Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.03.2010 00:04

Rúningur og Fyrstu lömbin.

Emil,Bói og Gummi fóru á Námskeið í Rúningi á Bergi hann Guðmundur frá Hvanneyri kom og kenndi og tókum við Maja rúnt og fylgdumst með og Kara og Selma komu með og hitti svo heppilega á að Dögg var hjá Önnu Dóru. Hún var búnað eignast 6 hvolpa en aðeins tveir lifðu og eru þeir algjörir boltar þeir eru svo feitir og stórir en það var fagnaðarstund hjá okkur að sjá hana og tók hún vel á móti okkur og þekkti okkur allveg á því að dæma. Við fórum svo inn til Önnu og hjálpuðum henni að gera klárt áður en mennirnir kæmu í mat og þá hitti Benóný hana Sól og var allveg rosa hrifin af henni en hún var pínu feimin við hann. Næst héldum við af stað heim og komum við að gefa og fyrsta sem við heyrum er jarm í lambi og viti menn þá var hún Golsa Ronja borin þrem hrútum og var einn dauður á grindunum frekar leiðinlegt en við bara vissum ekki að hún myndi bera svona snemma hún hlýtur að hafa fengið með hrútnum áður en þeir voru teknir inn og vissum við enga dagsettningu þar af leiðandi en það er nú samt fínt að þessir tveir lifi og eru þeir bara myndarlegir þrílembingar. Það er svo allt að koma hjá Olíver og Donnu því þau eru orðnir vinir og þegar ég set hana út á pall vill Óli alltaf fara með og leika við hana ýkt fyndið. Það eru svo myndir af þessu öllu í albúminu endilega kíkið.

Benóný með lamb í fyrsta sinn.

Allir að læra að rýja.
Ronja með hrútana sína
Flettingar í dag: 1538
Gestir í dag: 130
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708475
Samtals gestir: 46839
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:15:12

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar