Jæja það er auðvitað búið að vera allt á haus þennan mánuðinn og ég ætla núna að gefa mér tíma í að fara rifja upp sauðburðinn og skella því hér inn smátt og smátt.
2 maí bar Ósk þrílembingum undan Gimstein og það var ein gimbur og tveir hrútar og við náðum að venja einn hrút undan henni. Við áttum svo til sýni og tókum sýni úr þeim lömbum fljótlega og sendum svo í greiningu svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út út því. Við fengum alls 4 lömb undan Gimstein og Siggi fékk eitt.
|
Hér er Ósk með Gimsteinana sína mjög jöfn og falleg lömb.
|
Vagninn orðinn klár með öllu sem nauðsynlegt er að hafa klárt á sauðburði.
|
Hér eru fyrstu ærnar að fara út í tún og hér er Ljúfa með lömbin sín undan Bibba.
|
Þyrnirós gemlingur með risa stóra gimbur undan Ás.
|
Ronja Rós með lambið hjá Ljúfu.
|
Freyja með vinkonur sínar Heklu og Birtu að skoða lömbin.
|
Mugga hans Sigga með þrílembingana sína undan Bassa svo fallegt hvað þau eru samrýmd.
|
|
Ég hef haft það markmið að hafa alltaf undan að þvo en svo safnast það saman sem hægt er að grípa í og brjóta saman þegar álags tíminn er mikill.
Því þvotturinn á stóru heimili stoppar ekki heldur eykst með fjárhúsaferðunum.
|
Embla var fljót að spekja lömbin undan Ljúfu og Perlu.
|
Melkorka með þrílembingana sína undan Blossa móbotnótt gimbur og svartgolsótt gimbur og svartbotnóttur hrútur.
Það var svo vaninn stærsti hrúturinn undan henni undir Moldavíu.
|
|
Perla með lömbin sín undan Alla sæðingarstöðvarhrút hún bar 1 maí.
|
Doppa með mógolsuflekkótta gimbur og mórauðan hrút undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.
|
Botna hans Sigga með hrút undan Gimstein sæðingarstöðvarhrút.
|
Embla með hrút og gimbur undan Gimla sæðingarstöðvarhrút.
|
Spyrna með lömbin sín undan Þór sæðingarstöðvarhrút.
|
Hrísla gemlingur með hrútinn sinn undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.
|
Gurra var sónuð með eitt og það var beðið eftir að hún myndi bera og tilbúið lamb til að venja undir hana
en hún heldur betur blekkti okkur þegar hún var svo með tvö og búið að venja undir hana þriðja lambið he he svo hún
endaði með að fara með þrjú á fjall.
|
Gimbrin hennar Gurru svo falleg hún er undan Byl .
|
Gimbrin hennar Rúsínu og Byl mjög sérstök á litinn.
|
Þota hans Kristins með lömb undan Baldri sæðingarstöðvarhrút.
|
Vaíana með hrútinn sinn undan Gimstein og Embla dóttir mín tók þessar myndir þess vegna vantar aðeins að hún nái
heildarmyndinni af þeim he he.
|
Brá með með hrút undan Þór sæðingarhrút og fóstrar þrílembing undan Gimstein og Von.
|
Hrúturinn hennar undan Þór.
|
Undan Gimstein og Von þrílembings hrútur.
|
Flottir gránar undan Gránu hans Sigga og Ingiberg.
|
Blesa með lömbin sín undan Bassa.
|
Bylgja er með gimbur undan Óðinn og svo þessi sem er með svartan blett á fætinum er vanið undir hana frá Randalín
og er undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.
|
Óskadís með mórana sína undan Blossa.
|
Móna Lísa með hrútana sína undan Byl.
|
Panda með gráa gimbur og flekkóttan hrút undan Kóng frá Bergi.
|
Píla með lömbin sín undan Óðinn.
|
Randalin var þrílembd með tvær gimbrar og einn hrút undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.
lambhrúturinn hennar var fyrir því óláni að fótbrjóta sig fyrir neðan hné og Siggi og Kristinn gerðu að því og settu á hann spelku sem
hann verður með í rúmlega 3 vikur.
|
Skvetta hans Sigga var sónuð með 2 en kom með 3 undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.
|
Embla að veita fæðingarhjálp hjá Tertu.
|
Hér er hún búnað sækja seinna lambið og er að spreyja joð á naflastrenginn.
|
Emil og Kristinn að klaufsnyrta.
|
Þessi hrútur er undan Gyðu Sól og Klaka og er ofboðslega fallegur og þykkur.
|
Svona var morguninn 15 maí ekki spennandi að vita af lömbunum sem voru alveg komin út en sem betur fer bráðnaði þetta fljótt.
|
Það þurfti nokkrum sinnum yfir maí mánuðinn að reka inn í hlöðu vegna veðurs bæði snjókomu og út af mikilli rigningu og kulda.
Hér er Ronja ofan á Hrafney sem lét lambinu sínu en það fór allt einu að leka frá henni og júgrið var farið að minnka undir henni mjög leiðinlegt.
|
Gaman hjá stelpunum að halda á litríku lömbunum. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Ronja og Freyja.
|
Embla með fallega gimbur. |
|
Þyrnirós gemlingur með gimbur undan Ás.
|
Hér er Slydda hans Sigga með þrílembingana sína undan Kóng.
|
Hér er búið að reka inn Botnu hans Sigga og Brá til að taka sýni úr lömbunum sem eru undan Gimstein.
|
Hér er Siggi að taka sýni úr Gimstein lömbunum hjá Botnu og Ósk.
|
Viktoría með lömbin sín undan Blossa.
|
|
|
Stuð hjá krökkunum að vera í kerrunni.
|
Smá litadýrð.
|
Rúsína með lömbin sín undan Byl.
|
Gurra með lömbin sín undan Byl og fóstrar eitt fyrir Sigga.
|
Lóa með gráa gimbur og flekkóttan hrút undan Glúm hans Gumma Óla.
|
Hildur gemlingur með lömbin sín undan Bibba.
|
Erika,Embla og Freyja með lömb. Þær eru svo duglegar í fjárhúsunum.
|
Margir litir.
|
Embla elskar þessa gimbur undan Álfadís hans Kristins og er búnað leggja inn pöntun um skipti við hann í haust.
|
Lömbin eru svo spök hjá stelpunum.
|
Krúttlegar systur undan Margréti gemling.
|
Rósa með hrútinn sinn sem ullar bara á mig he he.
|
Falleg systkini undan Mávahlíð og Glúm.
|
Þessar systur eru þrílembingar undan Melkorku og Blossa.
|
Freyja Naómí með Snót og Möggulóu.
|
Maggalóa er svo æðisleg kind og elskar börnin og þau elska hana.
|
Benóný með Doppu sína sem er upphalds hænan hans.
|
Kóróna með lömbin sín undan Klaka.
|
Þrílembingar undan Snædrottningu og Glúm hans Gumma Óla Ólafsvík.
Einn var vaninn undir Möggulóu en hún mjólkaði ekki alveg er eitthvað lúin svo hann var tekinn af henni
og vaninn undir kind hjá Sigga.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skotta með hrútinn sinn undan Kóng hún var með tvo en annar dó í fæðingu eða rétt fyrir fæðingu.
|
Epal með hrútana sína undan Blossa.
|
Einstök með hrút og gimbur undan Óðinn.
|
Kaka með tvo hrúta undan Reyk hans Sigga.
|
Klara með hrút og gimbur undan Bassa.
|
Dísa með lömbin sín undan Bassa. Var með þrjú og einn hrútur var vaninn undir Dúllu.
|
Hrafntinna hennar Jóhönnu með hrút og gimbur undan Óðinn.
|
Panda með lömbin sín undan Kóng frá Bergi.
|
Kolfinna með tvær gimbrar undan Klaka.
|
Dorrit hans Kristins með hrút og gimbur undan Óðinn.
|
Terta með tvo hrúta undan Kóng frá Bergi.
|
Álfadís sú hvita er frá Kristinn og er með tvær gimbrar undan Kóng frá Bergi.
|
Gjöf með hrút og gimbur undan Diskó.
|
Blóma gemlingur frá Kristinn með hrút undan Byl.
|
Álfadrottning frá Kristinn með hrút og gimbur undan Glúm hans Gumma Óla Ólafsvík.
|
Mávahlíð með hrút og gimbur undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.
|
Rósa með hvíta gimbur og flekkóttan hrút undan Ás.
|
Margrét gemlingur með gimbrarnar sínar undan Tígul þær eru móflekkóttar.
| | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | |