Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2023 Mars20.03.2023 21:59Fyrri bólusettning í allar kindurVið sprautuðum allar kindurnar,lambhrútana og veturgömlu hrútana með blandaða bóluefninu á sunnudaginn 19 mars. Það hefur verið mikið að sópa á grindunum seinustu daga síðan það var tekið af þær hafa étið vel og fengið mikið að éta þessa dagana og þá slæða þær meira.
17.03.2023 09:49Tekið snoðið af 12 marsArnar Ássbjörnsson kom til okkar á köldum sunnudagsmorgni til að taka snoðið af kindunum. Það er búið að vera verulega kaldir dagar hjá okkur og mikið frost í langann tíma eða allt upp í 10 í mínus. Það verður þó aldrei eins mikið frost hjá okkur eins og fyrir norðan og austan en við getum fengið mikla vindkælingu með þessu því það er svo oft rok hjá okkur. Það gekk þó vel að taka af en þær voru óvenju stessaðar kindurnar og vorum við jafnvel að halda að þær væru enn kvektar yfir búrinu sem þær fóru í þegar það var fósturtalið því þær voru alveg einstaklega mikið í bakkgírnum að koma nær grindinni þar sem var verið að klippa.
Skrifað af Dísa
Flettingar í dag: 316 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188505 Samtals gestir: 69640 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:31:23 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is