Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2025 Mars20.03.2025 21:49Öskudagur og fleira í mars
20.03.2025 21:2225 febrúar tekið af snoðið25 febrúar kom Jökull Gíslason og klippti af snoðið fyrir okkur ásamt kærustunni sinni og það gekk svakalega vel og hann var mjög snöggur og gerði þetta einstaklega vel. Kindurnar voru í þrjóskara lagi við okkur hin að láta reka sig í áttina að rúninginum en þær hafa eitthvað verið að bíta þetta í sig núna í ár að vera alveg hræðilega þrjóskar og voru það líka þegar það var verið að fósturtelja en þetta gekk samt allt saman mjög vel og við erum afar þakklát að hafa fengið Jökul í þetta verkefni með stuttum fyrirvara .
20.03.2025 18:54Febrúar vetrafrí í HúsafelliJæja ég er ekki alveg búnað vera standa mig í að vera blogga það hefur einfaldlega bara verið svo fljótur að líða tíminn og mikið að gera að ég á erfitt með að gefa mér tíma í að setjast niður við tölvuna og fara að blogga en núna ætla ég loksins að gefa mér tíma í það.
Við byrjuðum 14 febrúar á því að fara í vetrafrí og fara í Húsafell í sumarbústað og það var alveg einstaklega ljúft og skemmtilegt. Erika vínkona Emblu kom með okkur og við sóttum þær og Benóný á sveitaball sem þau fóru með félagsmiðstöðinni sem var í Logalandi rétt hjá Húsafelli svo þau þurftu ekki að taka rútuna aftur til Ólafsvíkur. Á föstudeginum áttu svo krakkarnir tíma hjá tannlækni í tannréttingum í Rvk og Emil fór með þau en ég og Ronja vorum eftir í bústaðnum. Á laugardeginum var okkur boðið í 3 ára afmæli hjá Mattheu Katrínu frænku upp á Akranesi og við fórum og það var mikil veisla og alltaf mjög gaman að koma til Steinars bróðir Emils og Gullu og krakkana þeirra.
Flettingar í dag: 4295 Gestir í dag: 61 Flettingar í gær: 6873 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1664517 Samtals gestir: 79008 Tölur uppfærðar: 29.4.2025 11:54:14 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is