Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.08.2012 00:45

Benóný 3 ára, Oliver kveður og nýr fjölskyldumeðlimur væntanlegur.

Benóný varð 3 ára núna 19 ágúst og var afmælisveisla með Bubba byggir köku fyrir hann.
Það var rosalega gaman hjá honum og hann fékk flottar gjafir og dundaði sér vel og lengi með hvert dót svo það þurfti að elta hann til að fá hann til að opna næstu pakka sem hann fékk.
Embla fékk líka nokkra pakka og urðu boltar og hestar fyrir valinu enda elskar hún það og var allveg eitt bros allan hringinn. Það eru svo myndir af afmælinu hér.


Vel prakkaralegur svipur á honum þegar hann var búnað blása á kertin ; )

Það er svo sorgarsaga að segja frá því að Olíver kötturinn okkar varð fyrir bíl í gær 20 ágúst já það er svo sem hægt að segja að slysin gera ekki boð á undan sér og eru ótrúlega fljót að gerast. Hans verður sárt saknað enda búnað ganga í gegnum lífið með okkur í heil 10 ár svo þetta verða viðbrigði. Krakkarnir eru ekki en búnað taka eftir því að hann vanti en það fer örugglega að styttast í að þau spurji hvar er Kisa því þau hafa alist upp með honum frá því þau fæddust. 

Það er nú líka saga að segja frá því hverning við fengum hann. Ég sá hann auglýstan sem blanda af norskum skógarketti og átti hann að verða loðinn svo ég keypti hann óséðan alla leið frá Kjalarnesi og borgaði 5000 kr fyrir hann og vinur minn sótti hann á flutningabil. Ég tók svo á móti honum voða lukkuleg og hélt hann yrði bara loðinn með tímanum en aldrei varð hann það svo það var aldeilis svindlað á mér þar. En hvað Olíver varðar var hann æðislegur karekter svo ég sé alls ekki eftir að hafa keypt hann og átt hann í öll þessi ár. 

Til dæmis fór hann alltaf yfir í húsið á móti til Steina og Jóhönnu í heimsókn og eins kemur kötturinn þeirra í heimsókn til okkar hún Fjóla svo það verður einmannalegt fyrir hana greyjið núna enda er hún nýbúnað missa vin sinn sem var annar köttur á heimili þeirra en hann dó úr elli og hét Abel. 

Það var þó ekki nóg því Steini og Jóhanna misstu líka hundinn sinn núna fyrir stuttu hana Dögg, hún var veikburða frá fæðingu en lifði allveg vel þar til hún veiktist og þá kom í ljós að nýrun störfuðu ekki rétt og margt annað svo hún var farin að kveljast greyjið og var þá ekki annað í boði nema svæfing og leyfa henni að fara til betri heima.

Já þetta er allveg svakalega mikill missir af gæludýrum hérna í götunni á stuttum tíma
og allt er þegar þrennt er það er nú gjarnan sagt að það deyji alltaf þrír í einu hérna í Ólafsvík af mannfólki en ekki vissi ég að dýrin myndu fylgja þessari skrítnu tilviljun eftir.


Hér er hann Olli kallinn blessuð sé minning hans.

Ég hef svo verið áfram dugleg að fylgjast með hvort að það bætist einhverjar nýjar rollur í rúntinn minn og já ég sá hana Ronju um daginn með Gosa þrílembingana sína en það ganga reyndar 2 undir henni og ein gimbur var vanin undir aðra.

7
Hér er hún Ronja með lömbin sín undan Gosa sæðishrút já það er tvílit ég veit ekki allveg skýringuna á bak við það en alla vega sæddi ég hana og 2 aðrar með sama strái og það kom hvitt úr hinum en svona hjá henni. Ég setti svo inn fleiri myndir inn í albúmið hér.


Hér er mynd frá Jóhönnu sem hún tók af Hnotu sinni með lömbin sín og eru þessu lömb undan Brimill okkar. Ég var svo að setja inn fullt af myndum frá Jóhönnu og smá frá mér inn á búa síðuna sem þið getið skoðað hér.

Jæja best að enda þetta svo á gleðifréttum því það er kominn tími til að ljóstra upp leyndarmálinu okkar um að nýr fjölskyldumeðlimur er væntalegur 19 desember.
Já ég er komin rúma 5 mánuði á leið svo það verður fjör hér á bæ ;)


Flettingar í dag: 474
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 712314
Samtals gestir: 47036
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 22:46:22

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar