Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2025 Febrúar

03.02.2025 07:32

Gleðilegt ár og janúar flaug hratt

Kæru vinir takk fyrir innlitið og commenntin á síðuna á liðnu ári og við óskum ykkur Gleðilegs nýtt ár og hlakka til að deila því með ykkur áfram á síðunni.

Við áttum yndisleg áramót með fjölskyldunni hér heima hjá okkur og Freyja,Bói,Mamma,Jóhanna og Siggi komu til okkar. 

Allt er orðið rólegt í fjárhúsunum og gengur sinn vanagang. Ég byrjaði að vinna niður á leikskóla í janúar og verð fram að páskafríi og það er alveg frábært að 

fá að hoppa svona yfir í vinnu hjá þeim inn á milli annatíma í fjárhúsunum og þá líða líka þessir mánuðir svo hratt og styttist í næstu skemmtilegu tíma.

Næst á dagskrá hjá okkur verður fósturtalning en hún verður núna 9 febrúar.

 

Hér er hluti af veisluborðinu hjá okkur skreytt með jóla kindum að sjálfsögðu og við vorum með létt reyktan lambahrygg og nautalund frá sælkerabúðinni

og maturinn var alveg fullkominn og Emil grillaði nautalundina og hún var alveg geggjuð.

 


Freyja og Ronja hjálpuðu til við eftirréttinn.

 

Hér er Embla Marína með ömmum sínum.

 

Hér er Benóný Ísak spenntur að fara sprengja.

 


Ég var í kinda svuntunni minni sem er ég keypti eitt árið á Akureyri í jólahúsinu og Emil og krakkarnir hlóu mikið af mér

að kaupa hana en hún er búnað reynast mjög vel og ég nota hana mikið í eldhúsinu.

 


Allir saddir og búnað koma sér í stellingar að fara horfa á áramótaskaupið.

 


Hér sést betur yfir.

 


Ronja Rós búnað vera bíða eftir að komast út.

 

Freyja Naómí.

 


Embla Marína alveg til í þetta.

 


Benóný Ísak varð að fá að kveikja smá bál og hann alveg elskar að fylgjast með því og var heillengi úti bara að horfa á eldinn

og henda meiri spýtum í það.

 


Mamma var glöð með kvöldið en vildi þó fara aftur á dvalarheimilið Jaðar áður en farið var að sprengja á fullu og

þá skuttluðum við henni heim. Af henni að frétta er allt gott og henni líður mjög vel á dvalarheimilinu og þar er topp þjónusta og frábært starfsfólk sem hugsar vel um hana og 

svo er Sigrún hans Ragga líka þar og Raggi og pabbi voru bræður og þeir voru líka saman á dvalarheimilnu og núna eru þær saman og bestu vinkonur og það er svo æðislegt að

þær hafi hvor aðra.

 


Þann annan janúar fórum við rúnt inn í Hraunháls að skila honum Breiðflóa sem við vorum með í láni.

Hér er Embla búnað klæða hann í peysu svo honum verði ekki kalt á leiðinni og Siggi setur hann í spotta til að teyma hann inn í kerru.

 


Hér er svo mynd af henni Móbíldu sem er móðir Tarsans sem við fengum hjá þeim og er ARR hrúturinn okkar.

 


Hér er svo Móri hjá Laugu og Eyberg sem við fórum með tvær kindur í það verður

spennandi að sjá hvað við fáum undan honum mér finnst hann svo svakalega fallegur.

 


Þann 4 janúar fórum við í yndislega skírn hjá litla frænda Emils sem fékk nafnið sitt Jóhann Birnir.

Hér er fallega fjölskyldan Íris Lilja og Jakob Logi með Jóhann Birnir.

 


Svakalega fallegt nafn og kakan æðisleg.

Skírnin var í Ólafsvíkur kirkju og veislan niðri í salnum í kirkjunni.

 


Hér er Benóný hænsna bóndi.

 


Hér er Ronja Rós að fara að sníkja á þrettándanum.

 


Jólin voru svo kvödd með brennu og flugveldarsýningu og svo þegar það var búið fóru litlu álfarnir að sníkja gott í gogginn.

 


Þann 11 janúar vorum við að keyra í Helgafellssveitinni heim frá Stykkishólmi og

sáum þennan undarlega regnboga í myrkri það hef ég ekki séð áður fannst þetta mjög sérstakt og náði mynd af honum.

 


Þann 12 janúar tókum við mömmu á rúntinn til Freyju og Bóa að sýna henni hænu ungana sem stækka svo fljótt .

 


Þeir eru svo yndislega gæfir enda eru krakkarnir mjög duglegir að spekja þá.

 


Ronja Rós bauð Haraldi vini sínum með í fjárhúsin og þau voru flottir vinnumenn.

 


Við fórum svo í hesthúsin líka og hér er Ronja að vigta heyjið í fötu til að gefa hestunum.

 


25 janúar fékk Ronja Rós nýja rúmið sitt og er alveg alsæl með það og er búnað sofa í því 

allar nætur síðan hún fékk það mjög dugleg því hún var alltaf að vakna á nóttinni og koma til mín en hefur ekki gert það núna

ekkert smá stolt af henni. Hún og Freyja eru saman í herbergi og þurfti smá samningaviðræður við Freyju að fá að hafa svona stórt rúm í herberginu

en það kemur bara vel út og fer vel um þær báðar.

 


Það er búið að snjóa mjög hressilega í seinni part janúar og hér er bílinn okkar alveg á kafi.

 


Þetta var 28 janúar þá komst ég ekki lengra en upp hálfan afleggjarann í Tungu það var svo stór skafl í brekkunni .

Ég festi mig svo einn daginn þegar ég var á leiðinni inn í hesthús og þá var svo blint og mikill skafl við vegagerðarhúsið

að ég pikk festi mig en Bói kom og hjálpaði mér með því að kippa í mig.

Ronja Rós teiknaði þessa fallegu mynd á leikskólanum af hillunni og kommóðunni á Rauðu deildinni 

ekkert smá flott hjá henni ég held hún eigi eftir að verða innanhús arkitekt hún teiknar svo flott og allt svo nákvæmlega

allir smá hlutir á hreinu og smá atriði. Þessi teikning er hengd upp í versluninni Kassanum ásamt teikningum eftir alla krakkana

sem eru á Rauðu deildinni í leikskólanum og það er mjög gaman að sjá þær og skoða frábært hjá þeim.

 


Við skelltum okkur á frábært Þorrablót núna um helgina með vinum okkar og það var mjög gaman og frábær skemmtiatriði.

 


Hér má sjá svip mynd af sviðinu og hér fara Þórhalla og Erla að kostum að leika lækna og Ármann leikur Jóa í Sjoppunni.

Frábært hjá Þorrablóts nefndinni ekkert smá flott hjá þeim og mikil vinna búnað vera lögð í leikritið.

 

Það er svo fyrsti dagur í verkfalli leikskólana í dag svo við Ronja Rós erum heima í dag en annars er skipt niður í hópa krökkunum og hún mætir

næsta dag. Freyja Naómí okkar er að fara á Reyki í dag í skólaferðalag og er svakalega spennt og sem betur fer komust þau af stað því það 

spáði ekkert sérstaklega og mikilli snjókomu en það varð ekki mikið úr því svo þau lögðu af stað í morgun.

Nú er bara bíða spennt eftir fósturtalningunni sem verður næsta sunnudag og vonandi verður veðrið til friðs svo Bubbi komist.

  • 1
Flettingar í dag: 1897
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1380452
Samtals gestir: 74970
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 10:39:44

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar