Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.12.2011 09:09

Jólin 2011 og útkoma úr sæðingum.

Kæru vinir við erum búnað hafa það rosalega fínt yfir jólin og fara í jólaboð og éta á okkur gat allveg eins og jólin eiga að vera. Það var rosalega gaman hjá Benóný og Emblu á aðfangadag að opna pakkana. Benóný var búnað gera margar tilraunir til að stelast til að opna og rífa smá gat á pakkana og skildi ekkert í því afhverju hann mátti ekki opna strax Embla hins vegar sýndi jólakúlunum og skrautinu meiri áhuga emoticon

Benóný Ísak var rosalega lukkulegur með þennan trukk sem hann fékk frá Dagbjörtu frænku sinni og fjöskyldu.

Embla Marína að skoða skrautið og opna pakkana.

Jólasveinarnir komu og gáfu Benóný pakka og kittlaði skeggið hann eins og sést hér en hann var svakalega feiminn við þá enda nývaknaður í þokkabót.

Maggi bróðir lögfræðinemi kom heim um jólin og erum við rosalega stolt af kallinum enda er hann að brillera og var hæðstur í 2 prófum og 3 hæðsti á þessari önn í skólanum.
Leifur og Hulda voru hjá okkur líka.

Jæja nú er að renna lok á uppgöngur úr sæðingunum og eru það 13 af 23 sem halda. Það er kanski ekkert allt of góður árángur en ég er hæðst ánægð með að það sem tókst. 
3 af 5 hjá Sigga. 8 af 11 hjá mér. 2 af 5 hjá Bóa og engin hjá Maju. Hjá mér voru líka 2 lömb inn í sem ég var ekki viss hvort þau voru byrjuð að ganga deginum áður þau eru svo misjöfn hversu mikið þau sýna þegar þau eru að ganga enda héldu þau ekki hjá mér.

 Það héldu 3 af 5 hjá Sigga sem ég sæddi. Þær fengu með Gosa,Grábotna og Hróa. 

2. Sem ég sæddi fyrir Maju systir gengu upp en ég tók líka séns og sæddi þær á öðrum degi svo er það bara ótrúlegt hvað óheppnin hennar Maju ætlar að fylgja henni en vonandi fær hún fullt af lömbum næst og góða frjósemi. 

Hjá mér héldu 2 með Gosa og var það Ronja golsótta kindin mín og Ylfa sem er mamma Borða sonsyns míns og tók ég séns með hana hún var að ganga á öðrum degi en hélt þó.

2. Héldu með Grábotna. Ein frá Bóa sem heitir Kápa og Ísabella mín  veturgömul sem var best stiguð í fyrra hjá okkur.

2 .Héldu með Snævari og eru það Hríma hans Bóa sem er ein af bestu rollunum okkar og Aríel sem er einnig með betri rollunum okkar svo það er allveg snilld að þær haldi.

1. Fékk með með Hróa hjá mér og er það Gugga sem er undan Vafa hans Eiríks og Aríel svo það verður spennandi útkoma.

1. Fékk með Sigurfara og var það Móheiður hans Emils.

2. Fengu vonandi með Hriflon allavega eru þær ekki en gegnar upp og eru það Panda veturgömul og Hlussa sem er besta rollan mín og verð ég hæst ánægð ef það heppnast með hana því ég tók sénsin á henni og sæddi hana á öðrum degi. Þær voru sæddar 11 des svo það gæti en verið séns að þær myndu ganga upp.

Nú eru tilhleypingarnar að taka enda og hrútarnir verða svo bara hafðir í til svona 10 jan.
Svona var þessu skipt á milli hrútana minna.
Toppur fékk 4 en átti að fá fleiri en þær voru sæddar. Siggi notaði hann líka eitthvað.
Moli fékk 3 hjá mér en fór líka á einhvað hjá Maju og Sigga
Rambó fékk 5 . 3 mórauðar ,Rauðhettu og Gulbrá verið að reyna fá mógolsótt.
Týr fékk 6 kindur hjá mér og Bóa en einhverjar hjá Maju og Sigga líka.
Brimill fékk 5 kindur.
Golíat fékk 3 og Bárður notaði hann eitthvað líka.
Stormur fékk 4 og Siggi notaði hann eitthvað líka.
Ég fór með 2 í svarta kollótta á Hraunhálsi.
Ég fór með 2 í mórauða hrútinn hjá Lalla sem hann fékk hjá mér.
Það fóru svo 3 í flekkótta Sokka soninn hans Bárðar hann Freyr.

Svo það er alltaf nóg um hrútavalið hjá mér he he 10 notaðir og svo sæddar með 6 hrútum. Já það er ekki öll vitleysan eins emoticon 
Enda held ég að menn séu eitthvað að hlægja að ég sé algjörlega hrútalaus.
Ef þið eruð ekki klár á hvað hrútarnir heita hjá mér og hverjir þeir eru getið þið nálgast það hér gömlu hrútana og hér eru lambhrútarnir 

Hér er svo allt í kafi í snjó og maður sér varla út það verður eitthvað erfitt að koma sér í sveitina en ég verð þá bara að biðja Sigga um að gefa fyrir mig í dag ef það er ófært.

Flettingar í dag: 85
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715040
Samtals gestir: 47156
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 04:15:25

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar