Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2025 Mars

20.03.2025 21:49

Öskudagur og fleira í mars


Ronja Rós var regnboga fiðrildi á öskudaginn og valdi búningin alveg sjálf og setti þetta saman því það var 

pils og vængir í einni pakkningu og svo valdi hún hárið og einhyrninga spöngina sér.

 


Svo vildi hún láta mála sig líka voða fín.

 


Þann 9 mars var sprautað með blandað bóluefninu frá Keldum fyrri sprautuna í féð.

 


Hér er Siggi að sprauta og Kiddi og Emil að halda og merkja hvað er búið. Við hólfuðum þær niður í þrjá hópa 

og þrengdum að þeim svo þetta væri sem minnst áreiti fyrir þær og það hefur alltaf gengið mjög vel hjá okkur að gera það svona

og þetta alveg skot gekk hjá okkur og við vorum mjög fljót að sprauta allt í húsunum.

 

 


Elsku Myrra okkar er orðin 13 ára gömul og hún er búnað vera mikið veik og því miður

lagaðist hún ekkert eftir viku kúr á lyfi sem átti að hjálpa henni en það náði ekki að hjálpa

henni svo ég fór með hana aftur til dýralæknis 12 mars og þá kvaddi hún okkur eftir 13

góð og frábær ár sem hún veitti okkur og það var mjög erfitt og sárt að missa hana og þá

sérstaklega fyrir Benóný Ísak sem svaf með hana á hverju kvöldi og hún var svo yndislegur

karakter að hún hefur svæft Benóny frá því að hann var lítill og svo þegar hann var sofnaður

þá kom hún alltaf upp í rúm til mín og svaf hliðina á mér alla nóttina en hún var ekki mikið

fyrir að láta taka sig upp eða ná sér nema á hennar forsendum hún var mjög sjálfstæð kisa

en heimtaði mikla athygli hjá mér og oftast þegar börnin voru sofnuð þá átti ég að gefa henni

athygli og klappa henni því nú var komið að hennar tíma. Hún elskaði harðfisk og fann lyktina af honum

liggur við áður en opnaður var ískápurinn þá var hún komin.

Hennar verður sárt saknað en minningin hennar lifir með okkur.

20.03.2025 21:22

25 febrúar tekið af snoðið

25 febrúar kom Jökull Gíslason og klippti af snoðið fyrir okkur ásamt kærustunni sinni og það gekk svakalega vel og hann var mjög snöggur og gerði þetta einstaklega vel.

Kindurnar voru í þrjóskara lagi við okkur hin að láta reka sig í áttina að rúninginum en þær hafa eitthvað verið að bíta þetta í sig núna í ár að vera alveg hræðilega 

þrjóskar og voru það líka þegar það var verið að fósturtelja en þetta gekk samt allt saman mjög vel og við erum afar þakklát að hafa fengið Jökul í þetta verkefni

með stuttum fyrirvara .

 


Hér eru þau af störfum Kiddi á hliðinu og Siggi að draga og Jökull að klippa og 

Leonie Sophie að taka ullina fyrir okkur. Ég mætti aðeins seinna því ég átti

tíma með Myrru kisuna okkar til dýralæknis hún er búnað vera eitthvað skrýtin

hölt á öðrum fæti og búnað vera mikið pissa inni í rúmin hjá okkur og sófann svo

nú er hún komin á lyf og fékk sprautu svo vonandi lagast hún.

 


Hér er Jökull og þær voru alveg rólegar þegar þær voru komnar í fangið á honum enda hann líka

svo rólegur og fór svo vel að þeim að þetta skot gekk hjá okkur.

 


Það var svo líka tekið af hrútunum og það er alltaf spennandi að sjá hvernig þeir koma undan ullinni.

 


Hér eru lambhrútarnir sá mórauði var slakastur en það var alveg vitað hann var bara keyptur fyrir litinn

Siggi á hann og keypti hann og einn af þessum hvítu í haust.

Hinir eru bara mjög fínir og má segja að þessi hviti femsti sem heitir Álfur og er undan Bjarka sæðishrút hafi komið

mest á óvart því hann virkaði ekkert svo læramikill í ullinni en þegar hún var farinn leit hann best út svo var það hinn

hvíti hann Koggi sem er undan Laxa og virkaði bestur var aðeins slakari en við héldum. Tarsan frá Hraunhálsi hefur bætt sig

líka og leit vel út það er þessi kollótti. Siggi á hinn hvita upp við vegginn og hann er frekar grófur á herðar.

 


Ronja sést hér í bátnum með pabba sínum en Emil er skipstjóri á þessum bát sem heitir Lilja SH.

 


Hér er hún kát með pabba sínum í skipstjóra sætinu að skoða bátinn.

 

20.03.2025 18:54

Febrúar vetrafrí í Húsafelli

Jæja ég er ekki alveg búnað vera standa mig í að vera blogga það hefur einfaldlega bara verið svo fljótur að líða tíminn og mikið að gera að ég á erfitt með að 

gefa mér tíma í að setjast niður við tölvuna og fara að blogga en núna ætla ég loksins að gefa mér tíma í það.

 

Við byrjuðum 14 febrúar á því að fara í vetrafrí og fara í Húsafell í sumarbústað og það var alveg einstaklega ljúft og skemmtilegt.

Erika vínkona Emblu kom með okkur og við sóttum þær og Benóný á sveitaball sem þau fóru með félagsmiðstöðinni sem var

í Logalandi rétt hjá Húsafelli svo þau þurftu ekki að taka rútuna aftur til Ólafsvíkur. Á föstudeginum áttu svo krakkarnir tíma hjá 

tannlækni í tannréttingum í Rvk og Emil fór með þau en ég og Ronja vorum eftir í bústaðnum. Á laugardeginum var okkur boðið

í 3 ára afmæli hjá Mattheu Katrínu frænku upp á Akranesi og við fórum og það var mikil veisla og  alltaf mjög gaman að koma til Steinars

bróðir Emils og Gullu og krakkana þeirra.

 


Hér eru stelpurnar alveg að elska að vera í pottinum í Húsafelli.

 

Hér er kakan hennar Mattheu Katrínar.

 


Við fórum í göngutúr um Húsafell og það var milt og fallegt veður en frekar kalt.

 


Hér eru vinkonurnar Embla og Erika í Kraumu.

Það var mjög kósý fórum þangað þegar það var komið kvöld.

 


Stelpurnar gerðu smá bál og grilluðu sykurpúða voða gaman hjá þeim.

 


Svo kósý hjá Ronju Rós og Emil í pottinum hún Ronja var alveg að elska heita pottinn og fór í hann mörgum sinnum á dag.

 


Fórum að skoða Barnafossa.

 


Emil og Benóný flottir feðgar.

 


Ég við fossana og það var frekar kalt svo maður virkar allur stífur eins og sést á myndunum he he.

 


Embla og Erika frekar kuldalegar að sjá.

 


Ronja að gefa fimmu við höggmynd á stein eftir Pál Guðmundsson listamann Húsafelli.


Freyja Naómí og Ronja Rós að pósa.

 


Skoðuðum líka krikjuna og kirkjugarðinn.

 


Fórum í þessa sundlaug í Húsafelli og hún er orðin mjög breytt síðan við fórum seinast það er til dæmis búið að 

taka rennibrautina sem var og svo er allt orðið miklu flottara og fínna inni og klefarnir mikið breyttir.

 


Hér sést hún og hún er alveg ótrúlega kósý og flott og fannst okkur hún ekkert síðri heldur en að fara í Krauma

og þú getur líka pantað drykki hér og fengið úti .

 


Við spiluðum svo við stelpurnar á kvöldin mjög gaman.

Við vorum í bústaðnum frá fimmtudegi til mánudags og það var alveg svakalega gaman og kósý.

  • 1
Flettingar í dag: 4295
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 6873
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1664517
Samtals gestir: 79008
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 11:54:14

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar