Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

02.03.2013 09:37

Húsafell,Rúningur og enn ein jarðaförin.

Við skelltum okkur í Húsafell seinustu helgi með Steinari,Unni og Birgittu. Það var skemmtilegt og skelltum við okkur í sund og grilluðum læri svakalega gott.

Embla útskrifaðist hjá dagmömmunum núna á fimmtudaginn og fékk þessa fallegu bók í útskriftargjöf. Hún mun byrja í aðlögun út á Hellissandi í leikskólanum á mánudaginn það gengur vonandi vel.

Varð að taka mynd af þessum gamla slökkviliðsbíl í Borgarnesi fyrir Benóný honum fannst hann allveg æði. Það eru svo myndir af ferðinni og fleira hér inn í albúmi.

Hérna er hann Guðmundur úr Búðardal að rýja kindurnar fyrir okkur.
Svo nú eru þær orðnar vel snyrtar og fínar. 

Það er nú samt búið að ganga á ýmsu hjá okkur. Hún Laufey veturgömul lét 2 lömbum
nú seinast liðinn mánudag og svo þegar það var tekið af á miðvikudaginn þá var hún allveg komin að leiðarlokum svo ég fékk Gumma Óla til að koma og lóa henni. 
Svo það var haldin enn ein jarðaförin því það var verið að jarða um daginn hann 
Storm Kveikson. Þetta er vonandi þá komið gott framm að sauðburði.

Það kom svo í ljós að Ronja sem er búnað vera 3 lembd þrjú ár í röð og er núna með eitt
er kviðslitin svo ég mun þurfa að lóa henni í haust. Svo það verða mikill afföll hjá mér í haust því svo er það Króna líka sem er ónýt og svo ein hvít sem heitir Aþena og hún er allveg búin í fótunum og liggur alltaf bara stendur til að borða. 
Þannig að það er bara vona að ég fái góð lömb í haust til að fylla í skarðið.


Fínt að koma með þessa mynd eftir þessar leiðinlegu fréttir hún allveg bjargar deginum hún er svo fyndin. Þetta er Mókolla hans Sigga og hún styllti sér svona líka flott upp fyrir mig um daginn he he allveg yndisleg.

Hérna eru svo Kjölur,Brjánn og Bliki nýrakaðir og flottir. Brjánn lagði rosalega af á fengitímanum og leist mér orðið ekkert á hann en hann er allur að koma til núna og lýst mér bara betur á hann svona rakaðann. Bliki er þrusuflottur og sýnist mér hann hafa alveg átt skilið sín 19 fyrir læri. Þau eru allveg afgerandi flott á honum. 
Það má svo finna fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.

Ekki meira að sinni kveðja Dísa

Flettingar í dag: 761
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 667612
Samtals gestir: 45754
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:13:26

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar