Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.04.2013 11:17

Lömb í Lambafelli og Trönu

Fyrstu lömbin í Lambafelli hjá Sigga og eru þau eign barnabarns hans Emblu Eik. Þetta eru tvær gimbrar undan Golíat Boga syni sem Óli fékk hjá okkur í haust. Vonandi skilar hann þeim flottum og góðum lömbum.

Móbotnóttur hrútur hjá Óla í Lambafelli.

Hér erum við komin til Gumma í Trönu. Þetta er gemlingur undan Grábotna og Hlussu með 2 hrúta.
Allveg stórglæsilegur gemlingur með falleg og stór lömb.

Hlussa hjá Gumma með þykka og fallega gimbur undan Klett og það er hrútur á móti. Þetta verður án efa ásettningsgimbur hjá honum.

Það er vel komið á skrið sauðburðurinn í Ólafsvík og voru 11 bornar seinast þegar ég fór í heimsókn í lambafell. Það er rétt að byrja hjá Gumma Óla líka. Svo við bíðum bara spennt eftir að það fari að byrja hjá okkur en fyrsta á tal milli 26 til 27 apríl.


Hér eru svo nýju húsin í fjárhúsahverfinu komin vel á skrið hjá honum Heimi. Þau verða fulltilbúinn að mestu líkindum í haust.

Nú er búið að sprauta allt saman við lambablóðsóttinni. Hér eru Emil,Maja og Siggi að sprauta.

Hér eru svo krílin mín Embla búnað vera lasin síðan á þriðjudag vonandi fer henni að batna svo hún fari að komast á leikskólann að hitta krakkana. Benóný alltaf sami töffarinn og grallari. Við stukkum heim úr bílnum um daginn og skiptum um föt og þegar við komum aftur út í bíl sirka eftir 2 mín þá var minn maður búnað losa sig úr beltinu og kominn aftur í skott voða montinn. Þannig nú er ekki orðið hægt að segja honum að bíða kyrr út í bil meðan maður stekkur í búð eða annað.

Það eru svo myndir af þessu öllu með því að smella hér.

Kveð að sinni Dísa

Flettingar í dag: 1421
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 666666
Samtals gestir: 45750
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 21:45:18

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar