Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.10.2015 13:17

Minningarorð Blika Gosasonar

Það er mér með sorg í hjarta að segja frá því að Bliki Gosa sonurinn minn er búnað vera 
veikur síðan 16 október og búið að reyna allt til að halda í honum lífinu.
Ég var svo búnað fá Bárð til að koma og lóga honum en þá var hann bara búnað
kveðja okkur og var látinn þegar Bárður kom svo þannig endaði hans ævi í dag 29 okt.

Mig langar aðeins til að rifja upp hans lífsævi hjá okkur.
Hér er hann sem lambhrútur og varð strax rosalega þykkur. Ég hafði trú á honum frá fæðingu. Hann er fæddur einlembingur undan Ylfu og Gosa sæðishrút.
Hér er hann lambhrútur að hausti 2012.

Þungi 62 fótl 109 ómv 33 fita 4,5 lag 4,5

Stigun 8 9 9 9 9,5 19 8 8 8,5 Alls 88 stig.

Tvær gimbrar voru settar á undan honum haustið 2013

Ég ákvað að fara varlega í að setja á vegna þess að frjósemis spáin hjá honum var svo slök
að margir töldu mig allveg bilaða að vera halda þessum hrút og hvað þá að setja á undan honum.
Ég ákvað þó að eiga hann og fara eftir minni sannfæringu að trúa á hann.

Snædís er undan Skuggadís og Blika. 

Stigun : 48 kg ómv 33 ómf 3,9 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 8


Brimkló er undan Hyrnu og Blika. 

Stigun: 50 kg 36 ómv ómf 4,7 lag 5 frp 9 læri 18,5 ull 8,5

Þær voru báðar með lömbum gemlingar . Snædís var með eitt og Brimkló var tvílembd.

Núna í ár var Snædís tvílembd og ég seldi gimbrina undan henni og hrúturinn hennar fór í sláturhús
og var 19,4 kg og fór í U 3.

Núna í ár var Brimkló tvílembd og ég seldi gimbrina undan henni og hrútinn og hrúturinn var 87,5 stig.

Veturgamall var hann kosinn besti veturgamli hrúturinn hjá Búa 2013.
Hér erum við Bárður með hrút undan Blika sem skipaði annað sæti á héraðssýningu lambhrúta 2013.

Gimbrar sem voru settar á hjá Blika 2014.

Þetta er Stiga 14-007 tvílembingur undan Ösp og Blika.

55 kg 33 ómv 5,2 ómf 5 lag 9,5 framp 18 læri 8 ull.

Rjúpa 14-013 tvílembingur undan Kríu og Blika.

48 kg 31 ómv 3,4 ómf 5 lag 9 framp 18 læri 9 ull.

Elsa 14-015 tvílembingur undan Söru veturgömul og Blika.

47 kg 30 ómv 4,4 ómf 4,5 lag 9 framp 18 læri 8 ull.

Svanhvít 14-018 tvílembingur undan Búkollu og Blika.

45 kg 31 ómv 3,7 ómf 4 lag 8,5 framp 18,5 læri 8,5 ull.

Emma 14-023 tvílembingur undan Búkollu og Blika.

45 kg 32 ómv 3,5 ómf 4,5 lag 9 framp 18,5 læri 8 ull.

Ögn 14-024 tvílembingur undan Kríu og Blika.

39 kg 30 ómv 2,7 ómv 5 lag 9 framp 18,5 læri 8 ull.

Voru allar með lömbum gemlingar nema Ögn og Rjúpa voru hafðar geldar.
Rjúpa gekk svo seint að ég vildi ekki láta til hennar.
Stiga var tvílembd og hinar einlembdar sem gemlingar.

Við vorum aðeins að leika okkur með kollóttu að láta Blika á þær og fengum þessa líka
flottu gimbrar undan honum það sínir hversu sterkur hrútur hann var að ná þeim upp í 
svona stigun. 

Það er svo varla frásögu færandi að við lóguðum þessum kollóttu því þær voru með smá 
hnífla veturgamlar og mér fannst það svo ljótt og átti svo margar fallegar gimbrar að ég
setti frekar á í staðinn fyrir þær.

Stika var í miklu uppáhaldi hjá mér en hún hefur því miður ekki skilað sér af fjalli og á ég ekki
von um að hún sé lifandi.

Núna í ár set ég aðeins eina gimbur á undan honum og átti ég bara 3 gimbrar undan honum
og seldi báðar hinar.
Hann átti 7 hrúta og einn var settur á og 3 voru seldir og 3 í sláturhús 
Einn þeirra fór í E 3 og var 20,1 kg og annar fór í U 3 og var 21,2 kg.
Þriðji fór í U 3 og var 22,1 kg.

Þessi hrútur fær nafnið Mávur og er arftaki Blika og vona ég svo innilega að hann eigi eftir að
erfa kosti föður síns og koma genum sínum í komandi kynslóðir ásamt því að hann á að vera 
með miklu betri frjósemis einkunn en faðir hans. Þessi hrútur var í þriðja sæti á Héraðssýningunni
núna í ár eins og hefur áður komið fram hér á blogginu mínu svo þetta sannar hvað Bliki Gosa 
sonur var frábær gripur. Hann átti sér þó einn galla sem var mjög leiðinlegur að það var að
það var mjög leiðinlegt að láta hann lemba því hann vildi bara fara einu sinni á hverja kind
og þegar maður var að nota hann var maður stundum efins um að hann hafi lembt og þá var
ekki til í dæminu að hann færi aftur á hana þar af leiðandi notaði maður hann ekki eins mikið
og maður hefði viljað því það fór mikill tími í að nota hann.

Þó átti hann góða daga og gekk vel að láta hann lemba og þá fengum við líka flotta gripi en
hann var líka vel yfir kjörþyngd og var það nú ekki að hjálpa til hjá kallinum.


Gimbrin í ár sem ég set á undan honum og Lif.
44 kg ómv 32 ómf 2,5 lögun 4,5 fótl 108 framp 9 læri 18,5 ull 8 samræmi 8,5


Hér er hann eftir að við smöluðum í haust og var þá í góðu standi.

Blessuð sé minnig hans emoticon





Flettingar í dag: 667
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 710051
Samtals gestir: 46891
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 07:04:30

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar