Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.10.2011 19:58

Gimbrarnar teknar inn í Tungu.

Jæja nú erum við búnað taka inn gimbrarnar og eins og flestir vita þá erum við hætt að vera í fjárhúsunum inn í Mávahlíð vegna þess að það er allt á sölu og einnig er komið verulegt viðhald á fjárhúsin sem er ekki vert að gera ef það yrði svo bara kippt undan manni ef það myndi seljast. Himnasending átti sér annars stað þegar Siggi og Gerða í Tungu voru svo rosalega almennileg að bjóða okkur að vera hjá sér í vetur og þáðum við það með þökkum.
Ég er allveg himinlifandi yfir því að vera komin með gimbrarnar inn og geta farið að stjana við þær og er ég strax búnað gera eina spaka svo það byrjar vel emoticon
Mér lýst bara rosalega vel á þetta og eru fjárhúsin í Tungu líka mun flottari aðstað heldur en við vorum með í Mávahlíð og líka gaman að vera fleiri saman þá er meiri félagsskapur í kringum þetta.
Ég er búnað taka böns af myndum af gimbrunum en ætla ekki að setja þær allveg strax inn hér á forsíðuna fyrr en ég er búnað ná góðum myndum af öllum svo ég geti sett mynd , stigun og ættir með inn. Það eru samt myndir af þeim í albúmi og einnig fór ég í heimsókn til Gumma Óla og tók myndir af ásettnings gimbrunum hans sem eru afskaplega flottur hópur og flottir litir. Ég set nú eiginlega allt of mikið á þær voru allar svo góðar en það voru 10 fyrir valinu hjá mér og 4 hjá Bóa svo við erum alls með 14 gimbrar. Siggi setur svo 10 gimbrar á.
Þannig að þetta er stærðar hópur hjá okkur 24 alls. Það eru svo 4 lamb hrútar settir á og á ég svo 3 fullorðna og Siggi er með einn veturgamlan en ég set myndir af því öllu saman inn bráðlega. Í dag kom Bárður með Mána soninn minn,Borða soninn og Boga soninn sem voru allir í góðu yfirlæti hjá honum síðan á hrútasýningunni og þakka ég honum kærlega fyrir það. Hann kíkti svo á gimbrina sem ég ætla að láta hann hafa í skiptum fyrir aðra hjá honum. Jæja kíkið nú á gripina í albúminu.

Hér eru ásettnings gimbrarnar hans Gumma Óla.


Hér er ein hjá Gumma sem heitir Frú Laufey.

Hlussu dóttirin hans Gumma. Hún er undan Hlussu Gumma og Þrándi.

Þessi er undan Kveik og Hlíð hennar Þuríðar.

Þessa fékk hann hjá Palla og er hún undan Dag.

Þessi er undan Bjarka mórauða hrútnum hans.

Þessi er þrílembingur hjá Gumma.

Þessi er undan rollu hjá Snorra og Topp frá okkur.

Hér er svo ein svartgolsótt hjá honum svo hann er að verða kominn með alla liti.

Gleymdi allveg að það eru komnir hænu ungar hjá Bóa og Freyju í sveitinni.

Bói duglegur að svíða í slyddunni.

Flettingar í dag: 243
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 665488
Samtals gestir: 45706
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:22:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar