Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.05.2016 22:25

Sauðburður í hámarki.

Vinsælt að sitja í hásætinu og halda á lömbunum. Hér er Margrét og Embla saman.

Magga Lóa gemlingur með hrútinn sinn undan Mugison.

Skrýtla með Saums afkvæmi.

Soffía hans Sigga með mórauða gimbur hún kom einnig með mórauðan hrút og svo svart
sem hefur verið nýdautt fyrir einhverjum dögum. Við fengum Styrmir mórauðan hrút hjá 
Eiríki Helgasyni lánaðan og Siggi fékk þessi lömb og við fengum 15 lömb 6 mórauða
hrúta en aðeins eina mórauða gimbur en ég vona að einhver af þessum hrútum verði
ásettningshæfur í haust. Þessi hjá Soffíu sem er hér á myndinni kemur sterklega til 
greina því hún er af mjög góðu kyni hjá Sigga.

Alveg einstök kind hún Hrafna hún kippir sér sko ekkert við að krakkarnir séu hjá henni
þó svo að hún sé borin enda er hún uppáhalds kindin þeirra. Þau hafa aðeins fengið að 
kynnast því hvað spakar rollur geta verið reiðar þegar þær eru komnar með lömb og voru
ansi sár við þær he he.

Benóný hefur ekki mikið gaman af því að fara með mér í fjárhúsin og er auðvitað kominn 
með myglu fyrir því núna he he en gleymir því þegar hann fær eitt lítið og sætt í fangið.

Mátulegt fyrir Freyju til að halda á.

Embla er án efa með rollu delluna frá mömmu sinni í húð og hár. Hún lifir fyrir að koma 
með mér í fjárhúsin þó svo að hún sé mjög skelkuð við rollurnar eftir að þær voru geðillar
og ekki eins góðar við hana eftir burð. Hér er hún að passa lamb meðan við erum að venja
annað undir og þetta er lambið sem hún bar, við tökum það frá og erum búnað maka hitt út
í slími af belgnum og hellum volgu vatni yfir það og núna í ár hefur þetta ekki klikkað hjá
okkur við létum sóna allt svo við vissum hverjar væru einlembdar svo það aðveldaði 
manni verkið. Svo vorum við svo heppin að tvær voru að bera á sama tíma önnur kom með
annað úldið og hin var með þrjú svo við tókum þriðja lambið blautt og settum til hinnar og
hún tók því um leið alveg snilld.

Einn þrílembingur fótbrotnaði hjá okkur og hér er Siggi að seja á hann spelku.

Sáttur og fínn kominn með spelku og hleypur um allt. Þetta eru þrílembingar undan
Fíónu og hún kom með einn hvítan einn svartan og einn mórauðan þeir eru undan Styrmi.

Grána hans Sigga var með þrjú undan Korra Garra syni og það er búið að venja eitt undan.

Fallegu forrystu lömbin mín mókápótt gimbur Emil til mikilla gleði því auðvitað set ég
hana á ef hún skilar sér af fjalli og já hún mun skila sér he he. Móbíldóttur hrútur á móti
þau eru reyndar ekki hreinar forrystur því þau eru undan Mugison Soffa syninum mínum.

Snotra hennar Jóhönnu með þrjú undan Skara.

Seinasta myndin af honum Skara greyjinu. 

Sæðingur undan Grím.

Lambakóngarnir stækka óðum.

Alltaf mikil gleði hjá krökkunum að skoða lömbin hér eru Birgitta og Alexsander.

Birgitta og Alexsander með Freyju ömmu.

Svo æðislegt í sveitinni þau eru svo frjáls.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 1258
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 666503
Samtals gestir: 45746
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 19:51:35

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar