Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.03.2012 00:02

Heimsókn á Eystri-Leirárgarða

Á laugardaginn fórum Ég og krakkarnir,Karítas og Siggi í Tungu í heimsókn til Hannesar og Danielu á Eystri Leirárgörðum. Það var allveg ofboðslega gaman að koma til þeirra og skoða. Hannes og pabbi hans eru með hátt í 400 rollur og 60 og eitthvað kýr og eru fjárhúsin og fjósið allveg rosalega flott og tæknileg. Benóný var auðvitað kominn í himnaríki og vildi helst bara eiga heima þarna með Hannesi í traktornum og svo inn að leika með flotta dótið hjá strákunum hans. Meira segja daginn eftir þegar við vorum heima fór hann við dyrnar og sagði koma bil gefa me me og traktor svo ég vissi að hann héldi að hann gæti bara farið aftur í heimsókn til Hannesar he he svo þetta verður minnisstætt hjá honum. 

Hér er Hannes með Benóný í traktornum.

Hér er hann Hrímar hjá Hannesi sem hann fékk hjá okkur. Hann er undan Hrímu og Mola
og er hann rosalega fallegur hjá honum og hefur stækkað allveg rosalega.

Þessir gemlingar eru sónaðir með 2 hjá honum og eru þeir ekkert smá þroskamiklir og 
fallegir hjá honum. Það var meira segja einn sónaður með 3.

Hér er svarti gemlingurinn sem hann fékk hjá okkur undan Drottningu og Negra hans 
Bárðar búnað stækka allveg gríðalega og ekkert smá tinnu svört.

Hér er hin gimbrin sem hann fékk sem er undan Doppu og Herkúles og er hún sónuð 
með 2 og hefur hún einnig stækkað allveg rosalega.

Hér er svo aðalbóndinn sjálfur hann Hannes með fulkommið hey eins og það á að vera.

Við aðeins að kíkja á beljurnar og ætluðu þær allveg að éta okkur he he.

Hér er ein að koma sér fyrir til að láta mjólka sig. Það eru svo fullt af myndum af ferðinni
okkar hér svo endilega kíkið á það.
Hér er litli grallarinn okkar hún Embla sem er aldeilis farin að færa sig upp á skaftið og farin að klifra upp á uppþvottavélina og tæta. Það komst svo upp um hana að hún hafi verið að gæða sér á klósettpappir því hún var með bréf leifarnar á hökunni he he emoticon 
Hún er núna farin að labba líka allveg fullt af skrefum svo þetta fer allveg að koma hjá 
henni og þá verður enn meira að gera hjá mér úff...
Algjör gullmoli það eru svo nokkrar myndir af þeim systkinum hér.

Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 271
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 9795
Samtals gestir: 1148
Tölur uppfærðar: 24.1.2022 23:40:13

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar