Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

11.11.2011 10:09

Gimbrarnar hans Sigga í Tungu.

Þessi er undan Skessu og Svarta Kveiksyninum hans Hreins á Berserkseyri.

Þessi heitir Valbrá og er undan Blíðu og Grána.

Þessi heitir Brúska og er einnig undan Blíðu og Grána.

Þessi er undan Fjöður og Grána eða Efa Siggi verður að kommenta um það ég man ekki allveg hvorum hún er undan ;). Ég man að þessi var með 18 í læri. 
 Jæja það komið á hreint að hún er undan Efa.

Þessi er undan Rjúpu og Svarta Keiksyninum og var hún með 18 í læri og 33 í ómv.

Hér er svo hin systirin undan Rjúpu og svarta Kveikson einnig með 18 í læri.

Þessi er undan Bollu og Grána. Ég man að hún var með 17,5 í læri. Þeir sem ekki vita þá er Efi undan Vafa hans Eiríks sem er væntalega að fara á Sæðingarstöðina held að hann fari fyrst í afkvæmarannsókn á Hjarðafell.

Þessi er tvílembingur undan Svört gemlinginum hans Sigga og Efa og er með 31 í ómv og 5 í lögun og var hrútur á móti henni sem var með 18 í læri og stigaður upp á 84,5 stig.
Svo Svört er allveg afburðar kind.

Þessi er undan Gullu gemling og Grána held ég. Hún er einnig tvílembingur, já það vantar sko ekki frjósemina hjá honum Sigga.

Þessi heitir Mjöll og er undan Hlussu og Herkúles og er með 30 í vöðva og 18 í læri.

Ég varð að blogga núna meðan Embla sefur og Benóný er á leikskólanum svo ég fái frið og þess vegna gat ég ekki beðið og spurt Sigga um feðurna til að hafa það pottþétt en ég geri það næstu daga og þá bæti ég bara inn í til að hafa þetta hundrað prósent rétt emoticon

Ég ætla svo að reyna gefa mér tíma til að heimsækja sem flesta hér á svæðinu og taka myndir af ásettnings gimbrum og hrútum hjá þeim sem vilja því það er voða gaman að geta skoðað það hjá öðrum 

Nú er Karítas frænka búnað yfirgefa okkur og Maja og Óli komin heim svo við erum bara 
3 í koti ásamt köttinum Olíver og hundinum Donnu og fiskarnir 2 Steinar og Maggi. Það gekk þó bara ágætlega að koma Emblu og Benóný í háttinn í gær en Benóný er alltaf að spurja um Emil og kalla pabbi pabbi hann er ekki allveg að skilja að hann sé út á sjó og svo þegar Emil hringir ljómar hann allveg og segir Emil og fer að syngja fyrir hann Two and a half men lagið hann elskar það þessa dagana og syngur men men úhú úhú algjör dúlla svo það er víst að við erum farin að sakna Emils mjög mikið emoticon


Hér kúra Embla og Olíver saman voða kósý.

Hér er ég með vínkonu minni sem ég hélt að væri Feikirófa eins og ég var búnað skíra hana því hún er eins og þyrluspaði með dindilinn þegar maður klappar henni en svo kom í ljós að Bói á hana og var búnað skíra hana Dimmu svo þetta er hún Dimma he he.

Við fórum að heimsækja Bárð og Dóru og skoðuðum ásettningsgimbrarnar hjá honum og eigum við eftir að fara og taka mynd af þeim einni og einni og fá upplýsingar um hverja og eina en hér eru þau Mist og Máni sem fæddust í sumar og eru heldur betur orðin pattaraleg.

Karítas fór hamförum hjá Bárði að reyna ná hænunum og náði loksins einni he he.

Bárður og Benóný í djúpum samræðum um hænsnabúið og hænurnar.

Geðsleg he he ég var að gefa henni að borða og svo hnerraði hún og púff allt út um allt upp á nef he he og svo hló ég svo mikið að hún fór að skellihlæja.
Jæja kæru vinir það er svo hellingur af myndum í albúminu endilega skoðið.
Flettingar í dag: 1038
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 1062
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 714427
Samtals gestir: 47134
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 19:03:07

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar