Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2023 Október23.10.2023 23:03Héraðssýning lambhrúta 2023Héraðssýning lambhrúta fór fram núna síðast liðinn laugardag 21 okt á Hjarðarfelli og hófst kl hálf 2 og stóð til klukkan hálf 6. Það voru mættir um 50 manns og 56 hrútar í heildina. Það var ljúffeng súpa og brauð ásamt kaffi og kleinum og ástarpungum í boði í hléinu sem þeir sem héldu sýninguna sáu um. Það kostaði 1500 kr og frítt fyrir börn. Jón Viðar og Lárus Birgisson voru dómarar á sýningunni og Guðbjartur á Hjarðarfelli setti sýninguna á stað og stýrði henni.
18.10.2023 20:16Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2023Viðbót: Á sýningunni verða veitt verðlaun fyrir besta hrútinn með ARR arfgerð. Eigendur ráða því hvort þeir fara fyrst með þessa hrúta í einhvern hinna flokkanna eða eingöngu í ARR flokkinn sem verður tekinn síðast.
18.10.2023 15:52Sláturmat og fleira sept/oktJæja ég er búnað vera allt of lengi að koma þessu hér inn en ég byrjaði að vinna á leikskólanum í október eftir alla törnina með smölun,líflambasölu og allt sem því fylgir og því var ég ekki búnað gefa mér tíma í að setja hér inn fyrr en núna.
Við sendum 49 lömb í sláturhús
18,22 kg 10,51 gerð 6,55 fita Þetta var svona restin af því sem ekki var selt og svo fór þetta leiðinlega seint í sláturhús og við vorum orðin stressuð á að lömbin væru farin að leggja af enda búnað vera í girðingunni síðan það var smalað og svo fór það í sláturhús 02,okt. Við vorum bara mjög sátt við útkomuna miðað við hvað þau fóru seint og hversu mikið var búið að selja. Við seldum 50 lömb lifandi. 5 lambhrútar eru settir á. 18 gimbrar verða settar á.
18.10.2023 14:03Ronja Rós 4 ára 27 septElsku Ronja Rós okkar varð 4 ára 27 september. Hún er mjög lífsglöð,ákveðin og mikill prakkari og alveg einstaklega skýr og fljót til. Er mikil listamaður og skrifar nafnið sitt alveg sjálf og teiknar mjög vel og málar. Er mikill dundari og elskar að leika sér í allskonar hlutverkja leikjum og föndra. Hleypur sjálf yfir götuna í heimsókn til Jóhönnu frænku sinnar og passar sig að kíkja vel til beggja hliða svo elskar hún að fá að fara í heimsókn til ömmu Huldu og kíkja í sveitina til ömmu Freyju og afa Bóa. Besti matur er skinka hún elskar skinku og harðfisk með miklu smjöri og ristað brauð með súkkulaði og svo má auðvitað líka borða súkkulaðið beint upp úr krukkunni það finnst henni mjög gott he he.
Flettingar í dag: 121 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188310 Samtals gestir: 69632 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is