Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2024 September

20.09.2024 07:45

Smalað upp á Fróðarheiði og að Geirakoti

Fengum smá æfingu á fimmtudaginn þegar við fórum að smala með Kristinn með því að hitta hann í jakkafötunum upp að Valavatni þar sem hann var að koma úr beint úr Reykjavík af fundi og Helga var mætt með göngufötin fyrir hann svo hægt væri að skella sér af stað sem fyrst. Gummi Óla og Óli Helgi voru búnað vera smala niðri í Geirakoti og i kring á meðan þeir voru að bíða eftir okkur og Maggi frændi Gumma var líka mættur að hjálpa þeim hann kemur alltaf á hverju ári til að hjálpa Gumma. Stelpurnar mínar komu spenntar heim úr skólanum og tilbúnar í að fara smala.

 


Freyja var með mér og Kristinn og svo fóru Embla og Erika á eftir kindum sem við sáum og þær eltu þær niður

það versta var að þær gleymdu báðar símanum svo ekki var hægt að ná á þær.

 


Hér útsýnið að Ólafsvík.

 


Hér sést að Kristinn er að fara upp fyrir kindurnar ef vel er að gáð.

 


Hér er Magnús Óskarsson með hundinn sinn að koma tveim lömbum niður.

 

Hér eru þær svo komnar inn í aðhaldið sem er við Fróðá. Það varð smá eltingarleikur hjá Kristinn því ein tók upp á því að hlaupa 

fram að Geirakoti en hann náði að komast fyrir hana og reka hana niður svo voru þær frekar óþekkar þegar þær komu niður og fóru inn í

girðingu hjá Freyju og Bóa og svo inn í hestagriðinguna og hestarnir voru í svo miklum leik að þeir eltu kindurnar út um allt en svo fór þetta

 allt vel að lokum og við náðum öllu inn. Ég held þetta hafi verið milli 25 til 30 stykki í heildina og var bæði frá Friðgeiri á Knerri og Óla Ólafsvík.

Friðgeir tók sínar upp á kerru og svo tóku þeir Óla kindur frá og Gummi og þeir ráku þær inn í Bug.

18.09.2024 22:47

Rúntur 18 sept

Fórum rúnt í dag og sáum eina nýja frá Sigga sem er þrjú og svo vorum við aðeins að tékka hvar kindurnar væru staddar og það voru heil margar komnar niður á engjarnar fyrir neðan Svartbakafellið.

Og mjög margar eru upp á Sneið og þar fyrir ofan en sáum ekki neitt í Svartbakafellinu okkar megin.

 


Hér er held ég Budda 21-108 frá Sigga með þrílembingana sína undan Boga hans Óla.

 


Hér sést hrúturinn betur.

 


Gimbrarnar eru báðar svona bíldóttar.

 


Hér er hin hún er aðeins öðruvísi í framan.

 


Hér er Randalín 18-016 með tvo hrúta undan Klaka þeir eru þrílembingar.

 


Hrúturinn hennar sá stærri.

 


Hér er Ósk 18-008 er með þrílembings gimbrar en tvær ganga undir og eru þær allar þrjár með grænan fána R 171 þær eru undan Friskó 23-005 frá okkur.

 


Hér sjást kindurnar fyrir neðan Svartbakafellið. 

 

Það verður svo smalað hjá okkur um helgina.

16.09.2024 17:54

Rúntur 12 til 14 sept


Hér er hrútur undan Hildi 22-013 og Byl 22-003

 


Hér er Hildur og hún er með hinn hrútinn á móti. Þeir eru báðir með H 154

 


Hér er Álfey hún var með tvö lömb og annað þeirra drapst á sauðburði og hitt hefur drapst snemma í sumar

þetta svartbotnótta sem er með henni er gimbur undan Bessu 23-024 en Bessa drapst snemma í sumar .

Svo þessi gimbur hefur bara fylgt Álfey og þessi gimbur er með H154 og er undan Boga hans Óla Ólafsvík.

 


Týra 23-022 var tvílembd og gengur með eitt undir sér.

 


Hér er hrúturinn hennar og hann er undan Svala 23-001 og hann er með N 138 ljósbláan.

 


Hér er Díana með hrútinn sinn undan Úlla hann er með C 151 ljósgrænan fána.

 


Þessi hrútur er undan Fjöru 22-021 og Boga hans Óla og hann er með ljósbláan N 138 og ljósgrænan H 154.

 


Hér er Þíða hans Sigga með tvær gimbrar undan Byl 22-003 þær eru þrílembingar og ganga tvær undir.

 


Þær eru mjög glæsilegar gimbrarnar hennar Þíðu.

 


Hér er 22-201 Breiðleit frá Sigga ef ég hef lesið númerið rétt og hún er með gimbrar undan Byl .

 


Hér er önnur gimbrin betri mynd þær eru mjög fallegar.

 


Hér er gimbur undan Vigdísi 21-024 og Vestra 23-002 hún er með H 154 ljósgrænan.

 


Þetta er gimbur undan Agúrku þessi flekkótta og hún gengur undir Breddu 22-202 og sú hvíta er undan 

henni og Jór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér sjást þær upp á hól ég var að reyna ná góðum myndum af þeim.

 


Hér er svartur hrútur undan Þotu 21-106 Byl.

 


Hér er Þota með hrútana sína sem virka mjög vænir og fallegir.

 


Vigdís með gimbrarnar sínar undan Vestra.

 


Þær stylltu sér vel upp fyrir mig hér er Breiðleit með gimbrina sína.

 


Draumadís 23-011 með hrútinn sinn undan Vind 23-004

 


Hér sést hann betur var akkúrat að jórtra þegar ég tók myndina he he.

 


Hér er hinn á móti mjög flottir tvílembingar undan gemling.

 


Hér er sá svartbotnótti aftur.

 


Bylur 22-003 Kvaddi um daginn hann var með N 138 og H 154.

Vestri veturgamall kvaddi líka hann fannst afvelta inn í Kötluholti 

Þeir kvöddu báðir í seinustu viku. Bylur var búnað vera mikið notaður og stóð til að skipta honum út en Vestri var með C 151 og var lítið notaður 

því hann var erfiður í gang á fengitímanum svo það er ekki til nema 3 lömb undan honum.

 


Lalli kláraði að dæla út á föstudaginn og Emil fór og þreif fjárhúsin með öflugu dælunni hans Lalla sem Lalli var svo almennilegur að lána Emil hana svo hann væri fljótur að þrífa.

Kristinn er hér að negla niður grindurnar með mér og Jóhanna var að fylgjast með að við værum að gera þetta rétt og tók þessa fínu mynd fyrir mig.

 


Jóhanna tók mynd af mér líka hér vorum við búnað skipta út þremur grindum sem voru orðnar lélegar og erum að klára

að negla þær niður. Siggi var búnað setja upp réttina og gera hana klára og ganga með girðingunni og svo þegar við vorum búin hér fór Kristinn

að hjálpa Sigga að kíkja meira á girðinguna. Ég fór svo í dag og kláraði að þrífa seinustu króna sem var eftir og ganga lauslega frá svo nú er allt að verða klárt.

-

11.09.2024 11:20

lamba rúntur í lok ágúst og byrjun sept


Þetta er Snara 23-019 

 


Annar hrúturinn hennar undan Sóla 23-003

 


Hér er hinn á móti. Hún er að óþekkast við að liggja með þá við vegriðið í Búlandshöfðanum en ég er mjög þakklát vegagerðinni að þeir eru búnað setja skilti sitthvoru megin

við Búlandshöfðann í brekkuna að það geti verið kindur á veginum. Þeir eru báðir með gulan fána.

 


Þessi lambhrútur er undan Díönu 22-019 og Úlla 22-914 sæðingarstöðvarhrút og er með ljós grænan fána C 151.

 


Hér er Dísa 19-360 með hrút og gimbur sem eru fæddir fjórlembingar og þau eru bæði með grænan fána eða R 171 og þau eru undan Styrmi 23-930 sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er Hildur 22-013 með hrútana sína undan Byl 22-003. Þeir eru báðir með ljósgrænan fána H 154.

Þessi mynd er tekin 1 sept.

 


Ljúfa 22-018 með gimbrarnar sínar undan Vind 23-004 og þær eru báðar með ljós grænan fána H 154.


Hér er Epal 20-014

 


Hún er með eina hyrnda gimbur og eina kollótta en þær eru undan Boga 23-637 frá Óla Ólafsvík og Bogi er ARR hrútur önnur gimbrin er með ljósgrænan fána H 154 og hin gul.

 


Álfadrottning 21-016

Hún er með gimbrar undan Byl 22-003 og þær eru báðar með bláan fána N 138.

 


Hér er hún aftur og þessi mynd var tekin í dag 11 sept.

 


Önnur gimbrin er aðeins hærri og stærri.

 


Hin aðeins lægri og minni svo þær eru frekar ólíkar systur.

 


Fallegir kollar undan Snúllu 17-101 og Prímusi 21-005 , þeir eru með gulan fána.

 


Þessir tveir eru undan 22-006 Ösp og Stein 23-926 sæðingarstöðvarhrút og sá svarti er með grænan fána R 171 og sá hvíti er með gulan fána.

 


Þeir virka allir bæði undan Snúllu og Ösp svakalegir bolar og miklir að sjá að aftan.


Sperra 22-206 frá Sigga í Tungu með hrút og gimbur undan Boga 23-637 frá Óla Ólafsvík.

 


Hér sést gimbrin betur frá Sperru og Boga.

 


Fyrsti göngutúrin upp á fjall inn í Fögruhlíð var tekinn í morgun svo núna ætla ég að setja mér það markmið að reyna að fara í 

fjallgöngu einu sinni á dag fyrir göngur til að byggja upp þol og koma mér í gönguform. Það var æðislegt veður í dag en frekar kalt það hefur frosið í nótt

því það var klaki á pollunum og sum staðar í jarðveginum.

 


Hér sést í Svartbakafellið og það var enga kind að sjá þar sem ég gáði en það voru nokkrar mín megin að sjá ofar .

 


Hér er Lalli að bera á túnin fyrir okkur en hann byrjaði að dæla út úr fjárhúsunum fyrir okkur í vikunni.

 

  • 1
Flettingar í dag: 1251
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 2904
Gestir í gær: 211
Samtals flettingar: 1051000
Samtals gestir: 63861
Tölur uppfærðar: 21.9.2024 04:32:02

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar