Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.10.2012 00:22

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2012

Hér tekur Guðný Gísladóttir frá Dalsmynni við farandsskjöldinum frá Lárusi fyrir besta lambhrútinn 2012.

Hér má sjá vinningshafana fyrir hvítu hyrndu hrútana ásamt ráðanautunum.
1. sæti Dalsmynni
2. sæti Fáskrúðabakki
3. sæti Óttar Kjalvegi


Hér er mynd af efsta hrútnum í hyrnda flokknum en hann er hér á endanum og er númer 78  og Guðný Gísladóttir frá Dalsmynni heldur í hann. 
Hann er undan Borða syni sem heitir Ásbjörn nr 11-004.

Stigun hans hljóðaði svona : 
Þungi 53 fótl 111 ómv 37 ómf 4,3 lag 4,5

8 9 9 9 8,5 18,5 7,5 8 8 Alls 85,5 stig.

Í öðru sæti var hrútur númer 12 frá Fáskrúðabakka undan Blakk 07-865

Stigun hans hljóðaði svona :
Þungi 51 fótl 112 ómv 37 ómf 2,6 lag 5

8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 Alls 86 stig.

Í þriðja sæti var hrútur númer 126 frá Óttari á Kjalveg undan Klett Kveiksyni.

Hér er mynd af honum og stigun hans hljóðaði svona :
Þungi 48 fótl 108 ómv 36 ómf 2,9 og lag 5

8 8,5 8,5 9 9,5 19 7,5 8 8,5 Alls 86,5 stig.


Vinningshafar fyrir bestu kollóttu hrútana 2012.
1. sæti Hraunháls
2. sæti Hjarðafell
3. sæti Óli Tryggva Grundafirði


Í fyrsta sæti kollótta var hrútur númer 158 frá Hraunhálsi og er það örugglega annar hvor
þessara hrúta sem þau Eyberg og Lauga halda í. Þau vonandi kommennta fyrir okkur hvor það er sem vann. Hann er undan Lumbra 07-445 frá þeim.

Stigun hans hljóðaði svona :
Þungi 48 fótl 112 ómv 34 ómf 4,5 og lag 4,5

8 8,5 8,5 9,5 9 18 8 8 8,5 Alls 86 stig.


Hér er frá Hjarðafelli hrútur númer 414 held ég allveg örugglega sem varð í 2 sæti.
Hann er undan Snær 10-761.

Stigun hans hljóðaði svona :
Þungi 43 fótl 108 ómv 32 ómf 2,7 og lag 5

8 8 8,5 9,5 9 18 9 8 8,5 Alls 86,5 stig.

Í þriðja sæti var hrútur númer 11 frá Óla Tryggva undan Búra 10-601 og náði ég ekki mynd
af honum.

Stigun hans hljóðaði svona :
Þungi 49 fótl 105 ómv 30 ómf 4,3 og lag 4

8 9 9 8,5 9 18 8,5 8 8,5 Alls 86,5 stig.


Vinningshafar fyrir bestu mislitu hrútana 2012.
1. sæti Hraunháls
2. sæti Mýrdalur
3. sæti Minni Borg


Hér er sá svarti númer 163 frá Hrunhálsi undan Sváfni 11-441 besti misliti hrúturinn 2012.
Það ber að nefna að Sváfnir var einnig besti misliti hrúturinn 2011 glæsilegir gripir.

Stigun hans hljóðaði svona :
Þungi 51 fótl 111 ómv 32 ómf 2,7 og lag 4,5

8 8,5 8,5 9 9 18,5 8 8 8 Alls 85,5 stig.


Í öðru sæti var hrútur númer 23 frá Mýrdal undan At. Held allveg örugglega að það sé þessi hér annars verðið þið bara leiðrétta mig.

Stigun hans hljóðaði svona :
Þungi 56 fótl 110 ómv 33 ómf 4,3 og lag 5

8 9 8,5 9 8,5 18 8 8 8,5 Alls 85,5 stig.

Í þriðja sæti var hrútur númer 598 frá Minni Borg undan Hring 11-151.

Stigun hans hljóðaði svona :
Þungi 50 fótl 103 ómv 35 ómf 3,8 og lag 4

8 9 9 9 9 18 8 8 8 Alls 86 stig.


Hér eru efstu 5 í mislitaflokknum vestan girðingar og ég held að sá ljósgrái sé þessi sem var í þriðja sæti. Ég var mjög ánægð að ná Topps syninum mínum í topp 5 það er þessi gráflekkótti sem Kristinn bæjarstjóri var svo vænn að halda í fyrir mig.


Pínu hreyfð þessi mynd hjá mér en þetta eru vinningshafar yfir efstu ærnar í kynbótamati
á Snæfellsnesi fæddar 2007.

1. Von 07-378 frá Jörva. Einkunn 116,3. Faðir Erpur 919 frá Heydalsá.

2. 07-084 frá Bergi.Einkunn 115,5. Faðir Hrollur Lásasonur 944.

3. Lóa 07-904 frá Bíldhól. Einkunn 114,5. Faðir Glanni Lásasonur 944.

4. 07-738 frá Hjarðafelli. Einkunn 113,3. Faðir Tvistur Álssonur 868 og móðurfaðir Fjarki
frá Hjarðafelli.

5. Höfuðlausn 07-069 frá Hraunsmúla. Einkunn 112,5. Faðir Skundi Lundasonur 945.


Ég óska öllum innilega til hamingju með þessa glæsilegu gripi og þakka fyrir 
skemmtilega sýningu. Það eru svo fullt af myndum af sýningunni  inni í myndaalbúmi fyrst er frá Haukatungu syðri 2 svo þið smellið bara hér með músinni og 
svo hér fyrir sýninguna á Gaul.


Svo að allt öðru það er búið að vera stússast með hundinn okkur Donnu því hún er byrjuð
á lóðarrýi. Það var byrjað með að fara með hana inn í Grundafjörð í hund þar en það var ekkert að ganga enda hann orðinn 10 ára gamall greyjið. Svo leitin hélt áfram og vorum 
við allveg komin á það að fara með hana til Reykjavíkur í hund hjá frænku minni en þá gerðist þau undur og stórmerki að Marta frænka fékk hugljómun og fattaði að það væri 
hundur á Bifröst þar sem hún er í skóla svo hún tók hana með sér þangað og fór með hana í hund sem heitir Askur.


Askur

Það hófst mikill leikur hjá þeim og ást en ekki náðu þau þó að festast saman þessa 2 daga sem Marta var með hana. Marta kom svo heim á fimmtudaginn og ákváðum við að gefa 
þessu lengri tíma og fá Ask lánaðan yfir helgina.

Það var allveg hrikalegt að sjá gredduna í Donnu he he hún var allveg þvílík klína við hann og reyndi meira segja sjálf að nauðga honum svo við vorum farin að halda að við þyrftum að stýra þeim saman en þá gerðist það loksins að ég heyrði svaka væl út á palli
og hljóp út og Bamm þau voru föst saman Jibbí.

Og það voru villtar ástir alla helgina og þau eru búnað festast 4 til 5 sinnum í allt yfir helgina svo nú er bara að bíða og vona að þetta hafi heppnast.


Það er svo líka komin nýr fjölskyldumeðlimur inn á heimilið. Steinar og Unnur fóru og skoðuðu fyrir mig kettling og mér leyst allveg rosalega vel á hann og þau komu með hann vestur til mín á föstudaginn. Hún var allveg rosalega hrædd fyrst en hún er öll að koma til.


Hér er svo kisa hún er blanda af skógarkött og venjulegum og er allveg rosalega sæt.
Nú er bara finna rétta nafnið á hana.

Já það er sem sagt búið að vera líf og fjör hjá mér um helgina. Emil er búnað vera á 
Skagaströnd í heila viku og verður þar áfram eins og spáin nær. Þeir eru búnað vera fiska
fínt frá 4 upp í 7 tonn á dag. Svo það er búið að vera svolítið strembið að vera ein með grislingana mína,hundana,kisu og þreytuna sem fylgir óléttunni. En það dreifir huganum að hafa nóg að gera og svo fékk ég smá tíma fyrir mig með því að fara á hrútasýninguna á föstudagskvöldið og í gær en maður verður samt alltaf aðeins dasaður eftir að standa svona lengi í köldum fjárhúsum en það var bara gaman.

Ég er líka búnað vera með Emblu í aðlögun hjá dagmömmunum og hún verður þar frá 8 til 12 svo þegar það er komið í gang þá fæ ég kanski að sofa loksins smá út Vá hvað mig
hlakkar til þegar það gerist. Ég er líka búnað vera standa í ströngu við að láta Benóný fara sofa í sínu rúmi sjálfan hann vill alltaf láta liggja hjá sér. En það er allt að koma. 
Núna sit ég bara á stól hliðina á honum og vonandi næ ég svo að sleppa því allveg því hann fór alltaf sjálfur að sofa og það var geðveikt nice en svo fór allt úr skorðum í sumarfríinu og ég hef ekki náð að leiðrétta það enn. 
Svo það er ekki seinna vænna en að fara koma því á rétt ról áður en næsta barn kemur sem styttist óðum. 
Er ekki bara hægt að hætta við núna he he þetta er allt of fljótt að líða. Já maður hugsar 
stundum Hvað var ég að hugsa að koma strax með þriðja 2 eru allveg meira en nóg ;) 
nei nei þetta verður bara gaman.

Jæja nóg komið í bili það eru svo myndir af Donnu og Ask og kisu í albúminu og myndir af Benóný og Emblu svo endilega kíkið hér.

Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 310
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 704080
Samtals gestir: 46421
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 08:37:06

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar