Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2024 Ágúst

28.08.2024 11:34

28 ágúst rúntur

Ég rakst á nýjar kindur í dag sem ég hef ekki séð það voru Gurra,Perla dóttir Gurru og svo Sól sem er undan Gurru líka og svo kollótt frá Jóhönnu hún Snúlla.

Þær voru upp í Fögruhlíð fyrir ofan Rauðskriðumel. Svo var ég að rúnta gamla veginn fyrir ofan Mávahlíð og sá að þar var hópur á leið inn fyrir Höfða fyrir neðan veginn og þær hafa tekið á rás því 

Snorri Rabba var með hundana sína niður á Hellu örugglega að leita af mink og ég var svo heppin að þær runnu allar í áttina að mér svo ég lagði bílnum og sökk af stað niður fyrir veg og náði myndum af  þeim þegar þær voru komnar inn eftir.

 

Hér er Perla 20-016 með gimbrina sína undan Klaka 22-005

 


Hér er hin gimbrin á móti.

 


Hér er svo Perla með báðar gimbrarnar sínar mjög fallegar þær eru fæddar þrílembingar.

 


Hér er Snúlla 17-101 frá Jóhönnu með hrútana sína undan Prímusi 21-005.

 


Þeir virka mjög stórir og fallegir. Þeir eru báðir með gula fána.

 


Hér er Gurra 17-016 með lömbin sín en eitthvað hefur nú skeð fyrir þennan hrút hjá henni annað hvort hefur hann villst undan henni eða eitthvað er að júgranu hjá henni því gimbrin er alveg stór og falleg og hún er með gulan fána og  H 154 ljósgrænan fána en hann alger kettlingur en hann er með gulan og grænan fána R 171.  Lömbin hennar eru þrílembingar fæddir en ganga tvö undir og eru undan Boga 23-637. 

 


Hér er Spyrna 21-019 með gimbrar undan Vind 23-004 önnur gimbrin sú hvíta er með gulan fána og H 154 ljósgrænan.

en sú gráa er með tvo gula fána.

 


Hér sjást þær betur.

 


Hér er mjög þétt og falleg gimbur sem gengur undir Sól 23-008 gemling og er undan Díönu 22-019 og Úlla 22-914 sæðingarstöðvarhrút og hún er með ljósgrænan fána C 151 og gulan fána.

 


Hún virkar mjög stór og hefur Sól mjólkað henni vel en Díana fékk júgurbólgu í vor og gimbrin var tekin undan henni og Sól missti lambið sitt í fæðingu.

 


hér er Sól og gimbrin.

 


Hér er Álfadís hans Kristins með hrútana sína undan Bjarka 23-922 sæðingarstöðvarhrút.

Annar þeirra er með gulan og grænan fána R171 en hinn er bara með gulan fána.

 


Hér er Díana 22-019 með hrútinn sinn undan Úlla 22-914 og hann er með gulan fána og ljósgrænan C 151.

 


Hér er Branda 22-012 með lömbin sín undan Grím 23-443 þau eru bæði með gula fána.

 


Hér er hrúturinn.

 


Hér er gimbrin.

 


Hér er hrútur undan Gurru 17-016 og Boga 23-637 sem gengur undir Ófeig 22-016 hann er með gulan og grænan fána R 171.

 


Rakst svo á hana Epal 20-014  hún er með gimbrar undan Boga 23-637 og önnur þeirra er með gulan og ljósgrænan fána H 154.

Hún átti svo að vera með hrút undan Birtu líka sem var vanin undir hana því Birta dó á sauðburði en ég sá hann ekki með henni svo það er spurning hvort hann hafi villst undan eða drepist. 

 

27.08.2024 12:17

Göngutúr og kindur 27 ágúst.

Ég þurfti að fara inn í Grundafjörð í morgun og var þá litið upp í hlíð og sá þar Mónu Lísu sem ég hef ekki séð í allt sumar og ég er mjög spennt að sjá hvernig hrúturinn hennar er svo ég ákvað í bakaleiðinni að keyra upp gamla veginn í Búlandshöfðanum og leggja bílunum og læðast upp að henni og sá svo að Lóa var þar líka með lömbin sín. Þetta gekk svo ljómandi vel og ég náði að taka mynd af lömbunum og fékk meira segja Lóu til að koma til mín og fá klapp og klór hún er alveg yndislegur karekter er alls ekki allra og gerir upp á milli hver má klappa henni og svo getur hún átt þetta til og komið til mín úti alveg yndisleg.

 


Hér er Lóa 18-012 með lömbin sín undan Grím 23-443.

 


Mjög falleg lömb hjá henni.

 


Hér er Móna Lísa 14-008.

 


Hún var tvílembd í vor en annað lambið hennar dó í burði og hún fóstrar þessa gimbur sem er þrílembingur undan Einstök og Jór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er svo fallegi hrúturinn hennar sem ég var svo spennt að sjá hann er undan Anga sæðingarstöðvarhrút og er með hlutlausan fána gulan.

 


Ég er mjög hrifin af honum og hlakka til að sjá hvernig hann stigast.

 


Hér er betri mynd af gimbrinni hennar Lóu.

 


Hér er svo hrúturinn á hlið.

 


Voru svo mikið að spá í mér þannig að það auðveldaði mér að taka fleiri myndir af þeim.

 


Hér kemur svo ein sjálfsmynd af okkur Lóu he he.

23.08.2024 13:00

Rúntur 21 ágúst


Þessi kind er frá Gumma Óla Ólafsvík og er með þrílembinga og tveir eru kollóttir það er örugglega undan ARR hrútunum hans Óla Ólafsvík.

 


Hér er hinn hrúturinn sem er líka undir henni.

 


Hér er falleg kind frá Gumma Óla Ólafsvík með mjög falleg lömb.

Ég er alveg svakalega hrifin af gimbrinni.

 


Brá á þennan hvíta hrút og hann er með C 151 svo fóstrar hún þennan svartbotnótta og hann er hlutlaus með gulan fána.

 


Hér er Lára 22-017.

 


Hér er gimbur undan henni hún er með C 151.

 


Hér er hin gimbrin á móti hún er líka með C 151.

 


Hér er Kaka 21-014 með hrút undan Svala.

 


Hér er gimbrin á móti.

 


Hér er gimbur undan Dúllu og Byl hún er H154 og hún fóstrar hrút undan Elísu og hann er líka með H 154.

Dúlla var sónuð með 1 og það var vanið undir hana og svo kom hún með tvö og seinna lambið hennar var tekið og sett undir aðra kind.

 


Hér er Blesa með hrút og gimbur undan Svala þau eru hlutlaus með gulan fána.

 


Hér eru tvær gimbrar undan Hrafntinnu og Svala og þessi snjóhvíta er með H 154.

 


Þrá 23-006 með gimbur undan Diskó. Hún er hlutlaus með gulan fána.

 


Hér er gimbur undan Ósk og Friskó og hún er með R 171 hún var þrílembd og öll lömbin hennar eru R 171.

 


Hér er hrúturinn á móti gimbrinni.

 


Hér er betri mynd af gimbrinni hún er alveg svakalega falleg á litinn.

 


Hér er Skotta með gimbrarnar sínar undan Mósa hans Óla Ólafsvík og þær eru báðar hlutlausar með gulan fána.

 


Hér er smá hópmynd af þeim, Hrafntinna með gimbrarnar sínar og svo Ósk með hrútinn sinn sem stendur upp á stein.

21.08.2024 13:46

Rúntur í júlí og ágúst


Hér er Einstök með lömbin sín undan Jór 28 júlí.

Þau eru með R 171

 


Gimbrin hennar mjög falleg.

 


Hrúturinn líka hvítur og fallegur.

 


Þessi hrútur er undan Rúmbu og er hlutlaus með gulan fána.

 


Freyja að tala við Einstök. Þessar myndir voru teknar í júlí.

 

Þessi mynd var tekin núna í ágúst og þetta er Bót hans Sigga með gimbur undan Reyk þessa svörtu og svo fóstrar hún lamb undan Drottningu og Boga sem er ARR hrútur frá 

Óla Ólafsvík.

 


Hér er Vigdís með gimbrarnar sínar undan Vestra önnur gimbrin er með H151.

 


Hér er Botnía hans Sigga með hrút og gimbur undan Byl.

 


Tvær gimbrar frá Sigga undan Kolbrúnu og Byl.

 


Þessi mynd var tekin 2 ágúst af Álfadrottningu hún er með gimbrar undan Byl og þær eru með N 138.

Ég fer svo að vera duglegri núna að taka rúnt og taka myndir og setja inn enda spennandi og skemmtilegur tími núna til að mynda lömbin.

03.08.2024 19:53

Heyskapur í Kötluholti

Heyskapur hófst aftur núna á föstudag þá var slegið í Kötluholti og Tungu og það er stefnt að því að klára að heyja um verslunarmannahelgina sem er núna

Það var svo byrjað að rúlla núna á laugardag og það var allt í góðu fyrst  og mjög gott veður og brakandi þurrkur en það var búið að vera frekar blaut túnin því það er

búið að rigna svo mikið síðast liðna daga. En aftur að heyskap þá gekk vel fyrst eins og ég sagði en svo fór að blása og gerði miklar rokur svo við ákváðum að stoppa og kíkja aftur á það

eftir kvöldmat.

 


Hér eru Kristinn og Emil að slá inn í Kötluholti.

 


Ég labbaði með Ronju og Freyju upp á Hofatjörn í dag fyrir ofan Kötluholt og Ronja fann þessa flottu fjöður.

 


Hér er Freyja að veiða síli í tjörninni en ég fór að finna betra skjól það var svo hvasst þarna upp frá.

 


Hér erum við komnar í skjól og fengum okkur nesti.

 


Hér er svo Emil að fara rúlla inn í Kötluholti.

 


Það var farið heim í mat og svo kíkt aftur og þá var ekki eins mikið rok og gekk vel að raka saman og rúlla.

 


Fór svo smá kindarúnt á leiðinni heim og Freyja hitti Einstök og hún kom til hennar til að fá klapp er svo gjæf og góð kind.
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar