Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2023 Maí

31.05.2023 00:32

Sauðburður 2023

Jæja það er auðvitað búið að vera allt á haus þennan mánuðinn og ég ætla núna að gefa mér tíma í að fara rifja upp sauðburðinn og skella því hér inn smátt og smátt.

2 maí bar Ósk þrílembingum undan Gimstein og það var ein gimbur og tveir hrútar og við náðum að venja einn hrút undan henni. Við áttum svo til sýni og tókum sýni úr þeim lömbum fljótlega og sendum svo í greiningu svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út út því. Við fengum alls 4 lömb undan Gimstein og Siggi fékk eitt.

 


Hér er Ósk með Gimsteinana sína mjög jöfn og falleg lömb.

 


Vagninn orðinn klár með öllu sem nauðsynlegt er að hafa klárt á sauðburði.

 


Hér eru fyrstu ærnar að fara út í tún og hér er Ljúfa með lömbin sín undan Bibba.

 


Þyrnirós gemlingur með risa stóra gimbur undan Ás.

 


Ronja Rós með lambið hjá Ljúfu.

 


Freyja með vinkonur sínar Heklu og Birtu að skoða lömbin.

 

 

Mugga hans Sigga með þrílembingana sína undan Bassa svo fallegt hvað þau eru samrýmd.

 

 


Ég hef haft það markmið að hafa alltaf undan að þvo en svo safnast það saman sem hægt er að grípa í og brjóta saman þegar álags tíminn er mikill.

Því þvotturinn á stóru heimili stoppar ekki heldur eykst með fjárhúsaferðunum.

 


Embla var fljót að spekja lömbin undan Ljúfu og Perlu.

 


Melkorka með þrílembingana sína undan Blossa móbotnótt gimbur og svartgolsótt gimbur og svartbotnóttur hrútur.

Það var svo vaninn stærsti hrúturinn undan henni undir Moldavíu.

 

 


Perla með lömbin sín undan Alla sæðingarstöðvarhrút hún bar 1 maí.

 


Doppa með mógolsuflekkótta gimbur og mórauðan hrút undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 


Botna hans Sigga með hrút undan Gimstein sæðingarstöðvarhrút.

 


Embla með hrút og gimbur undan Gimla sæðingarstöðvarhrút.

 


Spyrna með lömbin sín undan Þór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hrísla gemlingur með hrútinn sinn undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 


Gurra var sónuð með eitt og það var beðið eftir að hún myndi bera og tilbúið lamb til að venja undir hana

en hún heldur betur blekkti okkur þegar hún var svo með tvö og búið að venja undir hana þriðja lambið he he svo hún 

endaði með að fara með þrjú á fjall.

 


Gimbrin hennar Gurru svo falleg hún er undan Byl .

 


Gimbrin hennar Rúsínu og Byl mjög sérstök á litinn.

 


Þota hans Kristins með lömb undan Baldri sæðingarstöðvarhrút.

 


Vaíana með hrútinn sinn undan Gimstein og Embla dóttir mín tók þessar myndir þess vegna vantar aðeins að hún nái 

heildarmyndinni af þeim he he.

 


Brá með með hrút undan Þór sæðingarhrút og fóstrar þrílembing undan Gimstein og Von.

 


Hrúturinn hennar undan Þór.

 


Undan Gimstein og Von þrílembings hrútur.

 


Flottir gránar undan Gránu hans Sigga og Ingiberg.

 


Blesa með lömbin sín undan Bassa.

 


Bylgja er með gimbur undan Óðinn og svo þessi sem er með svartan blett á fætinum er vanið undir hana frá Randalín

og er undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

 


Óskadís með mórana sína undan Blossa.

 


Móna Lísa með hrútana sína undan Byl.

 


Panda með gráa gimbur og flekkóttan hrút undan Kóng frá Bergi.

 


Píla með lömbin sín undan Óðinn.

 


Randalin var þrílembd með tvær gimbrar og einn hrút undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

lambhrúturinn hennar var fyrir því óláni að fótbrjóta sig fyrir neðan hné og Siggi og Kristinn gerðu að því og settu á hann spelku sem

hann verður með í rúmlega 3 vikur.

 


Skvetta hans Sigga var sónuð með 2 en kom með 3 undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Embla að veita fæðingarhjálp hjá Tertu.

 


Hér er hún búnað sækja seinna lambið og er að spreyja joð á naflastrenginn.

 


Emil og Kristinn að klaufsnyrta.

 


Þessi hrútur er undan Gyðu Sól og Klaka og er ofboðslega fallegur og þykkur.

 


Svona var morguninn 15 maí ekki spennandi að vita af lömbunum sem voru alveg komin út en sem betur fer bráðnaði þetta fljótt.

 


Það þurfti nokkrum sinnum yfir maí mánuðinn að reka inn í hlöðu vegna veðurs bæði snjókomu og út af mikilli rigningu og kulda.

Hér er Ronja ofan á Hrafney sem lét lambinu sínu en það fór allt einu að leka frá henni og júgrið var farið að minnka undir henni mjög leiðinlegt.

 


Gaman hjá stelpunum að halda á litríku lömbunum.

 


Ronja og Freyja.

 


Embla með fallega gimbur.

 


Þyrnirós gemlingur með gimbur undan Ás.

 


Hér er Slydda hans Sigga með þrílembingana sína undan Kóng.

 


Hér er búið að reka inn Botnu hans Sigga og Brá til að taka sýni úr lömbunum sem eru undan Gimstein.


Hér er Siggi að taka sýni úr Gimstein lömbunum hjá Botnu og Ósk.

 


Viktoría með lömbin sín undan Blossa.

 


Stuð hjá krökkunum að vera í kerrunni.

 


Smá litadýrð.

 


Rúsína með lömbin sín undan Byl.

 


Gurra  með lömbin sín undan Byl og fóstrar eitt fyrir Sigga.

 


Lóa með gráa gimbur og flekkóttan hrút undan Glúm hans Gumma Óla.

 


Hildur gemlingur með lömbin sín undan Bibba.

 


Erika,Embla og Freyja með lömb. Þær eru svo duglegar í fjárhúsunum.

 


Margir litir.

 


Embla elskar þessa gimbur undan Álfadís hans Kristins og er búnað leggja inn pöntun um skipti við hann í haust.

 


Lömbin eru svo spök hjá stelpunum.

 


Krúttlegar systur undan Margréti gemling.

 


Rósa með hrútinn sinn sem ullar bara á mig he he.

 


Falleg systkini undan Mávahlíð og Glúm.

 


Þessar systur eru þrílembingar undan Melkorku og Blossa.

 


Freyja Naómí með Snót og Möggulóu.

 


Maggalóa er svo æðisleg kind og elskar börnin og þau elska hana.

 


Benóný með Doppu sína sem er upphalds hænan hans.

 


Kóróna með lömbin sín undan Klaka.

 


Þrílembingar undan Snædrottningu og Glúm hans Gumma Óla Ólafsvík.

Einn var vaninn undir Möggulóu en hún mjólkaði ekki alveg er eitthvað lúin svo hann var tekinn af henni 

og vaninn undir kind hjá Sigga.

 


Skotta með hrútinn sinn undan Kóng hún var með tvo en annar dó í fæðingu eða rétt fyrir fæðingu.

 


Epal með hrútana sína undan Blossa.

 


Einstök með hrút og gimbur undan Óðinn.

 


Kaka með tvo hrúta undan Reyk hans Sigga.

 


Klara með hrút og gimbur undan Bassa.

 


Dísa með lömbin sín undan Bassa. Var með þrjú og einn hrútur var vaninn undir Dúllu.

 


Hrafntinna hennar Jóhönnu með hrút og gimbur undan Óðinn.

 


Panda með lömbin sín undan Kóng frá Bergi.

 


Kolfinna með tvær gimbrar undan Klaka.

 


Dorrit hans Kristins með hrút og gimbur undan Óðinn.

 


Terta með tvo hrúta undan Kóng frá Bergi.

 


Álfadís sú hvita er frá Kristinn og er með tvær gimbrar undan Kóng frá Bergi.

 


Gjöf með hrút og gimbur undan Diskó.

 


Blóma gemlingur frá Kristinn með hrút undan Byl.

 


Álfadrottning frá Kristinn með hrút og gimbur undan Glúm hans Gumma Óla Ólafsvík.

 


Mávahlíð með hrút og gimbur undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Rósa með hvíta gimbur og flekkóttan hrút undan Ás.

 


Margrét gemlingur með gimbrarnar sínar undan Tígul þær eru móflekkóttar.

 


Snúra gemlingur með gimbur undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Hríma með hrútana sína undan Byl.

 


Þær eru glaðar að komast í græna grasið fremst uppi er Hríma svo kemur Snúra,Spöng og Ófeig.


Þessi gimbur er alveg rosalega falleg hún er undan Fjöru gemling og Baldri sæðingarstöðvarhrút.

 


Freyja með ulla sinn eins og hún kallar hann en það er eins og hann sé með of stóra tungu er alltaf ullandi he he.

 


Við skiptum á spelkunni hjá Bláman undan Randalín 26 maí.

 


Fallegir þrílembingar frá Sigga.

 


Snædrottning með hrútana sína undan Glúm.

 


Branda átti tvær gimbrar svarta og gráa en var fyrir því óláni að sú svarta 

festist í grindunum og hún hefur lagst ofan á hana. Þessar lambær voru settar út 30 maí

og er núna bara 3 gemlingar inni og það er pottþétt lamb í tveim sem eiga tal 4 til 6 júní en svo

er ein sennilega ekki með lambi eða hefur látið því það hafa stækkað spenanir hennar en júgrið er of lítið.

Við allavega höldum henni inni með hinum þangað til þær bera.

 

Annars gekk sauðburður bara mjög vel og vaktirnar vel skipulagðar hjá okkur öllum svo allir náðu að hvíla sig eitthvað.

Við misstum tvö lömb eitt hjá Bröndu og eitt hjá Skottu sem drapst rétt fyrir fæðingu held ég. Jóhanna missti svo eitt hjá Snúllu

sem fæddist svona kram lamb og lifði bara í klukkutíma. Moldavía kom með eitt dautt fóstur og tvær létu lömbunum Fía Sól rétt eftir 

seinni sprautu og svo Hrafney rétt eftir að hún átti að bera og þá vorum við búnað spotta að það var grunsamlega lítið undir henni.

Við fengum eitt auka lamb frá talningu hjá Gurru. Siggi fékk 4 þrílembdar í viðbót sem áttu að vera með 2 svo hann kom vel út í plús svo

hann er með 7 ær þrílembdar í heildina. Ein þrílemba hjá honum drapst eftir seinni sprautuna veiktist eitthvað og svo kom einn þrílembingur úldið

fóstur en annars held ég að hann hafi ekki misst neitt lamb fyrir utan þetta.

 

Ég náði ekki að taka mynd af öllum kindum og lömbum en læt þetta stóra blogg duga í bili og tek svo fleiri myndir í sumar af lömbunum sem ég sé.

Við fengum 65 hrúta eins og komið er og 60 gimbrar og inn í þeirri tölu er líka frá Kristni og Jóhönnu og okkur.

 

Þetta vor byrjaði mjög vel fyrst í maí en svo fór að kólna og rigna út í eitt og nokkrir góðir dagar inn á milli þess vegna þurfti að reka oft inn úr girðingunni og leyfa þeim að vera inn í hlöðu meðan veðrið gekk yfir en svo er allt að verða bjartara núna með veðrið og loksins farið að hlýna hjá okkur og minni

rigning svo nú má sumarið fara láta sjá sig og seinsustu ærnar að skjóta þessu úr sér. Benóný Ísak sonur okkar fermdist svo á Hvítasunnu 28 maí svo það

var allt í gangi hjá okkur en ég mun svo fljótlega henda inn fermingarbloggi.

 

Bestu kveðjur Dísa

 

 

 

01.05.2023 11:47

Sauðburður fer rólega af stað.


Hópur af flottum vinnukonum komu með í fjárhúsin í gær 30 apríl.

Embla og Freyja og vinkonur þeirra.

 


Drottning hans Sigga bar í gær 30 apríl fallegum lömbum undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút og það eru hrútur og gimbur.

 


Budda hans Sigga bar líka í gær hrút og gimbur undan Bibba.

 


Hér sjást lömbin hennar Kommu betur en það er hrútur og gimbur undan Prímusi.

 


Þessi fallega gimbur undan Ösp gemling fæddist svo í morgun 1 maí og er undan Svöður sæðingarstöðvarhrút.

 


Benóný Ísak að knúsa lambið hennar Kommu.

 


Stelpurnar að knúsa Diskó úti í girðingu.

 


Hér eru þeir félagarnir Prímus og Diskó.

 


Embla og Erika að klappa Bolta úti.

 


Hér er Bassi Boltasonur.

 


Freyja að klappa Óðinn.

 


Hér er svo Ingibergur kallaður Bibbi.

 


Búið að gera burðarstíurnar klárar.

 


Ég stakk upp á að við keyptum svona vagn undir nauðsynlegustu hlutina svo ekki þurft alltaf að fara með fullar

hendur eða hlaupa fram og til baka til að ná í slím,hanska,vír,joð og allt sem tengist burðar hjálpinni og Kristinn

var svo góður að kaupa hann í rúmfatalagernum fyrir okkur. Ég  held að hann eigi eftir að koma sér vel fyrir okkur svo

er hann mjög léttur þannig maður lyftir honum bara upp í jötu og keyrir hann með sér. Ég er allavega mjög spennt

fyrir að fara nota hann og sjá hvernig hann reynist okkur.

  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar