Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2024 Nóvember

18.11.2024 21:03

Klárað að smíða og tvær nýjar gimbrar


Smíða vinnan gengur vel hjá félögunum þeim Emil og Kristni

og hér eru þeir alveg að verða búnir ekkert smá flott þetta verður allt annað.


Við Freyja fórum um daginn að hjálpa Sigga,Kristni og Friðgeiri að reyna að ná kindum sem Siggi var búnað ná í upp í Svartbakafelli.

Því miður gekk það ekki nógu vel það var fengið Lalla með hundinn sinn til að hjálpa en þær náðu að stinga okkur af þær voru svo óþekkar en

þó náðist ein kind og hún var frá Friðgeiri svo það náðist allavega ein.

 


Það bættist svo í ásettningin hjá Sigga og Kristni en þeir fengu þessar frá Friðgeiri.

 

 

 

 

 

15.11.2024 09:45

Smíða vinna í fjárhúsunum


Hér er Siggi og Emil að rífa upp gamlar spýtur og setja nýjar í staðinn.

 


Allt að gerast þurftum að lyfta upp jötunni til að komast að spýtum sem eru undir henni.

 


Hrútaskráin er komin á netið.

 


Hér er hann Steindi frá okkur sem er kominn inn á stöðina.

https://www.rml.is/is/kynbotastarf/saudfjarraekt/hrutaskra

 

 

14.11.2024 09:03

Smalað kindunum heim 13 nóv


Það var vel drungalegt yfir um morguninn en fínasta veður til að smala. Við byrjuðum á að gá hvar kindurnar væru og sýndumst í fljótu að þær 

væru bara á þæginlegum stöðum og þetta myndi taka stuttan tíma að ná þeim heim. Hér er Kristinn að reka í átt að Mávahlíðargilinu.

 

 

 

Við lentum svo í því að það var keyrt á tvær kindur hjá okkur í seinustu viku og þær dóu báðar og svo kom í ljós núna þegar við fórum að sækja kindurnar

að það hefur ein enn lent í þessari ákeyrslu því hún var með opið beinbrot og við þurftum að lóa henni líka svo þetta hefur aldeilis verið mikil óheppni bæði hjá

bilstjóra og kindum að vera á röngum stað á röngum tíma en við vorum látin vita af þessu og náðum að fara og taka þær sem keyrt var á í snældurvitlausu veðri og það 

var varla stætt að ná í þær og önnur var enn lifandi þegar við komum á staðinn en þegar við fórum að sækja kerrruna og komum aftur var hún dáinn.

Bilstjórinn hélt einmitt að þetta hefðu verið 3 kindur sem reyndist svo vera rétt við vissum bara ekki af þessari því hún kom í ljós núna þegar við smöluðum.

 

Þetta voru Óskadís 18-010 mórauð kind með hvíta krónu og sokka ein af mínum uppáhalds enda óska liturinn minn. Lára 22-017  svartbotnótt og Hrafntinna 20-005 svört

svo þær voru allar dökkar og því verið erfitt að sjá þær á veginum í grenjandi rigningu og roki.

Svo þetta óhappa ár ætlar seint að taka enda en svona er þetta bara stundum og fylgir því að vera sauðfjárbóndi.

 

 


Aftur af smöluninni þá gekk hún vel og þær runnu ljúft niður úr hlíðinni niður á veg.

 


Krsitinn og Emil fylgdu svo kindunum niður í Tungu og fóru í Hrísar að ná í kindur þar á meðan við Siggi fórum á Holtseyrarnar og Siggi fór upp

fyrir þær að rótum Svartbakafellsins og ég beið á meðan því ég lagði ekki í að vaða yfir ána það var svo mikið vatn í henni svo sá Siggi glitta í

kindur fyrir ofan Selhólinn í átt að Svartbakafellinu mín megin við gilið svo ég labbaði langleiðina upp í Hríshlíð til að komast upp fyrir þær

og þá kom í ljós að þetta voru 6 kindur allar frá okkur og ég náði að koma þeim niður hjá Rauðskriðumelnum og svo tóku þær upp á því að fara

fyrir ofan bústaðina en fóru svo niður við bústaðinn hjá Snorra og Gauðlaugu og þaðan niður á veg og voru þægar eftir það og runnu beint niður í

Tungu.

 


Hér renna þær niður við Rauðskriðumelið.

 


Hér er mjög falleg náttúra ég held ég fari með rétt nafn að þetta sé Skriðugil.

 


Hér fara þær svo upp úr gilinu og upp að bústaðinum  hjá Sigrúnu og Ragga.

 


Hér er svo Siggi með hinn hópinn ef vel er að gáð er hann milli klettana með hvítan hóp af

kindum hér hægra megin á myndinni.

 


Hér eru þær sem voru að fela sig við gilið í Svartbakafellinu.

 

Þegar við fórum svo yfir kindurnar kom í ljós að við höfum ekki náð öllum inn fyrir Búlandshöfða það vantaði nokkrar sem áttu að vera þar,

eins þurfti Siggi að ná í nokkrar sem voru í Tungufellinu svo við skiptum okkar niður. Siggi fór í Tungufellið og ég og Emil fórum inn fyrir Búlandshöfða

að leita af hinum og vorum þó nokkra stund að finna þær en svo sáum við þær þá voru þær að fela sig fyrir neðan rafveituhúsið sem var einu sinni í 

Búlandshöfðanum fyrir neðan veg en þegar maður labbar þar niður á er smá dalur sem þær geta leynst í og kallast litla Búland.


Hér sést rafmagns kassinn og hér rölta kinduranar fyrir neðan veg.

 


Við höldum svo áfram undir Höfðanum.

 


Hér eru þær komnar inn og sáttar að vera komnar á garðann.

Hjalti dýralæknir kom svo í dag þegar við vorum búnað smala og sprautaði ásettningin bæði gimbrar og hrúta.

Svo þetta var langur og góður dagur og miklu komið í verk.

04.11.2024 22:53

Sprautað lömbin og smalað fé frá Kvíabryggju.

Á sunnudeginum 3 nóv sprautuðum við gimbrarnar seinni sprautu með blönduðu bóluefni.

 


Ég hélt í lömbin og Siggi sprautaði og Emil var á hleranum að hleypa þeim fram sem búið var að sprauta.

 


Ronja Rós var svo dugleg í fjárhúsunum að sópa.

 


Hér er hún svo seig með risa fang að gefa kindunum.

 


Hér var hún í stuði að hoppa í heyinu og vildi að ég tæki mynd af sér í loftinu.

 


Hér erum við Freyja komnar upp í Hlíð að smala ókunnugu kindunum sem við sáum í fyrradag og við

skyldum Emblu eftir fyrir ofan Mávahlíð til að standa fyrir svo þær færu ekki upp í hlíð fyrir ofan Tröð.

 


Það er milt og gott veður til að smala og þær voru þó nokkuð hátt uppi rétt fyrir neðan klettana og það

tók mig smá stund að komast upp fyrir þær en þegar það hafðist húrruðu þær niður og blönduðust

við okkar kindur alveg eins og ég var að vona að myndi gerast.

 


Hér sjást þær fara niður með Mávahlíðargilinu og svo reyndar tóku þær upp á að snúa á 

Emblu þar sem hún stóð fyrir og þessar ókunnugu blönduðust ekki okkar kindum heldur dróu sig út úr 

hópnum og skiptu sér í tvo hópa svo ég og Freyja máttum hafa okkur alla við að hlaupa til baka og 

sækja bílinn og bruna inn í Fögruhlíð til að fara upp í hlíð og komast fyrir þær svo við myndum ekki missa þær 

upp hinum megin.

 


Hér erum við Freyja komnar upp í Fögruhlíð móðar og másandi og öfugt við Emblu sem þurfti að bíða svo lengi fyrst að henni var

orðið ískalt en við Freyja að kafna við að labba endalaust upp. Þær stóðu sig svo vel stelpurnar svo duglegar að smala.

 


Eftir þó nokkurn eltingarleit við þessar ókunnugu náðist að koma þeim niður.

 


Við lentum svo í veseni og ég var að missa þær aftur upp hjá Kötluholti og stelpurnar voru svo langt fyrir aftan mig

að ég gat ekki fengið aðstoð hjá þeim en til allra lukku sá ég að Siggi var heima í hádegismat og ég náði að hringja

í hann og hann kom að aðstoða okkur og það bjargaði mér alveg því ég var orðin þó nokkuð þreytt og hefði örugglega 

ekki haft nóg þrek í að komast fyrir þær ef hann hefði ekki komið á móti mér svo þetta gekk allta saman vel að lokum.

 


Hér eru þær svo komnar inn í fjárhús í Tungu og það kom í ljós að þetta var allt frá Kvíabryggju 3 kindur og 2 lömb.

 


Það var svo halloween ball á leikskólanum og hér er Ronja Rós í búninginum sínum.

 

02.11.2024 18:22

Smalað Móru hennar Bibbu


Það var afskaplega fallegt veður í dag til að smala. Siggi og Kiddi voru að skanna svæðið eftir kindum og ætluðu að fá sér 

göngutúr upp í fjall en sáu þá Móru hennar Bibbu vera komna niður í hlíð saman við kindurnar okkar og þeir höfðu samband

við mig að koma og fylgjast með og aðstoða ef þess þyrfti og ég þurfti að aðstoða þá með að fara fyrir þær fyrir ofan Tröð svo

þær færu ekki inneftir.

 


Hér erum við búnað komast fyrir þær og þær renna bara niður í Fögruhlíð.

 


Hér eru Kiddi og Siggi að koma niður.

 


Hér eru þær komnar niður og halda áfram eftir veginum inn í Tungu.

 


Það var alveg yndislegt að fá sér göngutúr í dag það var svo yndislegt og fallegt veður.

 


Hér renna þær svo ljúfar og þægar beint inn í fjárhús.

 


Hér er svo Móra með lömbin sín og þau eru svo falleg að við alveg dáðumst af þeim þegar við vorum að 

reka þau bæði væn og liturinn alveg glæsilegur það kom svo í ljós að þau eru undan Ljúf sem við áttum og Bibba fékk hjá okkur

hann er að gefa henni svo fallega liti en þessi Móra er mjög góð mjólkurær sögðu Bibba og Valli hún kemur alltaf með mjög væn lömb.

Siggi var búnað sjá Móru í fyrstu leit hjá okkur og vissi að hún ætti að vera einhversstaðar enn þá uppi fyrst Bibba var ekki búnað

heimta hana heim svo það var alveg glæsilegt að hún skyldi vera komin svona neðarlega og ná henni með okkar fé niður.

Við sáum svo meira ókunnugt upp í Mávahlíð sem er komið niður saman við okkar fé og ég náði að taka mynd af þeim og súma með myndavélinni

og sá að það eru tvær gimbrar í þessu ein svarthöttótt flekkótt og önnur mórauð með móbotnóttri kind og við ætlum að reyna ná þeim á morgun

ef veður leyfir.

  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188310
Samtals gestir: 69632
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:10:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar