Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
08.07.2014 16:44Ferðalag á Akureyri og rollu rútntur![]() Fórum norður til Akureyrar með Magga bróðir og Erlu og áttum þar rosalega flott viku. Það var Magga og Erlu að þakka að við fórum því þau voru með verkalýðsíbúð sem þau gátu bara nýtt yfir helgina og við fengum svo að nýta restina af vikunni. Við fengum allveg geggjað veður og sem betur fer því ekki hefur verið mikið um sólardaga hér heima síðan að við komum heim. Eins og sést á myndinni þá er Benóný allveg í essinu sínu í rennibrautunum og fórum við oftast á Hrafnagili í sund því þar var mjög gott að vera og alger snilld fyrir barnafólk því þar er upphituð vaðlaug við rennibrautina. Hver kannast ekki við að þurfa að bíða í ískaldri lauginni við rennibrautina meðan krakkarnir renna allavega ég og þarna þurfti ég þess ekki heldur lá bara með Freyju í vaðlauginni og fylgdist með svo ég mæli eindregið með þessari laug mér fannst hún snilld. ![]() Embla er orðin svo köld að hún gaf Benóný ekkert eftir í rennibrautunum og hér erum við í sundi á Dalvík og fórum við svo einnig í sund á Akureyri og Eskifirði þegar við enduðum svo ferðalagið okkar á því að fara allaleið austur til Ágústar bróðirs og Írisar. Mér til mikillar ólukku þá eyðilagðist myndavélin mín á Dalvík og ég gat ekki tekið myndir á hana þegar við fórum austur en ég á það til í símanum og ég kann ekki að færa þær yfir í tölvuna eins og er svo það verður bara að koma þeim myndum inn á facebookið. ![]() ![]() Ég fór svo auðvitað í heimsókn til hennar Birgittu kindavínkonu og þar var tekið vel á móti okkur og fórum við meira segja tvisvar til hennar og Þórðs í þeirra yndislegu sveit. Ég var allveg dáleidd af sveitinni þeirra það er svo rosalega fallegt umhverfið hjá þeim. Ég veit þessi mynd er svolítið hreyfð en ég varð bara að setja hana inn. Það var rosalega gaman að fá að kíkja til ykkar takk kærlega fyrir okkur . ![]() Freyja blómarósin mín í Kjarnaskógi. ![]() Kíktum líka í sumarbústað til Jóhanns og Þórhöllu á móti Illugastöðum ég man ekki hvað það heitir en það var æðislegur staður og svakalega flott leiksvæði fyrir börn. Hér eru allir í krikket og það endaði með því að Freyja fékk kúlu eftir systir sína sem sveiflaði óvart í hana kylfunni. ![]() Maggi og Erla með Freyju í Lystagarðinum á Akureyri. ![]() Sessa með gimbrina sína og Vigga með flekkóttu. ![]() Mjallhvít með hrút undan Ás og Hríma hennar Jóhönnu með gimbur undan Ás. Það eru svo fleiri myndir bæði af rollum og ferð okkar norður með því að smella hér. ![]() Mist með gimbur undan Ás og mun hún heita Ása ef hún verður sett á. ![]() Hrútur og gimbur undan Kára og Frigg ég er rosalega spennt fyrir þeim. ![]() Þrílemibngarnir undan Mugison og Rán. ![]() Svana með tvær gimbrar undan Garra virka mjög flottar. ![]() Botnleðja með þrílembingana sína undan Brján. ![]() Skuggadís, Ísabella og er ekki allveg klár á hver hin er en ég held að það sé Herdís hennar Jóhönnu. ![]() Svana með gimbrarnar sínar undan Garra. ![]() Kápa með hrút og gimbur undan Brimil. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inni. Jæja svo er núna komið að því að fara huga af heyskap og ekki er nú veðrið að leika við okkur þessa dagana það er alltaf rigning. Siggi sló fyrir mánaðarmót og hefur ekki getað hreyft við því fyrr en núna fyrst og tóku þeir eitthvað af þvi saman í gær og er það harla fátt sem hann hirðir því megnið af því er orðið ónýtt. Samkvæmt nýjustu spám veður kanski hægt að heyja um helgina og vona ég að það standist. Af okkur að segja þá er Emil á fullu að græja bátinn á makríl og krakkarnir eru komnir í frí á leikskólanum svo það er nóg að gera að hafa ofan fyrir þeim. Tala nú ekki um þegar veðrið er svona. En við verðum bara vera bjartsýn það hlýtur að fara koma sól og sumar hjá okkur. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is