Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2025 Desember

25.12.2025 22:59

Hitt og þetta í nóvember

 


Ronja Rós að hjálpa til í fjárhúsunum.

 


Steini frændi og Dagbjört skírðu fallega drenginn sinn 15 nóvember og fékk hann nafnið Ólafur Berg 

svo fallegt nafn á fallega frænda. Hann var skírður í Reykjavík og var það mjög falleg og skemmtileg athöfn.

 


Hér eru þau Steini og Dagbjört með hárprúða Ólaf Berg svo falleg fjölskylda.

 


Hér er Marri Már litli frændi svo mikill gaur og orkumikill hann er sonur Magga bróðir og Rut.

Hér er hann í skírninni hjá Ólafi Berg.

 


Þann 29 nóvember fórum við í skírn hjá Módísi Maríu dóttir Karítas frænku og Daníels

það var svo falleg og yndisleg athöfn heima hjá þeim.

 


Módís María Husgaard svo falleg og svo fallegt nafn.

Nú eru Maja og Óli búnað fá bæði nöfn í höfuðið á sér alveg yndislegt svo dýrmætt að fá svona

tvö barnabörn á sama aldri hjá börnunum sínum þá verða þau svo miklir félagar.

 


Maja stolt amma með Módísi Maríu og mamma stolt langamma.

 


Mamma og Ronja Rós með kisu.

 


Hér er verið að reka hestana upp í Fossárdal 30 nóvember og þeir verða þar þangað til þeir eru teknir inn

milli jóla og nýárs.

 


Ronja Rós inn í Tröð út á Hellissandi en þar var dansað í kringum jólatréð og jóalsveinarnir komu í heimsókn

og gáfu glaðning og dönsuðu og sungu með krökkunum.

 


Það var svo heitt kakó líka.

 


Aðventugleði var í Snæfellsbæ og búðir opnar lengur þann 4 desember.

 


Freyja kom með okkur líka það var kósý stemming á Sker Restaurant og gefið heitt kakó úti.

 


Malla kisan okkar stækkar og hefur það kósý hjá krökkunum.

 


Við Ronja á kvöldgöngu í fjörunni þann 8 desember.

 


Búið að vera svo gott veður undarfarið og alveg yndislegt að fara í göngu á kvöldin.

25.12.2025 22:29

Freyja 12 ára 12 des og sæðingar hefjast

Yndislega og duglega Freyja Naómí okkar var 12 ára þann 12 des og við fórum til Reykjavíkur 10 des og gistum tvær nætur í Reykjavík því Freyja fór til tannlæknis þann 11 des og Embla líka svo fékk Freyja teina á afmælisdaginn sinn. Við eyddum svo deginum í Rvk að gera eitthvað smá afmælis og svo brunuðum við heim því ég átti pantað sæði fyrir kindurnar og ég sæddi þær um kvöldið.

 


Hér er afmælisskvísan í nýju peysunni sem við gáfum henni og svo gáfum við henni buxur og sokka í stíl.

 


Þá er Freyja okkar komin með teina og er bara mjög ánægð með þá.

 


Við fórum á nýjan stað sem við höfum ekki farið áður og krakkarnir voru

svo ánægðir og fannst mjög gaman í VRworld sem er staðsett rétt hjá skeifunni Rvk.

 


Svo gaman hjá þeim.

 


Hér eru tvö svona tæki sem kostar meira í en þau eru þess virði þau fara upp í loft og og hreyfast upp og niður og eitt

tækið fer í hringi og á hvolf og þú ert í rússibana mjög skemmtilegt.

 


Hér eru Freyja og Aron besti vinur hennar hann kom með okkur til Reykjavíkur núna rétt fyrir jól.

 

 

 


Hér eru þær sem voru sæddar fyrsta daginn.

Það voru þrjár sem fengu með Verk og þrjár með Hrók.

Við hleyptum til á fyrstu þann 9 des og það voru 4 sem gengu þá.

 

10 des var ein sem við hleyptum á.

 

13 des voru svo fáar að ganga að ég tók ekki sæði og hleypti á eina sem var þá.

Við sæddum svo til 19 des og það voru 32 sæddar hjá okkur og svo sæddi ég 8 fyrir Sigga.

Svo samtals hjá okkur öllum voru þetta 40 ær sæddar.

 

Við notuðum Magna, Fald, Hrók, Völustein, Verk, Goða, Flóa, Bryta, Mána, Hlekk, Hróður , Fána og  Fursta

svo það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

 

Við byrjuðum svo að hleypa til 20 des .

Það voru 5 að ganga þá .

 

Annars hefur bara gengið fínt og við erum auðvitað að leita á hverjum degi og teyma svo einn og einn hrút eftir því hvaða 

kind hann á að fara á því það er allt útpælt frá skyldleika og hvað passar saman hvernig við röðum í þær.

Kristinn lenti í því óláni að vera með brjósklos og þurfti að fara í aðgerð í desember svo hann hefur þurft að taka því rólega og einbeita

sér að ná sér . Aðgerðin tókst vel og honum líður mun betur núna.

Ég hef fengið mikla aðstoð hjá Sigga og hann hefur leitað fyrir mig á morgnanna og svo þegar ég kem þá færum við þær sér í stíu

sem á að sæða og svo gef ég þeim og fer heim og sæði svo eftir hádegi.

 

25.12.2025 21:29

Gleðileg jól


Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum fyrir innlitið á síðuna okkar.

Hér eru Benóný Ísak, Embla Marína, Freyja Naómí og Ronja Rós og kisan Malla á aðfangadag.

 

Þetta voru frekar óvenjuleg og skrýtin jól hjá okkur. Það voru allir veikir hjá okkur nema ég .

Embla byrjaði seinasta daginn í skólanum fyrir jólafrí og svo fórum við til Reykjavíkur 21 des og þá 

veiktist Freyja eftir að við fórum suður þegar ég var búnað gefa og hleypa til þá brunuðum við inn

í Þorlákshöfn því það var búið að opna nýju rennibrautirnar sem Benóný er búnað vera bíða eftir svo lengi

og þau voru mjög ánægð með þær við Freyja, Aron vinur hennar og Benóný fórum og það var mjög gaman.

 

Benóný mega spenntur að fara í sund í Þorlákshöfn.

 


Hún er eina rennibrautin á Íslandi sem er með keilu svo eru tvær aðrar líka mjög gaman að fá svona 

rennibraut því hún er næst því að vera eins og á Akureyri með svona einstaka öðruvísi rennibraut.

 

Embla er enn veik og hefur verið mjög lasin svo hún kom með Emil suður daginn eftir því Emil var á sjó á 

sunnudeginum. Ég fór með Benóný í bíó á sunnudagskvöldið á Avatar 3 og hún var alveg geggjað góð.

 

Freyja svaf allt kvöldið og var komin með hita en ég gaf henni svo verkjalyf daginn eftir svo hún og 

Aron gátu farið í skemmtisvæðið í smáralind og svo kom Emil , Embla og Ronja til Reykjavíkur

eftir að Emil var búnað gefa kindunum og hleypa til og þegar þau komu suður

 þá fóru Freyja og Aron með Ronju í skopp en svo eftir það var Freyja alveg búin á því og svaf

það sem eftir var af deginum.

Við Emil fórum svo að versla jólagjafir og Benóný fór í sund í 

laugardalslauginni á meðan og við pöntuðum svo brauðstangir fyrir hann og hann fékk sér að

borða en var frekar slappur og kalt og þá kom í ljós að hann var kominn með hita líka og svo

þegar leið á kvöldið var sama sagan með Emil og hann var líka kominn með hita og beinverki.

 

Á Þorláksmessu ákvað ég að vakna snemma og klára Bónus og bruna svo heim með Benóný og 

Freyju og Aron því Freyja og Benóný voru orðin svo veik og svo þurfti ég að drífa mig heim til að hleypa 

til og gefa. Emil átti svo erfitt með að keyra vestur því hann var orðinn svo slappur og þegar hann kom

heim fór hann beint upp í rúm og var alveg sigraður. Svona gekk þetta yfir jólin hjá okkur og þau voru

mjög veik og Ronja veiktist svo á aðfangadagsmorgun þá var hún komin með hita. Ég ákvað strax að 

hugsa jákvætt og segja við mig sjálfa ég má ekkert vera að því að vera veik og ég ætla ekki að vera veik

og ég er ekki enn búnað fá neitt og fékk í staðinn styrk til að geta séð um að hjúkra þeim og sinna

kindunum og fengitímanum og Jóhann aðstoði mig við það og Siggi en svo kom að því að flensan

náði Sigga líka á aðfangadagskvöld og hann var veikur á jóladag og annan í jólum en er að lagast

núna og það á við um Emil líka og Benóný. Embla var orðin hitalaus á jóladag og var þá fyrst að ná

sér alveg búnað vera veik í viku. Ronja er enn veik núna og Freyja er líka enn með hita slöpp og í dag er 27 des.

Hér er Gummi Óla og Viskí.

 


Hér er Ronja Rós hjá Ömmu og afa á aðfangadag.

 

 

Við gátum þó farið í mat á aðfangadag til Freyju og Bóa með því móti að allir tóku verkjalyf og hitalækkandi

áður og voru þá nokkuð hress og gátu borðað jólamatinn og svo fórum við heim og opnuðum pakkana en Ronja

var svakalega lasinn þegar við komum heim og ég gaf henni þá hitalækkandi og þá gat hún notið þess að opna 

pakkana en svo var hún slöpp aftur um kvöldið eins og hin líka svo þetta voru mjög skrýtin jól.

 


Hér eru skvísurnar okkar.

 


Hér er Ronja að opna inn í sveit hjá ömmu og afa og það sést hér að hún 

var orðin ansi föl og slöpp greyjið.

 


Benóný fékk þetta fallega vesti frá þeim og buxur.

 


Hér er jólatréið okkar það var keypt gervi jólatré núna í ár og við

erum mjög ánægð með það fengum það í Húsasmiðjunni í Borgarnesi.

 


Hér erum við komin heim og Ronja Rós alsæl að opna pakkana.

Hún var svo slöpp fyrst en svo lagaðist hún eftir að ég gaf henni hitalækkandi.

 


Freyja Naómí að opna gjöfina frá okkur .

 


Embla Marína að opna frá okkur .Við gáfum þeim 66 norður skelbuxur og vettlinga.

 


Benóný Ísak var mjög rólegur og frekar slappur .

 


Það er alltaf svo kósý að kveikja upp í arininum.

 


Nú fer að líða að því að fyrstu sem við sæddum ættu að fara

sýna hvort þær haldi en það var ein sem gekk upp í dag svo hún hefur

verið byrjuð fyrr því hún var sædd 12 des og gekk upp í dag 27 des.

Það fer að styttast í hringinn og það er ein kind eftir að ganga og svo eru 

5 lömb eftir .

 

 

 

06.12.2025 19:35

Gimbrar hjá Gumma Óla og heimsókn til Óla.


Þessi er undan Topp og Snældu.

32 ómv 3,9 ómf 4,0 lag 108 fótl

8,5 frampart 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Binnu og Boga.

32 ómv 3,9 ómf 4,0 lag 111 fótl

9 frampart 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Hólmsteinn og Elsu.

31 ómv 2,1 ómf 4,5 lag 106 fótl

9 frampart 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi.

 

Þessi er undan Hegra og Birtu.

33 ómv 2,8 ómf 4,5 lag 111 fótl

9 frampart 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Topp og Blæju.

33 ómv 2,3 ómf 4,0 lag 109 fótl

9,5 frampart 19 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Alfreð er undan Dóru og Bruna sæðingarhrút. Hann er með H154 og R 171.

55 kg 112 fótl 30 ómv 4,2 ómf 4,0 lögun.

8 9 9 8,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87 stig.


Emil er undan Melkorku og Kakó.

55 kg 110 fótl 34 ómv 5,7 ómf 4,0 lögun.

8 8,5 9 9 9 18 8 8 9 alls 86,5 stig.

 


Hér eru hrútarnir hans en þessi hvíti í ullinni er seldur og það á bara eftir að sækja hann.

 


Hér eru gimbrarnar hjá Óla Helga Ólafsvík þær eru allar með einhverja arfgerð og flestar R171.

 


Þessi er grámórauð hjá Óla mjög falleg.

 


Þessi heitir Dallas og er undan Fróða sæðingarstöðvarhrút og Ollu.

65 kg 116 fótl 35 ómv 3,0 ómf 4,0 lögun

8 8,5 8,5 9 9 17,5 7,5 8 8 alls 84 stig.

 


Þessir eru í eigu Óla og sá sívalhyrndi heitir Hrói og er undan Tarzan og Gul og er arfhreinn R171.

51 kg 108 fótl 31 ómv 2,1 ómf 4,0 lögun.

7 8 8,5 8,5 8,5 17 8 8 8,5 alls 82 stig.

Hinn heitir Tindur og er líka arfhreinn R171 og er undan Bruna sæðingarstöðvarhrút og Jóu.

47 kg 107 fótl 35 ómv 2,7 ómf 3,5 lögun.

8 8,5 8,5 9 9 18 8 8,5 9 alls 86,5 stig

  • 1
Flettingar í dag: 2458
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 2822483
Samtals gestir: 90442
Tölur uppfærðar: 15.1.2026 12:23:38

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar