Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.04.2010 13:07

8 Mánaða og Rúningur á hrútunum.

Kúturinn orðinn 8 mánaða bara og er hálf slappur litla greyið. Er búnað vera með hósta og kvef og er allveg að fá tönn í efri góm, hann er svo bólgin litla sílið. Bárður kom á laugardaginn og tók af hrútunum og líta þeir bara vel út og kom hann Moli á óvart þó hann sé smár, er hann með hörku læri og fallega byggður hrútur. Bárður hjálpaði okkur svo líka að snyrta klaufarnar á þeim svo þeir eru búnað fá fyrsta flokks snyrtingu frá snyrtistofu Bárðs he he og þökkum við honum kærlega fyrir hjálpina. Emil er búnað vera róa með Kalla Fía á grásleppu og hafa þeir fengið bara fínt á þessa tvo róðra sem Emil fór með og fór ég niður á bryggju og tók myndir af þeim á laugardaginn. Það var svo hundaættarmót í Mávahlíð þegar Pollý, Donna og Dögg hittu Fídel hans Snorra, þau eru öll systkini voða stuð og var líka margt um manninn inn í Mávhlíð á laugardaginn Jói Ragnars kom með Snata hundinn sinn og svo voru Oddur og Margrét að veiða enda var blíðskaparveður.

8 Mánaða töffarinn með fyrstu derhúfuna sína.

Bárður fagmaður í að taka af.

Emil einbeittur á svip að ganga frá grásleppunni.
Flettingar í dag: 804
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 487
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 713131
Samtals gestir: 47063
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 17:18:52

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar