Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
05.12.2015 10:29Aðalfundur Búa fyrir árið 2014Aðalfundur Búa var haldinn á Átthagastofu Ólafsvík og var farið yfir venjuleg fundarstörf og veitt verðlaun fyrir ýmsa þætti. Þessi fundur átti að vera löngu búið að halda en því miður dróst hann þetta lengi svo betra er seint en aldrei verður maður bara að segja. En þetta gekk allt ljómandi vel og við komum bara sterk inn á nýju ári og ræddum um að reyna fara í einhverja ferð á komandi ári. ![]() Hér eru félagarnir Bárður Rafnsson Grundarfirði og Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi. Ég ákvað að fara aftur í tímann og veita viðurkenningu til að hengja upp í fjárhúsinu. Við veitum alltaf bikara sem menn geyma í ár og svo fara þeir annað en nú fá allir skjal sem þeir geta þá átt um ár og aldir . ![]() Anna Dóra og Bárður að taka einnig við verðlaunaskjölum fyrir veturgamla hrúta frá árum áður. ![]() Gummi með fyrir mig verðlaun fyrir veturgamla frá fyrri árum. ![]() Fleiri viðurkenningar fyrir veturgamla frá árum áður. Gunnar á Kolgröfum með hyrndu Kverná með kollóttu og Siggi Tungu með mislita. ![]() Gummi og Anna Dóra með 2 afurðarhæðstu 5 vetra ærnar og svo átti ég þriðju. 1.Berg með 103 Gerð 101 Fita 107 Frjósemi 121 Mjólkurlagni 110 heildarstig. 2.Berg með 100 Gerð 109 Fita 106 Frjósemi 116 Mjólkurlagni 109 heildarstig. 3.Mávahlíð 106 Gerð 116 Fita 112 Frjósemi 101 Mjólkurlagni 108 heildarstig. ![]() Afurðarhæðstu búin 2014. 1.Siggi í Tungu fjöldi veturgamla 9 fjöldi áa17 Reiknað kjöt eftir hverja á 43,2 lömb eftir á fædd 2,12 til nytja 2,00 meðalfallþ 20,78 meðalgerð 11,00 meðalfita 9,75 2.sæti Ólafur Tryggvason Grundarfirði. Fjöldi veturgamla 8 fjöldi áa 4 Reiknað kjöt eftir hverja á 41,4 lömb eftir á fædd 2,25 til nytja 2,00 3.sæti Marteinn Gíslason Ólafsvík. Fjöldi veturgamla 6 fjöldi áa 12 Reiknað kjöt eftir hverja á 38,5 lömb eftir hverja á fædd 2,08 til nytja 1,92. ![]() Ég og Emil áttum þrjá bestu lambhrútana 2014. 88 stig, 87,5 stig 87 stig. ![]() Kjötmat 2014 Bú sem náðu 9,0 í meðalflokkun fyrir gerð lamba og áttu fleiri en 10 sláturlömb.1 sæti Hörður Pálsson Hömrum sem Bárður heldur á. 21 lamb meðalfallþ 17,80 meðalgerð 11,00 meðalfita 8,38 Sigurður Tungu annað sæti. 28 lömb meðalfallþ 20,78 meðalgerð 11,00 meðalfita 8,38 Guðmundur Ólafsson þriðja sæti. 35 lömb meðalfallþ 18,32 meðalgerð 10,74 meðalfita 7,71 ![]() Rollunum var svo smalað heim helgina 20 nóvember og byrjað að hýsa. ![]() Aumingja Tvinni okkar lenti í því leiðinlega atviki að hann var með 4 hrútum í stíu og eitthvað mikið hefur gengið á því hann var draghaltur og steig ekki í fótinn en það má alltaf búast við því þegar fengitími nálgast að mikið gangi á í hrútastíunni og auðvitað lenda svo uppáhalds hrútarnir fyrir barðinu á að slasast. Svo nú er kauði búnað fá Hjalta dýralæknir til að gifsa sig en gat þó ekki allveg greint hvort hann væri brotinn eða með slitið liðband en allavega þá þarf hann að vera í gifsi í 4 til 5 vikur. Það stóð til að lána hann á Hjarðafell í afkvæmarannsókn en það verður nú örugglega ekki að því þetta árið en ég ætla að prófa hann og sjá hvernig mun ganga hjá honum . Það er þó skömminni skárra að þetta sé frammfótur. Ég var rosalega svekkt að þetta skyldi endilega þurfa að koma fyrir hann akkurrat þegar Jón Viðar var búnað biðja um hann í afkvæmarannsókn en það er víst ekki spurt af því hvernær óhöppin verða. Jæja það eru svo fleiri myndir af fundinum og fleira hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is