Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

14.10.2011 11:34

Senn líður að hrútasýningu.

Skemmtileg helgi framundan hrútasýning á Bjarnarhöfn sem hefst kl 13 á  laugardaginn.
Allir að mæta og koma með góða skapið og góða veðrið með séremoticon
Komið nóg af rigingu og roki í bili réttara sagt og ekki má gleyma að taka aðal hrútana sína með sér og greiða þeim og pússa fyrir sýninguemoticon 
Það eru svo nýjar myndir í myndaalbúmi af afmæli Freyju
 hrútum og nýja rúmið hans Benónýs.

Í tilefni að þessum merka áfanga set ég hér mynd af vinningshafa skjöldsins í fyrra 2010

Heiða á Gaul með farandsskjöldinn 2010 fyrir besta lambhrútinn. Svo nú verður spennandi að sjá hver verður arftakinn hennar eða hvort hún haldi titlinum.

Gullfallegur hrúturinn hans Bárðar undan sæðishrútnum Sokka. Hann er þrílembingur og með 18 í læri svo hann verður að fara með þennan Demant á sýninguna.

Freyja og Bói komu æðislega á óvart síðasta föstudag og giftu sig í leyni emoticon
Óskum við þeim innilega til hamingju og megi gæfa og hamingja fylgja þeim
 um aldur og ævi. 

Skvísan okkar var svo 6 mánaða 28 sept ég var allveg búnað gleyma að setja það inn það er svo mikið að gera í rollu stússinu hjá mér ;)

Flettingar í dag: 345
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 709729
Samtals gestir: 46869
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 04:05:30

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar