Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.09.2016 23:17

Tiltekt í fjárhúsum og rollu rúntur í sept

Veðrið er búið að vera yndislegt í ágúst og byrjun september ég man bara ekki eftir
að hafa upplifað svona geggjað veður dag eftir dag eins og það hefur verið núna
í allt sumar. Já ég er mjög þakklát fyrir þetta æðislega sumar það mun sitja fast í 
huga manns um ókomin ár og vonandi munum við fá að upplifa þetta á komandi árum.

Lömbin eru líka svakalega væn í ár og væntingarnar því orðnar mjög miklar að fá að 
sjá hvernig þau koma út í stigun eftir þetta sumar. Þessi hrútur er tvílembingur 
undan gemling í vor en var vanin undir Saumavél. Hann er undan Tölu og Máv.

Þessi gimbur er undan Vofu og Korra og vona ég að hún verði ásettningur hún er svo
fallega hosótt.

Hrúturinn hennar Dóru undan Saum sæðishrút.

Frá Jóhönnu Snúlla með hrútinn sinn .

Gimbrin hennar Maístjörnu sem gengur undir Hrímu hennar Jóhönnu.

Fíóna með hrútana sína sem eru undan Styrmi.
Fíóna er undan Aþenu og Soffa . Ég bind miklar vonir við að sá mórauði verði hæfur
til ásettnings því Fíóna er af Hlussu kyninu mínu og hér ætti ég að geta fengið 
miklar kynbætur í mórauða stofninn minn.

Var að þrífa fjárhúsin um daginn og fékk ekki frið fyrir Donnu hundinum mínum hún
gelti stanslaust og ég þorði ekki öðru en að fara rúnt og athuga hver ansk... væri 
hlaupinn í hundinn og þá blasti þetta Hrafnaþing við mér.

Ása með gimbrina sína.

Þessi gimbur er undan veturgamalli sem bar seinast og hún hefur lent í einhverju
hún er draghölt eða jafnvel fótbrotin.

Þessi er undan Glódísi og Korra. Það var keyrt á systir hennar snemma í sumar og 
hún var jafn fallega flekkótt. Vonandi kemur þessu vel út .

Undan Tungu og Ísak.

Tunga með hinn hrútinn sinn.

Fallegur hrútur frá Sigga í Tungu.

Gimbrin á móti.

Svakalegur bolti frá Sigga undan Skessu og ísak.

Emil að mála járnið fyrir ofan svo eigum við eftir að mála líka vegginn hvítan.

Við búnað rífa járnið af veggnum og eigum svo eftir að klæða það með nýjum 
plötum.

Siggi búnað setja járnplöturnar á hjá sér.

Ég búnað mála eina jötuna og svo voru tvær eftir í viðbót. Þetta er allt annað það er 
svo bjart og snyrtilegt núna. Það fóru svo næstu dagar í að negla niður grindurnar og 
mála . Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.
Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 712224
Samtals gestir: 47030
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 19:49:53

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar