Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

23.07.2015 01:34

Brúðkaups undirbúningur og Brúðkaup

Jæja ætlaði nú að vera löngu búnað blogga um Brúðkaupið okkar en svo hef ég verið að 
bíða eftir tíma og myndum en ég er aðeins með örfáar myndir. Ég á eftir að fá myndirnar 
hjá Óla hennar Maju systir hann tók allveg æðislegar myndir af okkur og á eftir að vinna 
þær. Stóri dagurinn okkar var 27.júní og fór athöfnin framm í Mávahlíð sveitinni minni.

Dagurinn var fullkominn í alla staði nema smá smáatriði sem klikkuðu eins og þegar 
Ég var komin inn í Mávahlíð að klæða mig þá fattaði ég að ég hafi gleymt blómunum inn
í ískáp heima ob ob þá kom smá stress en Steini frændi minn reddaði því og sótti þau.
Síðan voru rosalega fallegar blómakörfur sem stelpurnar áttu að vera með og þær
gleymdust óvart í bílnum okkar heima svo við létum það bara eiga sig.

Þetta var allt útpælt hjá mér og ég var löngu búnað semja við Fróðahreppinn minn að
gefa mér fullkominn dag og ég varð ekki fyrir vonbrigðum og er allveg fullviss að ef
maður þráir eitthvað nógu heitt og stefnir að því alla daga til þess að maður fái það.
Þessi dagur allavega staðfesti það fyrir mér því ekki er veðrið búið að leika við okkur
í sumar og yfirleitt er alltaf gola eða rok inn í Mávahlíð á daginn en ekki þennan dag.

Besta vínkona mín Irma greiddi mér og ég bað hana allveg sérstaklega að setja nóg
af hárlakki í hárið því það væri alltaf rok eða gola. En aldrei eins og vant var allveg 
logn og ekki það mikil sól að allir væru grettnir á myndunum svo þetta var fullkomið
ljósmyndaveður fyrir Óla. Sigrún frænka faðraði mig og Marta frænka og Milla systir
Irmu sáu um að vinna fyrir okkur í veislunni. Svavar frændi var tæknimaður.

Þetta var svolítið mikið útpælt hjá okkur því ég lét teyma mig á hesti og ég var með hring
undir kjólnum svo hann passaði allveg og steig þá ekki á hann en ég gat ekki verið með
hringinn á hestinum svo þegar ég steig niður af hestinum þurfti ég að fá aðstoð við að
skella hringnum undir he he en það gekk allt saman eftir og hesturinn henti mér ekki 
af baki og ég rann ekki af, svo allt tókst vel úfff ég hafði mestar áhyggjur af þeim 
áfanga að komast alla leið á hestinum. Maggi bróðir leiddi mig svo upp til Emils og
Óskars prests og Steina frænda Emils sem var svaramaður hans.


Bói að teyma mig niður brekkuna frá Mávahlíð. Ég keypti auðvitað bleikt teppi á hestinn
og var með bleikt semelíu beisli og taum og múl og svo fékk hann bleikt slör.
Bói var að hafa áhyggjur að aumingja hesturinn sem er karlkyns þyrfti smá 
áfallahjálp eftir alla þessu bleiku múderingu he he.

Svona boginn sem Bói smíðaði fyrir mig og svo skreytti ég hann með bergfléttum og
greni og svo hvítar gervi rósir. Við vorum svo með stóran rekaviðs staur sem við 
settum svo gæru yfir til að krjúpa á. Skrautið að er svo hvittaðir girðingastaurar með
bleiku skrauti og bandi. Mottur til að labba á og það var svolítið mál að redda þeim og
ég pældi mikið í hvernig skóm ég ætti að vera í og endaði að vera bara í stigvélum 
renndum og fór svo í fínu skóna í veislunni sem var svo haldin í Félagsheimilinu í 
Ólafsvík.

Hér er hringurinn kominn undir kjólinn og gæran á rekaviðinn allt orðið klárt emoticon

Við orðin hjónó æðislega gaman og vaðalinn allveg sléttur í baksýn og æðislegu
fjöllin sem mér þykir svo vænt um.

Benóný flotti strákurinn okkar stóð sig með prýði sem hringaberi.

Sætu skvísurnar okkar svo var Karítas frænka brúðarmey með þeim og þær voru allar
svo rosalega flottar og stóðu sig svo vel vantaði bara blómakörfurnar sem gleymdust.

Alda Dís besta söngkona landsins söng fyrir okkur og pabbi hennar spilaði undir og 
það var allveg meiriháttar allveg gæsahúð allan hringinn. Hún söng fyrir okkur 4 lög
og útgöngulagið var Lífið er yndislegt og hún gerði það svo fallega að sínu og breytti
Stjörnusalnum í Mávahlíðinni og Herjólfsdalnum í Fróðahreppnum það var allveg æði.

Við að labba upp úr athöfninni og út í bíl í myndatöku leiðangur um sveitina.

Irma og Nonni bestu vinir okkar voru svo yndisleg að skreyta og pússa bílinn sinn til að
lána okkur. Maggi bróðir var svo bílstjóri.

Veislan fór svo framm um 2 tímum seinna eftir myndatökuna og var hún langt framm á nótt
og Dóra vínkona var veislustjóri og sá um að halda uppi stuðinu til 10 hálf 11 en þá tók við
Dj sem spilaði framm eftir nóttu. Í veislunni voru stelpurnar í Saumó með skemmtilega 
leiki fyrir okkur og stelpurnar okkar Embla og Freyja sungu fyrir okkur ógleymalega flott
lag með Friðrik Dór Mannstu eftir mér eurovison lagið. Við yfirgáfum svo veisluna um 
hálf 1 og þá keyrði Óli og Maja okkur upp í bústaðinn þeirra í Bröttuhlíð sem er rétt við 
Mávahlíð og þar beið okkar kex og kræsingar inn í ískáp í boði Maju systir og Irmu vínkonu
allveg yndislegar.


Nú ætla ég að byrja á byrjuninni hér er boðskortið okkar að utan.

Inn í mynd af mér á hrút og ljóð um hrúta.

Neðar var svo mynd af Emil á hesti þegar hann var lítill. Ég hannaði kortið sjálf og valdi
pappír svo lét ég Steinprent búa það til fyrir okkur.

Þessi mynd var á Brúðartertunni okkar. Ég á ekki mynd af henni en ég held að Óli hafi
tekið mynd af henni.

Svona var þegar inn var komið gömul taska með gæru svo gestabók . Mynd af Emil
á hestbaki og svo hrúturinn okkar upp á vegg og svo mynd sem mamma gaf okkur
daginn fyrir Brúðkaupsdaginn af málverki af mér með hest sem Þurý systir mömmu
málaði. Húsið málaði ég sjálf og gerði borðaskipunina inn í rammana.

Gestabókinn ég gerði hana sjálf.

Inn í gestabókina setti ég svo myndir og klippti út af okkur litlum og meira.

Húsið fékk ég hjá Einari nágranna og ég málaði það og skreytti og klippti út pappír og
skrífaði borðaskipunina.

Það var rolluþema og skærbleikt og líka svolítil náttúra því ég týndi þessi grjót í 
Fögruhlíð í sveitinni hjá mér og svo skeljar í fjörunni og málaði þær sumar en hafði svo
litlu bara venjulegar svo sneri ég skel á hvolf og límdi og setti kerti á hana. Skeifuna
hafði ég bara lausa því hún er það þung að hún var allveg kyrr. Græna er svo hreindýra
mosi sem ég týndi í fyrra í Búlandshöfða og hann límdi ég á  :) 

Það voru rollustyttur þar sem ég sat.

Bátar þar sem hann sat. Svona áhugamál og vinnan okkar.

Á veisluborðinu var hrútur og rolla hvað annað............

Önnur svo hinum megin.

Þessi skreyting var svo fyrir aftan okkur og sá Freyja tengdamamma um að gera hana
mjög flott hjá henni.

Saumó skvísurnar mínar í Preggy að halda á mér þær eru allveg æðislegar og hjálpuðu
mér svo mikið við allt takk kærlega fyrir okkur elska ykkur knús knús og takk kærlega 
allir fyrir að deila með okkur þessu frábæra Brúðkaupsdegi hann var fullkominn.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
Það eiga svo eftir að koma geggjaðar myndir í viðbót þegar Óli er búnað vinna þær.

Flettingar í dag: 709
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 667560
Samtals gestir: 45754
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:50:08

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar