en vonandi haldast þau saman í sumar því lömbin eru svo samrýmd þó hún sé enn að stanga aðeins í lambið sitt en hún leyfir því að drekka svo þetta verður allt í góðu.

 

Perla með tvær gimbrar undan Bassa þær eru rosalega þykkar og fallegar og verður spennandi að sjá þær í haust.

 

Orka er þá eina sem er eftir að bera hún er gemlingur og alveg afskaplega gjæf og stelpurnar elska að knúsa hana.

 

Orka bar svo föstudagskvöldið 27 maí þessum fallega hrút undan Ljúf.

 


Elska þennan tíma sem er að koma sjá Snæfellsjökulinn í öllu sínu veldi svo tignarlegur og fallegur.

 


Benóný Ísak alsæll með kosningarnar XD hélt forrystu og Kristinn verður áfram bæjarstjóri og hér eru þeir vinirnir saman að ræða um að fá stóra vatnsrennibraut í sundlaugina í Ólafsvík. Benóný hefur miklar skoðanir og hugmyndir fyrir henni og hefur haft það frá því að teikningarnar af stórri rennibraut voru til í afgreiðslunni í sundlauginni svo hann er súper spenntur yfir því að hún fari að verða að veruleika.

 

Hér er hún svo komin út með prinsinn sinn og þá er sauðburði lokið þetta árið og þetta er búnað vera alveg yndislegt vor og kjör aðstæður fyrir lambféið að komast út.

 

Benóný og Ronja að kveðja kindurnar.

 

Hestarnir eru komnir inn í sveit til Freyju og Bóa og þá eru stelpurnar þar alla daga í kringum hestana.

 

Svæfingar rúnturinn eftir kvöld mat alltaf fastur liður tekið rúnt að skoða kindurnar og svæfa Ronju Rós.

Litla krúttsprengjan okkar hún Ronja Rós í sveitinni hjá ömmu Freyju og afa Bóa þar elskar hún að vera.

 

22.05.2022 09:11

Sauðburður 2022 á fullu

Sauðburður er búnað ganga mjög vel ég hef misst tvö lömb annað drapst eftir burð og annað var lagst ofan á og auðvitað var

þetta bæði lömb undan bestu kindunum mínum en það er alltaf svoleiðis sem maður missir. Annars hefur þetta verið drauma

sauðburður hægt að setja strax út því það er búið að vera svo gott veður og hlýtt og lömbin spræk og þroskamikil og stækka

hratt. Við byrjum á því að setja kindurnar út í girðingu hjá Sigga meðan þau læra að vera með mæðrum sínum kringum aðrar

mæður og læra þá að þekkja sína mæður og þá er síður að þau týnist undan þeim. Hjá Sigga gekk rosalega vel hann missti ekkert 

á sauðburði nema eitt kom úldið úr einni þrílembu og svo fékk hann þrjú aukalömb ein kom með 4 sem var sónuð með 3 og ein

sónuð með 2 og kom með 3 og einn gemlingur átti að vera geldur en kom með lamb svo þetta var skemmtilegur plús hjá honum.

Kristinn fékk hundrað prósent úr sínum kindum og Jóhanna líka svo þetta er allt saman svo jákvætt og gleðilegt vor.

 

Það er nóg af skemmtilegum litum í ár hér er Blesa með tvö mógolsótt undan Dökkva.

 

Hér er þykkur og fallegur móbotnóttur hrútur undan Dökkva og Melkorku og á móti honum er alveg eins gimbur.

 

Þessi hrútur er undan Rúsínu gemling og Ljúf og hann er mógolsubíldóttur.

 

Hér er Elísa gemlingur hans Kristins með hrútana sína undan Ljúf.

 

Fallegar gimbrar undan Dorrit gemling frá Kristni og eru undan Ljúf.

 

Fallegir hrútar undan Gurru og Ljúf.

 

Vaiana með fallegu móflekkóttu gimbrarnar sínar undan Fönix.

 

Viðja gemlingur er Viðarsdóttir og hún er með móbotnóttan hrút undan Bibba.

 

Klara með lömbin sín undan Húsbónda frá Bárði sem er Glitnis sonur og svo er Einstök

með lömbin sin undan Bibba.

 

Hér er Dísa með þrílembingana sína undan Bolta.

 

Lóa með sín lömb hrút og gimbur undan Dökkva og þau eru alveg dökkmórauð.

 

Skotta með sínar fallegu gimbrar undan Ljúf önnur er svartbotnuflekkótt og hin er móbotnuflekkótt.

 

Hér er Móna Lísa með hrút og gimbur dökkmórauð undan Dökkva.

 

Bylgja gemlingur með gimbur undan Óðinn.

 

Hér er Brussa sem er uppáhalds kindin mín en hún kom með þrjú og eitt

var vanið undir og hún er búnað vera léleg í fótunum í vetur og var í sérdekri en

þegar hún var búnað hafa tvö undir sér í nokkra daga þurfti hún endilega að leggjast

ofan á  annað lambið sitt og það var gimbrin hennar mjög leiðinlegt svo núna gengur hún með

einn hrút undir sér sem verður spennandi að sjá í haust ,hann er undan Bassa lambhrút frá okkur.

Spöng með hrútinn sinn undan Bassa lambhrút sem er Bolta sonur.

 

Falleg gimbur með smá hvít hár í enninu undan Mónu Lísu.

 

Panda gemlingur með hrútinn sinn og Ástrós gemlingur er með henni en það sést ekki lambið hennar.

 

Ronja Rós með golsótta gimbur undan Moldavíu gemling og Óðinn.

 

Hér er Fróði kötturinn hans Sigga.

 

Hexía með botnuflekkótta gimbur og svartflekkóttan hrút undan Ljúf.

 

Mávahlíð með grábotnóttan hrút og gráa gimbur undan Ingiberg(Bibba).

 

Tvær gimbrar undan Gjöf sem er kollótt mórauð og Fönix kollóttum lambhrút frá okkur.

 

Botna hans Sigga með gimbur undan Fönix.

 

Höfn með kynbótahrútinn sinn sem er undan Bolta. Hún var með hæðst stigaða hrútinn

í fyrra hann Bubba sem fór til Óskars á Helgafelli. Höfn hefur farið af stað með tvö fóstur en 

hitt var úldið svo þessi er tvílembingur. Ég er mjög spennt að sjá hvernig hann kemur út í haust.

 

Álfadís gemlingur hans Kristins með hrút undan Dag.

 

Ósk með þrílembingana sína undan Diskó lambhrút frá okkur.

Þetta er svona stór hluti af sauðburðinum hjá okkur en svo á ég fleiri myndir sem ég set hér 

inn á næstunni. Núna er næstum allt komið út á tún og svo alveg út og tvær eiga eftir að bera hjá mér

en sauðburði er lokið hjá Sigga,Kristni og Jóhönnu. Seinasta hjá mér á tal 29 maí og það er gemlingur.

 

 

 

 

12.05.2022 08:24

Sauðburður hófst 30 apríl

Jæja þá get ég loksins gefið mér smá tíma til að koma bloggi inn en það vill oft sitja á hakanum þegar allt of mikið er að gera

heimilið stoppar ekki þó sauðburður bresti á og eins eru framkvæmdirnar en hjá okkur en eru í pásu meðan sauðburður er og 

Emil er búnað vera róa mjög stíft líka svo þetta er alltaf mjög krefjandi tími hjá okkur en alltaf jafn gaman þó míkið sé að gera því

að taka á móti lömbunum og fylgjast með þeim gefur manni svo mikið og jákvæðisorkan hleðst upp með allri gleðinni.

Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og margir litir komnir og ég fékk loksins móbotnótt undan Dökkva sem Lalli Sverris Gröf

á og var með hjá Bárði og þar fékk ég gimbur og hrút mjög ánægð. Ég ætlaði að búa til móbotnótt með Möggulóu og Kurdo en fékk

þar mórauða gimbur en hún er mjög flott. Siggi fékk mjög flott lömb undan Kapal og Ramma og á mikið af gráum lömbum og svo

var ein hjá Sigga sem var sónuð með 3 en svo þegar hún var borin og ég var að tína saman lömbin til að setja hana í stíu þá

skaut hún úr sér fjórða lambinu alveg magnað og það er undan Kapal sæðingarstöðvarhrút. 

 

Hér er ein frá Sigga með þrílembinga undan Kapal.

Gemlingur frá Jóhönnu með hrút undan Bikar sæðingarstöðvarhrút hún bar líka 30 apríl.

 

Hér er Ronja Rós með mömmu sinni að gefa hestunum en við eigum alltaf morgungjöf að gefa

hestunum áður en ég fer í fjárhúsin.

 

Það styttist svo óðum í Heru en hún er komin á tal að fara kasta og er með 

folald undan Sægrím frá Bergi.

 

Doppa gemlingur með hrút og gimbur undan Ramma sæðingarstöðvarhrút og

hrúturinn er mógolsóttur.

 

Falleg lömb frá Sigga undan Ramma tvær gimbrar.

 

Hér er svaka dreki undan Bikar sæðingarstöðvarhrút og Hrafney og hún fékk

svo gimbur undan Doppu sem var vanin undir hana.

 

Hér sést hann betur hann er rosalega stór og þykkur.

 

Hér er Ástrós gemlingur með hrút undan Bikar sæðingastöðvarhrút.

 

Hér er fjórlemban hans Sigga með svakalega flott lömb svo jöfn og mjög 

stór miðað við fjórlembinga. Við vorum svo svakalega heppin að það fóru í kjölfarið

tvær einlembur að bera og það var hægt að kippa strax undan henni tveim lömbum.

Þessi lömb eru undan Kapal sæðingarstöðvarhrút.

 

Hér er Rósa með hrút og gimbur og mjög þykkur hvíti hrúturinn og þessi

lömb eru undan Diskó. Diskó er undan Tón sæðingarstöðvarhrút.

 

Hér er Maggalóa með mórauða gimbur undan kurdó og svo var vanið undir hana frá Sigga.

 

Hér er Dögg hennar Jóhönnu með gimbrar undan Prímus sem Kristin keypti af Hjarðarfelli.

 

Hér eru Ronja og Embla með Hrafney sem er svo gjæf.

 

Ronja Rós með eitt lítið og krúttlegt sem er tvílembingur undan gemling

frá Kristni.

 

Hér er hún Elísa gemlingur frá Kristni með tvö undan Ljúf.

 

Moldavía með gimbur undan Óðinn.

 

Freyja Naómí með hrútinn sinn undan Pöndu gemling og Ljúf.

 

Maggi bróðir og Rut komu vestur um daginn og kíktu á lömbin.

 

Framkvæmdir halda áfram hér er stofan tilbúin til að fá parket og byggja upp gólfið.

Það var mikill halli á stofugólfinu og því þurfti að flota gólfið.

 

Hér er búið að flota.

 

Hér eru hurðarnar komnar í herbergin og nýja parketið á gólfið.

Læt þetta duga að sinni með bloggið og fara sinna henni Ronju minni en hún er búnað vera veik

í þrjá daga ekki heppilegasti tíminn til að vera með veikt barn á háanna tíma í sauðburði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar