Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

06.08.2016 02:23

Rollurúntur 4 ágúst

Auðvitað var það fyrsta sem var gert eftir næstum vikudvöl í Reykjavík að keyra
Vatnaleiðina heim og taka rollurúntinn í heimleiðinni. Svo daginn eftir fór ég og
tók almennilegan rúnt og náði nokkurm fleiri myndum.

Þessi er frá Sigga og er veturgömul man ekki hvað hún heitir.

Lukka gemlingur frá mér sem bar seinust. Lambið hjá henni er eitthvað skrýtið og 
hefur örugglega lent í einhverju það er svo halt í afturfót.

Hér er önnur frá Sigga með fallega gimbur.

Soffía hans Sigga með fallegu mórauðu lömbin sín.

Gemlingur frá Sigga.

Jóhönnu kindur Ísbrá veturgömul og Maggý gemlingur.

Fallegu lömbin hennar Þotu búnað villast undan henni. Vona að þau finni hana
fljótlega aftur svo þau geti haldið áfram að stækka og verða eins flottir ásettningar
og ég er búnað gera mér væntingar til emoticon

Svört hans Sigga með flottu lömbin sín held þau séu undan Máv.

Kvika gemlingur með hrútana sína sem hafa heldur betur stækkað miðað við hvað
þeir voru litlir þegar þeir fæddust langt fyrir tímann og voru eins og smjörlikis stykki.
Kvika er rosalega falleg kind ég keypti hana af Kristjáni á Fáskrúðabakka í fyrra.

Önnur kind frá Sigga held að þetta sé Dropa.

Skessa hans Sigga með lömbin sín undan Ísak.

Ása með gimbrina sína. Ása er undan Ás sæðishrút.

Það eru svo fleiri myndir af þessum rúnt hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 487
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 712409
Samtals gestir: 47049
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 04:32:51

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar