Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2025 Ágúst

29.08.2025 09:05

Kinda rúntur 28 ágúst


Hér er falleg gimbur undan Sælu 23-012 og Örvari 23-638 frá Óla Ólafsvík.

 


Hrúturinn á móti hann er með gulan fána og ljósgrænan C 151.

 


Blóma 22-014

 


Annar hrúturinn hennar undan 24-004 Brúnó.

 


Hinn á móti þeir eru báðir með gula fána. Brúnó er móflekkótti hrúturinn okkar.

 


Gimbrarnar aftur undan Pistil og Álfadrottningu ég er mjög spennt fyrir þeim.

 


Hér eru þær að labba í burtu svakalega þéttar og fallegar að sjá.

 


Þessi er frá Sigga ég náði ekki að sjá númerið hennar til að sjá hver þetta er hún er með fallega svarta gimbur.

 


Hér sést gimbrin betur.

 


Ljúfa með hrútana sína hún á svartan og flekkóttan en þessi grái er að fylgja henni líka.

 


Hann er mjög fallegur og er með í vinstra eyranu svo hann er pottþétt frá Gumma Óla Ólafsvík.

 


Embla fór að kíkja á hana Hildi sem er svo svakalega blíð og svo er hrúturinn hennar líka gæfur.

 


Hér eru stelpurnar allar saman að klappa þeim báðum.

 


Hér er gimbrin hennar hún er þó ekki spök en mjög forvitin og skilur ekkert í þessu þegar við erum alltaf að koma.

 


Hér er Embla Marína að klappa hrútnum og þetta er í fyrsta sinn sem við náum að spekja hrút út í náttúrunni alveg magnað.

 

F


Það var babyshower hjá Karítas Bríet frænku sem er dóttir Maju systir.

Hér er kakan hennar ekkert smá flott. Hún fékk mjög fallegar gjafir og skemmtilega samveru og á von á stelpu í október.

 

Flottar vinkonur á leið í fermingarferðalag í Vatnaskóg

Freyja, Vigdís og Arna þær komu svo heim í gær og skemmtu sér svakalega vel.

 

28.08.2025 08:29

Fyrsti skóladagurinn hjá Ronju Rós


Ronja Rós orðin svo stór hér er hún að fara fyrsta skóladaginn sinn og þarf að taka

rútu í skólann því barnaskólinn er út á Hellissandi.

 


Hún var búnað bíða spennt lengi eftir fyrsta skóladeginum og hann var alveg frábær

og hún er mjög ánægð og spennt að fara í skólann á hverjum degi og kemur ávallt brosandi heim sem er alveg yndislegt.

 


Hér er hún svo ánægð með nýju skólatöskuna sína sem er liggur við stærri en hún mér finnst svo

skrýtið að hún sé að byrja í skóla litla barnið okkar og hún er svo lítil og nett.

26.08.2025 09:25

Kinda rúntur og afmæli Benóný


Það var auðvitað tekinn kindarúntur inn í sveit og skoðað hvað lömbin eru búnað stækka en hér er

Álfadrottning með gimbrar undan Pistil sæðingarstöðvarhrút önnur þeirra er með grænan fána R171.

 


Stelpurnar að klappa Klaka. Klaki er 2022 árgerð.

 


Freyja að klappa Prímus og Klaka.

 


Klaki er svo fallegur og með svo falleg horn.

 


Dögg með svartan hrút sem er með gulan fána og ljósgrænan H154 og svo 

gimbur hvít sem er með gulan fána og grænan R171 þau eru undan Eilíf sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er Sól með gimbur undan Böggul sæðingarstöðvarhrút og hún er með aðra hvíta gimbur á móti.

 


Hér er Ösp með flekkóttan hrút og hvita gimbur undan Tarsan okkar.

 


Jobba 24-014 með gimbrina sína undan Breiðflóa frá Hraunhálsi.

 


Katla 23-007 með gimbrar undan Breiðflóa.

 


Indiana 24-012 með gimbur undan Kát sæðingarstöðvarhrút og hún er með tvær gimbrar og önnur

þeirra er með H 154.

 


Hér er hin á móti.

 


Sól með fallegar gimbrar undan Böggul.

 


Hér eru tvær sem voru gemlingar í vetur og þær voru geldar og eru núna orðnar stórar og fallegar.

 


Harpa gemlingur missti lambið sitt í vor og fóstrar þennan hrút frá Ídu sem dó á sauðburði

hann er undan Tarzan.

 


Hann er tvilembingur undan gemling en er með gulan fána.

 


Hér er svört gimbur undan Draumadís hún er með H 154. Hún er þrílembingur undan Vind okkar.

 


Gráhyrna hans Sigga með hrút undan Kogga okkar.

 


Þessi hrútur er undan Melkorku og Kakó.

 


Hér er Bríet með lömbin sín undan Klaka.

 


Hér er Prinsessa með gimbrar undan Vind 23-004 þær eru báðar með gulan fána og ljósgrænan H 154.

 


Hún er svo blíð að hún kom til Freyju að fá smá klapp og klór.

 


Hér er falleg gimbur undan Sól gemling og Örvari frá Óla Ólafsvík.

 


Hér er Breiðleit hans Sigga með lömb undan Kogga 24-002.

 


Gimbur undan Gurru og Vind 23-004 hún er fæddur þrílembingur .

 


Perla 20-016

 


Hér er hrúturinn hennar Perlu hann er undan Bruna sæðingarstöðvarhrút og hann er 

með gulan fána og H 154.

 


Hér er gimbrin á móti hún er líka með sömu fána gulan og ljósgrænan H 154.

 


Hér er Perla með lömbin sín þau virka mjög þétt og falleg hún kemur reyndar alltaf

með mjög vel gerð lömb.

 


Perla er líka gjæf og kom til Ronju að fá klapp.

 


Snúlla 17-101 hennar Jóhönnu.

 


Hér er önnur gimbrin hún er undan Ósmann sæðingarstöðvarhrút.

Hún er með grænan R171 og H 154.

 


Hér er hin á móti hún er með gulan fána og grænan R 171.

 


Hér er Guðmunda Ólafsdóttir hún er með hrút undan Breiðflóa.

 


Lóa með móflekkótta gimbur undan Kakó þær voru tvær en það var keyrt á hina.

 


Branda 22-012 með hrút undan Böggul sæðingarstöðvar hrút.

 


Hér er gimbrin á móti hún er mjög falleg grábotnótt.

 


Það var svo fallegt veðrið í sveitinni þegar við fórum á kinda rúntinn.

 


Snæfellsjökullinn orðinn frekar sköllóttur núna en hann verður það nú yfirleitt svona síðsumars.

 


Hér náði ég betri mynd af gimbrinni hennar Lóu og Kakó.

 


Hér er Móna Lísa 14-008 með hrútana sína undan Álf 24-003

Annar þeirra er með gula fána og hinn er með gulan og grænan R 171.

 


Hér sjást þeir betur þessi aftari er með R 171.

 


Benóný framhaldsskóla strákur byrjaði í skólanum og líkar bara mjög vel.

Hann var 16 ára þann 19 ágúst og við fórum til Reykjavíkur í tilefni dagsins.

 


Hann fór til tannlæknis um morguninn og fékk þær gleðifréttir að hann má hætta nota góminn

á daginn og þarf bara að hafa hann á nóttinni. Við fórum svo í Húsdýragarðinn.

 


Hér eru Freyja og Benóný að fara í fallturninn .

 


Maggi bróðir og Marri Már komu með okkur og Marri var alveg með dýrahljóðin á hreinu rosa gaman hjá honum.

Eftir húsdýragarðinn fórum við í sund í Laugardagslaug og svo fékk Benóný auðvitað uppáhalds matinn sinn 

sem eru Dominos brauðstangir.


Þann 17 ágúst fórum við í 2 ára afmælisveislu hjá Jón Bjarka frænda Emils sem

er barn Elfu og Jóhanns sem er sonur Dagbjörtu systir Emils.

Það var mjög gaman að fá að hitta hann litla frænda og svakalega flott veisla.

 


Hér er afmælisprinsinn með Emil frænda og Ronju frænku.

 

23.08.2025 08:20

Útilega hélt áfram og núna á Egilsstöðum 4 til 9 ágúst


Þá erum við mætt á Egilsstaði við vorum komin þangað seint um kvöldið og fegnum frekar óþægilegt stæði en

svo er þetta mynd seinna þegar við vorum búnað færa okkur í annað stæði sem við gátum pantað í lengri tima.

 


Við fórum og kíktum á Ágúst og Írisi á Felli í Breiðdal.

 


Hér er Embla búnað koma sér vel fyrir með eina kisuna frá þeim.

 


Ronja líka með kisu og hund.

 


Leið okkar lá svo í Vök með Ágústi og fjölskyldu.

 


Benóný Ísak fékk sér kók.

 


Freyja Naómí með drykk líka.

 


Embla Marína.

 

Ronja Rós með krap.

 


Emil og Ágúst í Vök.

 


Stelpurnar skemmtu sér vel hér er Freyja, Magdalena og Embla.

 


Hér er Benóný Ísak kominn í hreyndýragarð rétt hjá Egilsstöðum.

 


Þessi var svona unglinga hreyndýr og var í vondu skapi og vildi ekki láta klappa sér og stelpurnar eru hér hálf skelkaðar á svipinn he he.

 


Hér er Ronja að gefa þeim að borða.

 


Svo gaman að kíkja í þennan garð svo falleg dýr.

 


Hér er Ronja komin upp í tré hún elskar að klifra.

 


Svo flott hreyndýr.

 


Við kíktum rúnt inn á Seyðisfjörð og vinafólk okkar með okkur og við tókum rölt um bæinn.

 


Við enduðum svo rúntinn að fara í sund á Eskifyrði og kíktum á refinn sem er þar á Mjóeyri það vildi til að ég var með

smá harðfisk í poka og hann kom strax til okkar. Ég elska refi við vorum alltaf með yrðlinga inn í Mávahlíð þegar ég var krakki

því pabbi var refaskytta og hann kom alltaf með yrðlinga og við vorum með þá allt sumarið og svo fóru þeir um haustin en

komu svo alltaf reglulega í heimsók yfr veturinn mjög skemmtilegt og þeir eru svo skemmtilegir karektar svo stríðnir og mikill leikur í þeim.

 


Ágúst kom og kíkti á okkur og Maggi og Rut komu austur líka til okkar og eru með hjólhýsið hliðina á okkur.

Við tókum spil og áttum góðar stundir saman fyrir austan svo lá leið okkar áfram suður því það spáði betra veðri þar.

Hér erum við komin á Höfn í Hornafirði og við stoppuðum þar til að fá okkur að borða og auðvitað að fara í frábæru sundlaugina þar

og það var fengið sér humarsúpu sem var alveg himnesk hún var svo góð.

 


Við keyrðum svo fram hjá Jökulsárlóni. Við vildum bara halda áfram að keyra á meðan Marri Már hans Magga

svaf því hann er alveg einstaklega erfiður í bíl og hatar að sitja fastu og grætur bara og grætur ef hann er vakandi í bíl.

 


Við teygðum úr okkur á Kirkjubæjarklaustri og keyptum okkur að drekka.

 


Við enduðum svo á því að tjalda á Hvolsvelli það var eina tjaldsvæðið sem var laust í rafmagn enda vorum við mjög 

seint á ferðinni og það var allt fullt á Vik og Skógum svo var Marri greyið vaknaður og alveg brjálaður en náði svo að 

sofna aftur svo við náðum að keyra inn á Hvolsvöll um nóttina og vorum komin um 1 leytið og ég fór út að leita að

stæði og rafmagni en var svo heppin að hitta stelpu sem var að vinna á tjaldstæðinu og hún fann fyrir mig rafmagn svo við

gátum komið okkur fyrir þessa nótt. Hér á myndinni er Ronja og Marri að leika sér úti á Hvolsvelli.

Embla hitti Karitas vinkonu sína á Hvolsvelli og þær vildu fá að halda áfram í útilegu saman og foreldrar Karítas voru 

alveg til í að fá Emblu með svo Karítas hefði félagsskap í útilegunni þeirra svo við urðum við þeirri ósk og leyfðum henni að fara með þeim

svo hún fór aftur til baka það sem við vorum búnað fara og átti svakalega góða daga með þeim í geggjuðu veðri og æðislegum félagsskap sem

var alveg dekrað við þær. Við fórum svo í sund á Hellu fyrir næsta stað.

Annars lá leið okkar yfir á Borg í Grímsnesi næst.

 


Hér erum við komin í sól og blíðu á Borg og hittum aftur vinafólk okkar sem var með okkur á Egilsstöðum.

 


Hér er Emil og Rut búnað vera í göngutúr á Borg.


Maggi að leyfa Marra að máta hjólið með sér.

 


Það var æðisleg kvöldsólin og krakkarnir úti að leika og hér erum við með vinafólki okkar

og Ronja Rós með leikfélaga frá leikskólanum hana Margréti Máney og Kristmund Frey frænda sinn.

 

Núna erum við komin yfir í Mosskóga það er mjög flott að vera þar og við tókum eina nótt þar meðan við vorum að stússast í Reykjavík

að kaupa skólatösku fyrir Ronju og fartölvu fyrir Benóný sem hann þarf að hafa áður en hann byrjar í framhaldsskólanum í Grundafirði.

 


Við fórum með Ronju og Freyju í skopp það er alltaf jafn gaman fyrir krakka að fara þangað.

 


Ronja Rós elskar að klifra og hér er hún komin upp á topp svo dugleg.

 


Hér erum við svo komin heim 12 ágúst og búnað parkera hjólhýsinu í stæðið okkar.

Það var nóg að gera að ganga frá og þrífa þvott eftir þessa löngu útilegu og gott að komast heim.

 


Ég fór svo daginn eftir að skoða nýja fallega litla frænda minn sem er alveg dásamlegur og bræðir alla.

Maja systir er semsagt orðin amma og Steini hennar var að eignast son 24 júlí sem er afmælisdagurinn hans Ágústar bróðir svo hann

fékk litla frænda í afmælisgjöf.

 


Ronja Rós svo stolt frænka.

22.08.2025 04:17

Útilega AKureyri

Við keyrðum svo norður og komum við á Blöndósi og fórum í sund það er svo yndisleg sundlaugin þar við erum búnað fara oft í hana og finnst svo vinalegt að fara þangað og fá sér kaffi í heitapottinum og stytta leiðina norður með að teygja úr sér þar svo er leikvöllurinn þar líka svo skemmtilegur fyrir krakka.

Þegar við komum norður var ekkert laust í rafmagn á Hömrum svo við enduðum með að keyra út á Hauganes og gistum þar eina nótt það var mjög snyrtilegt tjaldstæði en svo um morguninn lét vinafólk okkur vita að það væri búið að losna í rafmagn á Hömrum svo við brunuðum þangað og komumst í rafmagn .

Hér erum við búin að koma okkur fyrir á Akureyri á Hömrum.

 


Hér eru stelpurnar að leika sér í tækjunum sem er alltaf svo gaman. 

Freyja,Ronja og Díana . 

 

 

Steinar,Gulla og Matthea komu og gistu í bílnum sínum á Hömrum og voru í tvær nætur með okkur.

Við kíktum rúnt á Húsavík á laugardeginum og tókum rölt um bæinn og krakkarnir skelltu sér í tækin.

 


Ronja að fara í bolla tæki á Húsavík. Það var mjög kalt á Húsavík þegar við fórum þangað aðeins 8 til 10 stiga hiti

svo við vorum ekki lengi þar.

 

Sama dag fórum við aftur inn á Akureyri og kíktum í Kjarnaskóg í þetta fallega múmín hús.

 


Það var mjög gaman og miklu heitara inn á Akureyri.

 


Alltaf svo gaman að fara inn í Kjarnaskóg það er svo fallegt þar.

 


Við fórum svo með Steinari og Gullu 27 júlí í Daladýrð dýragarðinn þar er alltaf gaman að koma og krakkarnir elska það.

 


Ronja að hoppa í heyið.

 


Hér eru þau að kíkja á naggrísina og hænurnar.

 


Göngutúr á Hömrum við fengum svo æðislegt veður svo hlýtt og mikil sól.

 


Það er svo fallegt hér.

 


Hér erum við að spila kubb við Irmu og Nonna þau komu inn á Akureyri og fleiri með þeim .

 

Hér erum við að spila með Irmu,Teddu,Nonna,Millu og Freyju.


Við skelltum okkur í Bjórböðin fyrir norðan með Irmu,Nonna,Millu og Teddu.

Það var mjög skrýtin en skemmtileg upplifun sem var mjög gaman að prófa.

 


Hér erum við tilbúin að fara prófa þetta.

 


Það var sem sagt bara bjór í svona baði og svo fórum við saman ég og Emil ofan í það og svo mátti

maður fá sér bjór úr krananum á meðan.

 


Elsku besti Marri Már frændi kom til okkar í útilegu hann er sonur Magga bróðirs og Rut og þau voru að fá sér hjólhýsi sem mamma hennar Rut átti og þau

mættu til okkar á Hamra og voru með okkur í nokkra daga.

 


Svo flottur í útilegu.

 


Fórum með Benóný loksins í Glerárlaug en hún var búnað vera lengi á listanum yfir sundlaugar sem honum langaði að prófa.

 


Ronja var alveg að elska að leika sér í vatnstækjunum á Hömrum.

 


Fórum á svakalega flottan leikvöll á Akureyri í Oddeyrarskóla.

 


Marri Már sáttur að hjóla með frænku sinni.

 

Maggi grillmeistari.

 


Hér erum við að labba niður í bæ á Akureyri.

Það var farið í sund á hverjum degi og farið inn á Akureyri, Þelamörk og Hrafnagil til skiptis.

 


Hér er Ronja Rós að róla.

 


Hér er Ronja Rós að hjóla niður í Kjarnaskóg.

 


Fórum að horfa á Íþrótta álfinn í Kjarnaskóg og það vildi svo skemmtilega til að hann er góður vinur Magga bróðirs og var í hjólhýsi

hliðin á okkur svo við kynntumst honum um verslunarmannahelgina mjög gaman.

 


Hér er Ronja Rós svo lukkuleg með Íþróttaálfinum og Marra og Magga.

Gaman að eiga svona mynd af þeim saman.


Benóný og Freyja að fara í kúluna í tívolí sem var á Akureyri yfir helgina.

 


Það var oft farið í sundlaug Akureyrar en Benóný og stelpurnar elska hana.


Hér erum við á Akureyrarvelli á tónleikunum um kvöldið og þeir voru svakalega flottir og gríðalega mikið af fólki.

Það var ekkert pláss í brekkunni eða stúkunni svo við settumst bara niður við sviðið á túnið.

 


Hér er Ronja að leika sér með dót sem Irma og Nonni áttu og hér er seinasti dagurinn okkar á Akureyri við fórum

út að borða á Greifanum með Irmu,Nonna og Sigurði Pétri svo fórum þau að pakka saman og við ákváðum svo í hvatvísi að

færa okkur snöggvast yfir á Egilsstaði og keyra seint um kvöldið. Ég ætlaði að mæla mér mót við Birgittu kinda vinkonu mína og við hittumst aðeins

þegar við vorum að koma upp út sundi og þá var hún að fara í sund á Þelamörk en við ætlum að fara svo norður leiðina aftur til baka og þá ætluðum við

að kíkja í okkar árlegu heimsókn til þeirra á Möðruvelli en því miður breyttust plönin og við fórum svo eftir Egilsstaði suður leiðina heim svo við verðum að

eiga heimsókn til þeirra inni að sinni en það er nú aldrei að vita nema við förum eitthvað norður aftur áður en þetta ár klárast.

 
 
 

 

21.08.2025 11:07

Útilega í Hveragerði 20 júlí til 23 júlí

Við byrjuðum útilegu árið okkar á því að fara í Hveragerði og það var mjög gaman. Við fórum í sund á Þorlákshöfn,Hveragerði og Selfossi.

Benóný bíður spenntur eftir nýju rennibrautunum sem eiga að koma í Þorlákshöfn og verða vonandi opnaðar í september.

Við kíktum á Jóa og Þórhöllu þar sem þau voru í sumarbústað og borðuðum með þeim og krakkarnir kíktu á báta með Bjarka og Emil og Jóa og

ég tók spil við Þórhöllu og Eyrúnu upp í bústað mjög gaman.

Irma og Nonni vinafólk okkar og fjölskylda voru í Þorlákshöfn í útilegu og við kíktum á þau einn daginn.

Borðuðum á Hofland Eatery sem er með bestu pizzurnar á Íslandi og æðislega kósý og flottur staður.

Spiluðum við krakkana á kvöldin og skoðuðum okkur um Hveragerði.

 


Hér erum við í heimsókn hjá Jóa og Þórhöllu í sumarbústaðnum í Selvík.


Hér erum við á leikvelli .

 


Hér er hjólhýsið okkar í Hveragerði það er alveg yndislegt að tjalda þar og þjónustan er frábær og maðurinn sem rekur tjaldstæðið er alveg svakalega almennilegur.

 


Hér erum við að spila Partners.

Næst liggur leið okkar til Akureyrar.

  • 1
Flettingar í dag: 3725
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1417
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2285001
Samtals gestir: 87773
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 05:10:28

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar