Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.07.2011 01:25

Húsdýragarðurinn,Mávahlíð og Rúllað hjá Sigga.

Það er nú varla frásögufærandi að segja ykkur frá blessuðu Reykjavíkur ferðinni okkar sem var farin nú á dögunum en ætla ég nú samt að deila því með ykkur.
Það byrjaði svo að Benóný var að dilla sér svo mikið við lagið Gaggó vest og var auðvitað ný búnað að borða og við það ældi hann í bilinn í staðarsveitinni. Það var stoppað í einum grænum og barnið rifið út á götu og var hann en spúandi og við tók að þrífa hann með blauttitsjú og handklæðunum sem áttu að vera fyrir sundið og vorum við bæði að kúast og kúast og í mestu erfiðleikum að þrífa stólinn og afklæða greyi barnið en það hafðist þó á endanum. Jæja það var svo stoppað á vegamótum og fengið poka undir fötin því ekki var lyktin geðsleg í bílnum og Benóný sat á bleyjunni einni voða sáttur við lífið bara við fórum því næst upp á Akranes og keyptum ný föt á drenginn og svo var stoppað til að ég gæti gefið Emblu brjóst en þá kom í ljós að hún var búnað gera í sig upp á bak en sem betur fer var ég með aukaföt á hana svo því var reddað um hæl. Við komust svo loks til Reykjavíkur og ákváðum að kaupa nýjan bílstól því hinn var bæði orðinn gamall og allur í ælu lykt. Þegar við vorum komin í búðina var henni að loka svo við urðum að vera fljót að velja og gerðum við það og fórum með gamla inn og báðum þá um að henda honum svo fórum við með nýja stólinn og settum hann í bílinn eftir smá erfiði að festa hann og kom þá í ljós að hann var stilltur fyrir nýbura. Hitinn í bænum var óbærilegur 20 stig og vorum við bæði orðin svöng og pirruð að reyna taka stólinn í sundur og hélt ég að við gætum þetta ekki og sagði við Emil allveg í pirrinigi við verðum bara sækja gamla í ruslið það hlýtur að vera hérna bak við! En nei hann ætlaði ekki að gefast upp og náðist þetta svo loksins og hlóum við svo bara hva þetta væri þvílík misheppnuð ferð hjá okkur en þetta var ekki búið við fórum að borða og voru krakkarnir bæði pirruð og þurftum við að skófla í okkur og fórum við svo í Húsdýragarðinn til að komast út úr bílnum því það var svo þvílíkt heitt og var Donna hundurinn okkar orðin eitthvað svo óróleg og ég fór að hugsa voða hefur ælulyktin magnast upp eitthvað og spáði svo ekki meira í því nema hvað að þegar við stoppuðum var greyi hundurinn búnað skíta í bilinn og Emil hljóp með hana út og þá var hún allveg í spreng og kláraði dæmið emoticonJá þetta var sko allveg komið gott það var gersamlega allt búið að fara úrskeiðis í þessari ferð en sem betur fer var þetta harður kúkur svo ég tók það bara upp með bréfi .Leiðin vestur var svo mjög erfið líka ég þurfti að sitja milli þeirra alla leiðina stanslaust fjör já það er sko ekki auðvelt að ætla að fara versla og hafa gaman á einum degi með svona lítil börn, það verður að taka allavega eina helgi í það.

Jæja annars er búið að vera yndislegt veður hérna á nesinu núna og við erum búnað vera mikið inn í Mávahlíð að busla í vaðlinum og sólbaði. Ég veiddi mína fyrstu bleikju þetta sumarið  en annars er bara engin bleikja í vaðlinum hann er yfirfullur af ósaflúru og étur hún upp öll seiðin og fóru Ágúst.Stulli,Snorri og Hörður með net og slóðadrógu og fengu allveg helling af þessu drasli.

Siggi í Tungu sló svo hjá sér og fóru Steini og Bói og rúlluðu  fyrir hann og fékk hann bara mjög fínt af túnunum 4 rúllur hjá Hrísum og 6 hjá sér. Við erum ekki byrjuð að heyja og veldur það mér smá áhyggjum út af þessari rigningu sem er í spánni núna og við förum líka í sumarbústað 12 ágúst svo vonandi næst það fyrir þann tíma.

Jæja nóg af kjaftavaðli fólk á vera í sumarfríi he he en það er nóg af myndum í albúminu svo endilega kíkið á það kveðja Dísa.


Benóný Ísak lukkulegur í húsdýragarðinum.

Niðrí fjöru við Ósinn.

Út á bát á vaðlinum í Mávahlíð það var sko allveg yndislegt veður.

Benóný datt allveg í lukkupottinn þegar hann fékk að prufa þennan hjá Gerðu í Tungu og brosti allan hringinn og sagði bara Traktúr Traktúr .

Embla Marína er farinn að snúa sér á hlið og á magann voða dugleg.

Til gamans setti ég hérna mynd af Benóný þegar hann var að verða 4 mánaða.

Og hér er svo Embla í sömu fötunum og líka að verða 4 mánaða svo það sést hva þau eru skemmtilega ólík systkyni.
Flettingar í dag: 771
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 1174
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 706449
Samtals gestir: 46684
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 15:16:29

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar