Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2025 Júlí

27.07.2025 10:16

Heyskapur 13 júlí

Heyskapur gekk mjög vel í ár og tók stuttan tíma og það náðist mjög gott hey.

Emil og Kristinn slóu í Fögruhlíð og Kötluholti og Siggi sló Tungu og þar í kring.

Fögruhlíð gott 10 rúllur

Fögruhlíð súper 12 rúllur

Gunna bústaður 2 rúllur

Fögruhlíð 1  9 rúllur

Fögruhlíð alls 58 rúllur

Kötluholt alls 60 rúllur

KH1 4 rúllur

KH2 24 rúllur

KH3 28 rúllur

KH4 4 rúllur


Hér er Emil að rúlla í Fögruhlíð.

 


Kiddi að raka saman.

 


Siggi að plasta.

 


Það var heyjað fram eftir nóttu og keyrðar rúllurnar heim og allt gekk vel.


Ronja hjálpaði mér að merkja rúllurnar og ganga frá endunum.

 

27.07.2025 09:22

Ýmislegt í júní og júlí.


Hér eru bræður mínir Ágúst Óli og Magnús Már þeir fóru í göngu upp að Tröllagili.

 

Benóný og hænurnar hans.

 


Við fórum upp á Hofatjörn að veiða síli.

 


Freyja veiðimaður.

 


Marri Már fænda krútt var 1 árs 13 júní og við fórum í afmæli hjá honum og hér eru þeir feðgar saman.

 


Fórum að skoða vatnsbrunn voða sport.

 

 

Sætar frænkur Freyja og Birgitta með fallega Snæfellsjökulinn í baksýn.

 


Kíktum á húsið á Dagverðará stelpunum fannst mjög gaman að skoða það.

 


Stelpurnar kíktu í fjöruna með Freyja ömmu sinni .

 


Sport að hlaupa í fjörunni og kolur með þeim hundurinn hennar Freyju ömmu.

 


Við keyrðum fyrningar rúllurnar upp í hesthús svo það yrði búið að taka þær áður en nýju rúllurnar kæmu í stæðuna.

 


Hér er Siggi að gera rúllurnar klárar.

 


Við settum bæði á vörubílinn og kerruna.

 


Hér eru stelpurnar að klappa Einstök.

 


Búið að vera svo milt og fallegt veður í sveitinni.

 


Freyju tókst að spekja hrútinn hjá Hildi. Hildur er svo góð kind og kemur alltaf til okkar þó hún sé lengst út í móa þá kemur til að fá klapp.

 


Ronja Rós fékk líka að klappa hrútinum þessi mynd var tekin 11 júlí.

26.07.2025 07:41

Ólafsvíkurvaka 2025


Hér er Ronja að blása í blöðrur og skreyta í götunni.

 


Freyja og Birgitta í stuði.

 


Hér er samheldni í gula hverfinu allir saman að gera klárt fyrir Ólafsvíkurvökuna.

Það er hefð hjá okkar hverfi að koma saman á fimmtudagskvöldinu og skreyta allir saman.

 


Ronja Rós búnað taka þátt í dorgveiðikeppni og fá verðlaunapening og pylsu.

 


Hér er húsið okkar að verða klárt.

 


Búið að safna af sér ýmsu gulu yfir árin og notum gröfurnar og dótið frá krökkunum líka.

 


Þetta er svo gaman og mikil metnaður í bænum að skreyta.

 


Við tókum þátt í litahlaupinu sem var mjög gaman.

Hér er Freyja og Vigdís vinkona hennar og Ronja að hlaupa.

 


Sjálfsmynd af okkur saman.

 


Ronja Rós við fánana í hverfunum í bænum.

 


Irma Dögg vinkona mín byrjaði hátíðna á flottri ræðu um Ólafsvíkurvöku og sagði frá því hvernig Færeyskir dagar fóru yfir að verða Ólafsvíkurvaka í staðinn.

 


Brúðubílinn vakti mikla lukku hjá yngri kynslóðinni sem eldri.


Vigdís, Freyja og Ronja Rós.

 


Við borðuðum út á palli í ár annars höfum við alltaf reynt að borða allir saman út í götunni og

gatan er þá lokuð með gulum borða og allir setja borðin út á götu mikil stemming en núna var svo 

mikið rok að við ákváðum að allir myndu hittast eftir að við vorum búnað borða og labba niður í sjómannagarð.

 


Hér eru skvísurnar tilbúnar að fara labba niður í garð.

 


Ronja Rós vel skreytt.

 


Hér er Bói og Freyja .

 


Hér er Embla og Ísafold.

 


Hér er Benóný Ísak kátur.

 


Hér má sjá stemminguna í götunni áður en farið er af stað í sjómannagarðinn.

 


Stelpurnar komnar í brekkuna gular og sætar.

Birgitta Emý, Vigdís Júlía og Freyja Naómí.

 


Gulir voru best skreytta hverfið og hér er Emil með bikarinn.

Þetta var mjög vel heppnuð helgi og við fengum æðislegt veður og allir voru gulir og glaðir.

19.07.2025 06:38

Danmerkur ferð til Billund í júní

Við fjölskyldan fórum til Billund í Danmörku 16 júni og vorum í 10 daga. Það var æðisleg ferð og við vorum alveg heilluð af Danmörku hún er svo falleg og lík Íslandi nema það er betra veður og svakalega mikið af trjám allsstaðar svo náttúran er mjög falleg. Við vorum í sumarbústað í Lalandia og það tók okkur örfáar mínótur að labba upp í Lalandia sem er svakalega stórt með Vatnsleikjagarði og allsskonar afþreyingu fyrir börn hopputeyju,keilu,skauta,klifur,boltaland og margt fleira ásamt veitingarstöðum svo þetta er alger paradís fyrir krakka. Það voru líka geitur í girðingu sem mátti klappa alveg rétt við bústaðinn okkar.

Jóhann bróðir Emils og fjölskylda fóru líka og var bara einn bústaður á milli okkar að labba á milli. Við fengum æðislegt veður með sól og hita og einn dag sem

kom alvöru rigning eins hellt væri úr fötu en það stóð ekki lengi í einu.

 


Hér er ferðalagið að hefjast.

 


Komin í flugvélina og allir orðnir svo spenntir.

 


Hér stendur Benóný við Lalandia og þar er svakaleg vatnsrennibraut.

 


Ronja inn í garðinum sem rennibrautin er og þar var líka hoppubelgur.

 


Það voru skemmtileg leiktæki rétt hjá bústaðinum og hér er Ronja að klifra.

 


Búnað grafa sig ofan í sandinn það er alltaf vinsælt.

 


Við fórum í legoland.

 


Hér erum við í leikfangalest í legolandi.

 


Krökkunum fannst svo gaman enda fullt af skemmtilegum tækjum.

 


Ronja fann Gurru grís.

 


Benóný fannst mjög gaman.

 


Hér erum við í röð að fara í einn rússibana.

 


Hér er annar rússíbani sem við erum að fara í.

 


Krakkarnir fóru í þennan hann var mjög skemmtilegur.

 


Ronja mátti ekki fara í þennan rússíbana svo við vorum bara í sprautu dóti á meðan.

 


Benóný og Embla að fara í fallturn.

 


Bjarki og Freyja líka.

 


Emil og Ronja voða spennt.

 


Benóný að byggja lego fyrir Ronju.

 


Ronja Rós fór í svona klifur grind með sipp línu og henni fannst það svakalega gaman það er í Lalandia við bústaðinn okkar.

 


Hér er Embla í því líka og Freyja var eina sem beið heillengi til að síga niður sipplínuna því Embla og Benóný gátu ekki beðið vildu fara niður.

Freyja þurfti að bíða í klukkutíma greyjið eftir að næsti hópur væri tilbúin að síga niður.

 


Við fórum road trip til Djurs Sommerland og það var æðislegur garður og starfsfólkið var svo vingjarnlegt og allt upp á 10 í þessum garði mæli hiklaust með að gera sér ferð þangað við vorum í 1 og hálfan klukkutíma að keyra þangað frá Billund.

 


Benóný Ísak var svakalega ánægður með Djurs.

 


Hér er hann við skiltið á garðinum.

 


Hér erum við komin í dýragarð.

 


Þetta var æðislegur garður við keyrðum á bílnum okkar í gegnum garðinn og skoðuðum dýrin.

 


Það var svona líkön af jurassic park.

 


Jóhann og Emil kátir í dýragarðinum.

 


Þetta var svakaleg upplifun að keyra í kringum þessi stóru dýr.

 


Hér erum við í minigolfi í Lalandia.

 


Ronja Rós í minigolf.

 


Freyja að fara pútta.

 


Benóný Ísak.

 


Það var skautasvell inn í Lalandia sem var mjög skemmtilegt og ekkert smá slétt og sleipt.

 


Ég skellti mér með henni og reyndi að rifja upp gamla takta þegar maður var að skauta á vaðlinum 

í Mávahlíð sem krakki en ég var frekar eins og belja á svelli ha ha.

 


Freyja að fara í klifurvegginn sem var líka inn í Lalandia.

 


Hér er Ronja Rós að klifra.

 


Legohúsið.

 

Komin inn í húsið og þar var sko allt í lego.

 


Benóný,Bjarki og Freyja að kubba.

 


Ronja í kubba fossi.

 


Freyja búnað byggja.

 


Ronja búnað byggja.

 


Benóný í lego húsinu.

 


Hér er bílaleigu billinn okkar við bústaðinn.

 


Emil og Ronja að labba í Lalandia sem er fyrir aftann þau.

 


Komin inn í vatnsleikjagarðinn.

 


Mjög flottur garður og stór.

 


Ronja Rós alveg að elska þetta.

 


Fékk að prófa vera með hafmeyjusporð það var mjög mikið sport en erfitt að synda með hann.

 


Fórum í keilu.

 


Freyja keilumeistari.

 

Emil rústaði okkur í keilunni.

Þetta var seinasta kvöldið okkar og svo fórum við til Íslands snemma daginn eftir og þar með var þessari

frábæru ferð lokið og við vorum öll svakalega ánægð með hana og mælum hiklaust með að fara í sumarhús í Lalandia.

 

18.07.2025 20:05

Ferming Emblu Marínu 8 júní

Embla Marína fermdist í Ólafsvíkur kirkju þann 8 júní. Við vorum með veisluna í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi og það er alveg frábær staður til að halda veislu svo fallegt útsýni og skemmtileg aðstaða. Embla fór í gel neglur fyrir ferminguna og létum aðeins laga til augnabrúnirnar hennar og lita augnhárin svo fékk hún að fá sér strípur í hárið og fór svo í greiðslu inn í Grundarfirði á hárgreiðslustofunni Silfur. Við pöntuðum mat frá Hagkaup svona smárétti og svo kökur hjá Tertugallerý og svo bökuðum við líka og fleiri aðstoðu okkur líka við að baka og þetta heppnaðist allt saman svakalega vel og var æðisleg veisla.


Hérna var Embla í prufugreiðslu svo fallegt.

 


Hér erum við að skreyta salinn og hún var með rosengold þema sem er svo fallegt.

 


Hér er nammi barinn.

 


Hér er pakka borðið.

 


Hér er gestabókin.

 


Hér sést það betur og svo settum við gerviblóm í vasa á gólfinu.

 


Við hengdum myndir af henni á veggina .

 


Hér er Íris mágkona alveg að redda okkur að græja blöðrubogann hún var alveg snillingur í því og Ágúst bróðir líka.

Irma vinkona hjálpaði mér að dekka upp á borðin og Maja systir líka og við vorum eldsnöggar að þessu enda Irma alveg snillingur í að græja fyrir veislur svo

gott að fá hana hún er með þetta alveg upp á 10.

Hér er allt að smella saman.

 


Hér vorum við með myndasýningu í sjónvarpinu og svo eru skór af henni síðan hún var lítil og húfa.

 


Hér eru vinkonurnar allar saman komnar að fara fermast Erika ,Embla , Karítas og Ísafold.

 


Tók þessa mynd þegar Embla var búin í fermingargreiðslunni fannst þetta svo töff sjónarhorn með Jökulinn í baksýn.

 


Ronja Rós tilbúin fyrir ferminguna.

 


Hér er skreytingin sem við gerðum sem myndavegg.

 


Svo fallegar systur.

 


Hér eru kræsingarnar komnar á borðið við vorum með vefjur,kjúklingaspjót og djúpsteiktar rækjur og svo tertur og brauðtertur.

 


Hér er fermingartertan.

 


Vorum svo líka með súkkulaði köku.

 


Ég tók fermingarmyndirnar sjálf af Emblu og við fórum inn i sveit þetta er við Mávahlíðarfossinn.

 


Við fórum líka inn í sveit hjá Freyju og Bóa og tókum myndir þar.

 


Embla Marína með hestinum sínum henni Heru.

 


Hera er svo falleg á litinn.

 


Fórum svo upp í gömlu rétt inn í Ólafsvík.

 


Hér er æðislegt að taka myndir það er svo falleg náttúra.

 


Komnar inn í skóginn.

 


Embla stórglæsileg.


Mjög fallegt að mynda hér.

 


Skemmtilegt þetta tré.

 


Mér finnst svo gaman að blanda náttúrunni inn með myndatökunni það kemur svo lifandi út.

 


Svo gaman að mynda Emblu hún er alveg fyrirmyndar fyrirsæta.

 


Gullfalleg.

 


Hér sést greiðslan vel hún fór í prufugreiðslu og við tókum svo myndatökuna eftir það svo hún verður aðeins ýktari krullur og svona á sjálfan fermingardaginn.

 


Þetta er hluti af myndunum sem ég tók en við erum bara mjög ánægð með myndirnar og þær heppnuðust vel og við fengum ágætis veður nema það var frekar hvasst en við fengum skjól inn í skóginum.

 


Hér er fermingarhópurinn.

 


Þá er fermingin búin og þá er næst að snúa sér að veislunni.

 


Hér eru vinkonurnar búnað stilla sér svona flott upp.


Svo dýrmætt að eiga svona myndir.


Við með Emblu.

 


Jæja þá hefst spennan veislan að byrja.


Ein fjölskyldumynd fyrir veisluna.

 


Ronja Rós með Bóa afa.

 


Ágúst og Íris og Magdalena og Dalía og Ragnar kærsti hennar.

 


Steinar og Gulla og krakkarnir.

 


Hér er Emil að hjálpa Emblu að bjóða alla velkomna og segja gjörið svo vel.

 


Flottar systur Freyja, Jóhanna og Hrönn .

 


Hér er Júlía systir mömmu og svo kemur mamma og Hafdís tviburasystir hennar og Raggi.

 


Helgi maðurinn hennar Júlíu, Eva , Einar sonur hennar og svo Jói frændi.

 


Hildur, Hjörtur og Sigrún , Óli, Siggi, Þurý og Gummi og Kristinn og Helga.

 


Kjartan með Jón Bjarka.

 


Hér er Jóhann, Elfa, Dagbjört og Emelía.

 


Rut og Maggi með Marra Má.

 


Jóhann með Jóhann Birnir.

 


Þórður og Ólína.

 


Hrönn og Björgvin.

 


Steini og Embla.

 


Irma og Nonni.

 


Pétur, Fríða og Marinó.

 


Siggi í Tungu.

 


Kara og Danni.


Embla Marína með ömmu Freyju og Bóa afa.

 


Með ömmunum sínum Freyju Elínu og Huldu Maggý.

 


Hér erum við mægðurnar og Hulda amma.

 


Við saman ég Embla og Emil.

 


Hér erum við systkinin saman Maja, Ágúst, ég og Maggi.

 


Maggi, Rut og Marri Már.

 


Jóhann og Þórhalla.

 


Steinar, Gulla, Matthea Katrín og Kamilla Rún.

 


Íris, Ágúst og Magdalena.


Helgi Þór og Guðrún með strákana sína Unnar Martin og Andra Marel.

 


Við vorum með krakkahorn og dót fyrir krakkana og hér sést í Steina frænda og Björk og Maggi að fylgjast með Marra og tala við Guðrúnu og Helga.

 


Hér eru strákarnir að leika sér.

 


Jæja þá er komið að aðalmálinu en það er að opna pakkana.

Þetta var æðislegur dagur og fengum æðislegt veður. Embla var svo ánægð með daginn og þakklát fyrir alla sem komu og fögnuðu deginum með henni.

Ég og Maja gengum svo frá salnum og vorum bara nokkuð snöggar að því. Áður en fermingin byrjaði fór ég með Emblu í greiðslu og þá fór Emil ,Ágúst og Maja

og þrifu gluggana á húsinu því þeir voru svo skítugir af seltu eftir veturinn og Emil kom á lyftara og lyfti Ágústi upp og hann moppaði gluggana það var allt annað að sjá út eftir það og salurinn varð miklu fallegri. 

Það náðist ekki myndir af  öllum gestunum sem komu í veisluna en ég setti flestar inn hér fyrir ofan sem ég náði að taka.

Við viljum þakka öllum sem komu og fögnuðu deginum með okkur og eins þeim sem komu og hjálpuðu okkur að gera þennan dag svona frábæran.

 

 

Fyrir fermingu var allt á fullu og meðal annars keyptum við trampólín fyrir krakkana og settum það saman 28 Maí. Hér kemur svo sitt litíð af hverju sem var að gerast hjá okkur áður en fermingin var.

 

 

Trampólinið virtist vera stærra en við héldum svo ég þurfti að taka einn runna frá sem var á túninu til að koma því fyrir.

 


Við hjónin skelltum okkur á sjómannahóf á sjómannadaginnn.

 


Fórum út að borða með mömmu á Matarlyst nýja veitingarstaðinn í Ólafsvík þegar hún varð 75 ára 18 maí.

Það vorum við fjölskyldan svo Maja systir og fjölskylda.

 


Ronja Rós málaði þessa fallegu mynd af rauða bátnum og það á að vera Liljan báturinn sem pabbi hennar er skipstjóri á.

Leikskólinn lét krakkana mála þessa myndir og hengja þær upp á sjómannahófinu mjög skemmtilegt að sjá.

 


Það var æðislegt veður í maí þessi mynd var tekin 20 maí í fjörunni í Ólafsvík.

 


Þetta var tekið um kvöldið sama dag í maí hér er Erika og Embla á hestbaki þær eru búnað vera duglegar að fara á bak.

 

 

 

09.07.2025 20:15

Útskrift Benónýs úr Grunnskóla og útskrift Ronju úr leikskóla

Jæja þá er loks komið að því að Benóný Ísak er að útskrifast úr Grunnskóla og eru það mikil tímamót hjá okkar manni en hann er þó pínu stressaður hvað felst í því að klára skólann og hvert allir krakkarnir fari en er samt sem áður spenntur að prófa framhaldsskólann og eitthvað alveg nýtt.

Hér er Benóný Ísak að útskrifast 3 júní í kirkjunni í Ólafsvík.

 

Benóný og Emil fóru í útskriftarferð með bekknum hans Benónýs til Kaupmannahafnar og það var alveg frábær ferð með frábærum krökkum og foreldrum sem fylgdu þeim og þessi ferð var mikil upplifun fyrir Benóný því hann fékk að fara í tívolí og marga rússibana og það er búið að vera þrá hans lengi að fara í alvöru rússibana og enn meira gaman að fá að upplifa það með bekkjarfélögum sínum.

 


Hér er útskriftarhópurinn.


Svo stór áfangi að ljúka grunnskólagöngunni.

Ronja Rós útskrifaðist svo af leikskólanum Krílakoti og næst verður skóli hjá henni næsta vetur og hún er svo montin með þetta og bíður spennt eftir að fá að byrja í skólanum eftir sumarið.

 


Hér er skvísan svo flott og við svo stolt af henni.

Hún útskrifaðist 22 maí.


Hér eru svo allar fallegu myndirnar sem þau hafa öll málað eftir leikskólagöngu sína.

Ronja Rós þessa bláu, Freyja Naómí næstu svo Embla Marína rauðu og Benóný gulu allar svo stórglæsilegar.


Hér er önnur útskriftarmynd frá 10 bekk hjá Benóný Ísak.

Ástæðan fyrir því að ég blogga þetta svona seint er að á sauðburðinum setti ég óvart símann minn með kindagallanum mínum í þvottavélina var einhvað svo utan við mig að ég skellti gallanum í þvott og fattaði svo þegar ég fór að leita af símanum að ég hélt ég hafði gleymt honum inn í fjárhúsum og leitaði og leitaði en svo var slökkt á honum og þá kveikti ég á perunni og hljóp inn í þvottahús og stoppaði vélina en það var of seint hann var ónýtur ég reyndi að setja hann í grjón og allsskonar en það virkaði ekki svo fékk ég gamla símann hennar Freyju minnar og þar voru myndirnar stilltar á HEIC file og ég get ekki sett þann file hér inn á síðuna svo ég þurfti að converta þeim í JPEG og það tók mig svo langan tíma að komast í að gera það því forritið var í gömlu tölvunni minni sem var að hrinja á þessum saman tíma svo þetta fór allt í vesen en núna er ég búnað laga þetta og ætla bæta úr þessu blogg leysi sem er búið að vera hjá mér.

  • 1
Flettingar í dag: 3725
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1417
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2285001
Samtals gestir: 87773
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 05:10:28

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar