Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.05.2016 21:20

Leikskóli og Grunnskóla heimsókn í fjárhúsin

Jæja það hefur ekki gefist nógur tími til að blogga á meðan sauðburði stóð en ég tók nóg af 
myndum sem segja meira en nokkur orð í bloggi. Af því sem lifði eru 72 lambhrútar og 55
gimbrar það jafnaðist út þegar leið á. Mér leist nefnilega ekkert á þetta fyrst það voru bara
hrútar sem komu. Sauðburður gekk bara nokkuð vel nema að það voru nokkuð margar sem
voru með annað lambið úldið eða dautt fóstur og þegar ég tók það saman voru það allt 
rollur sem voru í sömu kró og tvær rollur létu svo mín kenning er sú að þær hafi smitað 
eitthvað í hinar eða eitthvað. Það voru 5 úldin fóstur og eitt sem hafði drepist fyrir 
einhverjum dögum. 5 létust í burði 2 við afturfótafæðingu og hin vegna erfiðs burðar
þau voru gríðalega stór og eitt drapst vegna þess að hyldirnar hafa losnað og hún var
borin öðru lambinu og þegar við fórum að reyna ná í hitt var það að drukkna inn í henni
og við vorum of sein að ná því.

Það bættist ein þrílemba við sem var sónuð með 2 og úr því að svo margar komu með annað
úldið fór engin þrílemba með 3 á fjall og eins hjá Sigga við gátum fóstrað fyrir hann líka.

Hrúta ólánið virðist elta okkur því stuttu eftir að við slepptum hrútunum út fann ég 
veturgamla kollótta hrútinn okkar hann Skara dáinn. Svo núna er ég búnað sækja um
leyfi til að kaupa mér fleiri. Siggi var nú að segja okkur svolítið sem ég tek merkan 
mark á að það sé álagablettur í Hrísum sem Emil teygði sig of langt á þegar hann var
að slá í fyrra og held ég hreinast sagt að þar sé búnað segja okkur að hrúta tapið komi
heim til sögunnar enda eru þetta 2 kollóttir hrútar fyrir kollótta stofninn hans Emils.
Svo vonandi erum við búnað gjalda fyrir þetta núna.


Bói gerði þessa frábæru græju fyrir rollurnar til að klippa á þeim klaufarnar og þær
setjast bara eins og í hægindastól og festar með belti og svo snyrtar.

Miklu þægilegra að skella þeim rólega í sætið og snyrta þær.

Þau voru mjög þroskuð og stór fædd undan Ísak og mjallahvít en svo kom okkur mjög
á óvart að hann gefur einnig mislit svartflekkótt og grátt.
Við fengum 22 lömb undan Ísak og því miður hittist þannig á að öll þessi 5 sem létust í 
burði voru undan honum. Þetta eru mjög falleg lömb og með mikinn brjóstkassa það er 
áberandi hvað þau eru flott að framan og mikil svo vonandi verða þau það í haust, allavega
verður spennandi að fylgjast með þeim dafna í sumar.

Þota fékk með Máv sem er undan Blika og Dröfn. Við fáum 22 lömb undan honum.
Jökulrós gemlingur hér með tvílembingana sína sem eru alveg gríðalega fallegir og
eru undan Skara frá Bug sem lést hjá okkur nú um daginn. Hann fór á allar þessar
kollóttu og þetta voru rosalega þroskuð og falleg lömb. Við fáum 13 lömb undan 
honum. 2 Kollóttar fengu með Krapa sæðishrút og þær eru báðar með eitt.

Skoppa fékk með Korra Garra syni hans Sigga og hann er að gefa skemmtilega liti.
Ég fékk flekkótt og hosótt undan honum. Við fáum 10 lömb undan honum.

Ég fékk svo heimsókn frá Leikskólanum Krílakoti Ólafsvík sem ég var að vinna hjá áður
en ég fór í sauðburðarfrí. Það var mjög gaman að fá svona mörg glöð andlit í heimsókn
og Brynja frænka aðstoðaði mig við að rétta þeim lömb og fleira svo buðum við þeim
upp á djús og nýbakaða snúða sem Jóhanna frænka Emils var svo góð að gera fyrir mig.

Hér eru þau svo í hlöðunni að taka fyrir okkur smá söngstund og gæða sér á snúðum og
djús. 

1. Bekkur úr Grunnskóla Snæfellsbæjar kom líka í heimsókn til okkar 
sem sagt bekkurinn hans Benónýs og það var mjög gaman að fá þau í heimsókn 
og Brynja aðstoðaði mig einnig við það og þau fengu
svo ís áður en þau fóru heim rosa stuð.

Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 420
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 310
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 704281
Samtals gestir: 46459
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 17:13:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar