Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.04.2013 20:25

Aðalfundur Búa 2013

Aðalfundur Búa var haldinn núna seinast liðinn miðvikudag í Átthagastofu. 
Ég sem drekk ekki kaffi var búnað drekka 5 bolla af kaffi eins og enginn væri morgundagurinn. Sem sagt ég var að deyja úr stressi að vera formaður og þurfa að tala
yfir og taka eitthvað saman til að tala um en það hafðist og á ég það líka Gumma mikið 
að þakka því hann aðstoðaði mig vel við það. Það voru samþykktir nýjir félagar og farið yfir reikninga og margt fleira.

Það var rætt um næstu hrútasýningar bæði veturgömlu hrútana og svo héraðssýninguna
sem verður okkar megin í ár svo það þarf að fara skipuleggja stað og stund. Við ætlum svo að taka Sauðfjárræktafélag Helgafellssveitar og nágrennis til fyrirmyndar með það að vera með lambhrúta með á veturgömlusýningunni það myndar svo mikla stemmingu innan félagsins og þá fá félagsmenn fleiri verðlaunaspjöld til að safna í fjárhúsin.

Ég mætti með Sauðburðarkver sem er bók um allt sem tengist sauðburði og sjúkdómum í kindum og allt mögulegt og er þessi bók eins og Biblía hvað kindur varðar.
Gummi fer á fundinn sem verður haldinn núna í kvöld á Hvanneyri og ætlar þar að kaupa bækur fyrir þá félagsmenn sem báðu um þær.

Það var svo allveg nýtt á nálinni hjá okkur að ég bjó til verðlaunaskjöl fyrir ýmsa flokka í sauðfjárræktinni hjá Búa og við afhentum það núna á fundinum.

Afurðahæðsta 5 vetra ærin hjá Búa er frá Bergi í eigu Önnu Dóru og Jón Bjarna
Hún er nr 07-084 undan Hroll 06-203 og móðir 03-128 með 
Afurðastig 346,6 Fita 115 Gerð 99 kjötgæði 108,6 
frjósemi 114 mjólkurlagni 124

Næst afurðahæðsta var frá Gröf og heitir Kveikja undan Kveik 05-965 og Geiru 03-010
Afurðastig 321,2 Fita 116 Gerð 104 kjötgæði 111,2 fjósemi 102 mjólkurlagni 108

Þriðja afurðahæðsta var frá Kverná hjá Ragnari og Guðfinnu og heitir Rauðhetta 07-014
undan Glóa 02-242 og Fjöl 03043 Afurðarstig 321 Fita 120 Gerð 80 kjötgæði 104
mjólkurlagni 105 frjósemi 112


Kjötmat-gerð 9,5 eða meira hjá Búa.
1 verðlaun Sigurður Kjartan Gylfason Tungu 
2 verðlaun Hörður Pálsson Hömrum
3 verðlaun Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi

Bú með 30 kg eða meira eftir hverja á 2012.
1 verðlaun Jóhanna Bergþórsdóttir Bug
2 verðlaun Sigurður Kjartan Gylfason Tungu
3 verðlaun Marteinn Gíslason Ólafsvík

Stigahæstu lambhrútarnir 2012 fyrir malir læri og bak.
1 verðlaun Herdís Leifsdóttir Mávahlið með Gosa son sem var 88 stig
2 verðlaun Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi með Klettsson sem var 87,5 stig
3 verðlaun Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi með Klettsson sem var 86,5 stig

Ég var svo heppin að fá Árna frá Bv til að senda mér yfirlit yfir þetta allt saman annars hefði ég ekki getað gert þessi verðlaunaskjöl og þakka ég honum innilega fyrir hjálpina.
Ég skannaði þetta svo inn og ákvað að deila þessu hérna með ykkur.


Hér koma svo tölurnar bara innan okkar félags Búa.
Þið getið svo skoðað fleiri myndir hér inn í albúmi með því að smella hér.

Það er svo allt að verða klárt fyrir sauðburð hjá okkur Emil er búnað smíða og setja grindur á mið krónna. Við skelltum geldu og gemlingunum sem fengu ekki þar og Ronju líka því hún er svo feit og kviðslitin að ég vil ekki að hún springi áður en hún ber blessunin. Við sóttum svo hey til Bárðar áborna há og ég er að blanda henni hægt og rólega saman við heyið sem við erum með svo lömbin stækki ekki gríðalega núna seinustu mánuði fyrir burð.

Verið að sækja hey hjá Bárði inn á Hömrum.

Donna komin með kærastann sinn hann Ask í annað sinn og hugsum nú jákvæða hugsun til hennar að allt gangi vel núna og hún gangi alla meðgönguna með hvolpana. Hún var allveg í skýjunum þegar hann Askur kom hún allveg grét þegar hún sá hann enda búnað vera allveg að deyja í henni he he.

Það eru svo fleiri myndir frá þessu hér að ofan með því að smella hér.Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 271
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 9795
Samtals gestir: 1148
Tölur uppfærðar: 24.1.2022 23:40:13

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar