Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.04.2013 17:53

Meira frá Skírninni á Freyju Naómí

Jæja þá er ég búnað skella inn helling af myndum frá skírninni bæði frá mér og frá Dagbjörtu. Ég þakka Dagbjörtu allveg æðislega fyrir að taka myndir fyrir okkur og eru þær allveg frábærar hjá henni enda mynda snillingur þar á ferð. Ég þakka Freyju Bóa og Dagbjörtu og þeim sem hjálpuðu til við skreytingarnar kærlega fyrir og Steina og Jóhönnu fyrir mikla hjálpsemi með börnin og súpuna. Mömmu fyrir að baka bollurnar og köku og margt fleira. Þökkum öllum þeim sem gerðu þennan dag að veruleika með okkur.
Það eru myndir frá Dagbjörtu hér.
Og mínar myndir eru Hér.


Eins og sést hér var hún allveg óð og grét og grét allan tímann í kirkjunni.

Enn það kom svo seinna í ljós að hún hafi verið með í maganum litla sílið og skeit svona ærlega allt í gegn og var mikið hlegið af því. því presturinn var nýbúnað segja okkur að það væri hefð einhversstaðar að barnið ætti að skita á sig í skírnarkjólnum en eins og flestir hafa heyrt hefur alltaf verið hefð að sofna í honum. Þannig að þetta var svolítið skondið að þetta myndi ske stuttu eftir þessar umræður.

Við hlógum mikið af því að sú nýskírða orgaði allan tímann svo erfitt var að heyra hvert seinna nafnið var og ekki gerði auðveldara fyrir að það var pínu sérstakt og mamma mín fékk að heyra nafnið rétt áður en skírnin hófst og hún ætlaði aldrei að ná því og endaði með því að Emil skrifaði það á símann sinn og sýndi henni svo það kom ekki allveg rétt út hjá henni þegar presturinn spurði he he. Því voru skemmtilegar útkomur af nafninu á umslögunum eins og sjá má slepptu sumir seinna nafninu eða skrifuðu það vitlaust og einn gerði Freyja ? Emilsdóttir og einn Naómí með ý svo þetta verður mjög eftirminnileg skírn barnið brjálað og enginn náði nafninu. Steini frændi sendi út til Maju systir að það hafi verið Máney svo það voru alskonar giskanir í gangi.


Að svo allt öðru það er búið að ákveða Sauðfjárræktarferð með Sauðfjárræktafélagi Helgafellssveitar og nágrennis og er það allveg að smella saman hvert verður farið
og geta félagsmenn Búa skráð sig hjá mér í síma 8419069 eða hjá Gunnari 8405758
það eiga eftir að koma ítarlegri upplýsingar inn á heimasíðuna hjá þeim og er slóðin á hana hér.

Við fórum svo í heimsókn til Jóhönnu inn í Bug og fylgdumst með henni gefa rollunum sínum og fleira og getið þið séð það inn í albúmi hér

Hér er Embla inn í Bug að spjalla við Mjallhvíti.
Flettingar í dag: 816
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 710200
Samtals gestir: 46894
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:47:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar