Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.09.2016 08:55

Hrútasýning veturgamla 2016

Hrútasýning veturgamla fór fram seinast liðinn föstudag á Hömrum Grundarfirði og 
Bárður og Dóra lánuðu fjárhúsin þar fyrir hrútasýninguna. Aðstaðan var frábær hjá þeim
og Dóra gerði fyrir okkur gúllassúpu sem naut mikilla vinsælda á sýningunni einnig voru
skúffukökur í boði og fleiri kræsingar sem stjórnin kom með og Laufey hans Óla.
Eyjólfur Ingi og Torfi Bergsson komu og dæmdu hjá okkur hrútana. 
Það voru alls 22 hrútar sem mættu á sýningu en aðeins færra var af
fólki en hefur verið en þetta var fámennt en góðmennt. 
Glæsileg sýning og fór mjög afslappað fram. 
Það var frábrugðið núna að hrútarnir voru vigtaðir og dæmdir og svo
var farið bara beint í uppröðun og úrslit. Siðan var gætt sér á ljúffengu súpunni hjá Dóru
og brauði og bakkelsi. Þegar allir voru búnir að því var verðlauna afhending og svo 
sýningu lokið. 

Hér má sjá mælingu á hrútunum.


Af hvítu hyrndu hrútunum voru 5 í uppröðun.


2 frá Mýrum, 2 frá Mávahlíð og 1 frá Tungu. Siðan stóðu eftir 3 efstu sem voru einn frá
Mávahlíð, einn frá Mýrum og einn frá Tungu.

Þetta eru farandsbikararnir sem eru varðveittir í ár hjá næstu eigendum.

Hér er ég svo með vinningshafann í hvítu hyrndu nr 15-001 Ísak Tvinna sonur og Mjallhvítar.
Tvinni er Saum sonur og Mjallhvít er undan heimaær og Storm Kveiksyni.

Ísak 15-001 frá Mávahlíð.

Hann var 105 kg fótl 119 ómv 38 ómf 3,4 lag 4

8 haus 9 H+h 9 B+útl 9 Bak 9,5 malir 19 læri 8,5 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 88,5 stig.

Í öðru sæti var hrútur nr 15-688 frá Mýrum undan Vind og Ljónu.

Hann var 93 kg fótl 125 ómv 38 æinf 5,1 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 9 Bak 9 malir 19 læri 7,5 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 85,5 stig.

Í þriðja sæti var Drjóli nr 15-450 frá Sigga í Tungu undan Soffíu og Hæng.

Hann var 115 kg fótl 122 ómv 39 ómf 7 lag 4

8 haus 9 H+h 9 B+útl 9 Bak 9 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 9 samr. Alls 87,5 stig.

Í fjórða sæti var Mávur frá Mávahlíð nr 15-002 undan Blika og Dröfn.

Hann var 98 kg fótl 124 34 ómv 5,7 ómf 4 lag

8 haus 8,5 H+h 9 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18 læri 8,5 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 86 stig.

Í fimmta sæti var hrútur nr 15-689 frá Mýrum undan Botnu og Prúð.

Hann var 98 kg fótl 123 ómv 34 ómf 7 lag 4

8 haus 8,5 H+h 9 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 8 samr. Alls 85,5 stig.


Í kollótta flokknum voru þrír í uppröðun frá Friðgeiri á Knörr, Gunnari á Kolgröfum og 
Ingibjörgu og Valgeiri Grundarfirði.

Gunnar á Kolgröfum með hrút nr 15-081 sem er vinningshafi kollóttra 2016.


Hann var 87 kg fótl 115 ómv 33 ómf 6,9 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18,5 læri 8,5 ull 8 fætur 8 samr. Alls 85 stig.

Í öðru sæti var hrútur nr 15-721 undan Breka og Kápu frá Ingibjörgu og Valgeiri Grundarfirði.

Hann var 74 kg fótl 120 ómv 31 ómf 4,7 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18 læri 8,5 ull 8 fætur 8 samr. Alls 84,5 stig.

Í þriðja sæti var hrútur nr 15-377 móðir 12-894 og faðir 08-361 frá Friðgeiri á Knörr.

Hann var 97 kg fótl 124 ómv 35 ómf 6 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 8,5 malir 17,5 læri 8 ull 8 fætur 7,5 samr. alls 82,5 stig


Í mislita flokknum voru líka þrír í uppröðun og voru frá okkur Mávahlíð, Ingibjörgu og 
Valgeiri Grundarfirði og Friðgeiri á Knörr.

Hér er ég með Zorró 15-003 undan Glaum og Feikirófu. Glaumur er Topps sonur og undan
Gloppu hans Sigga í Tungu. Feikirófa er undan Mýslu frá Mávahlíð og Negra sem var í eigu
Bárðar og var undan At.

Gleymdi að taka mynd af honum á sýningunni en hér er hann í ágúst. Þetta er sem sagt
besti misliti veturgamli hrúturinn 2016 hjá Búa.

Hann var 90 kg fótl 114 ómv 37 ómf 6,4 lag 4

8 haus 9 H+h 9 B+útl 9 Bak 9 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 87 stig.

Í öðru sæti var hrútur frá Ingibjörgu og Valgeiri undan Móra 14-723 og Úllu 11-037.

Hann var 78 kg fótl 120 ómv 31 ómf 3,2 lag 4

8 haus 8,5 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18 læri 8 ull 8 fætur 8 samr. Alls 84,5 stig.

Í þriðja sæti var hrútur frá Friðgeiri á Knörr nr 15-376 faðir 08-361 og móðir 10-753

Hann var 92 kg fótl 120 ómv 30 ómf 6,3 lag 4

8 haus 8,5 H+h 9 B+útl 8,5 Bak 8,5 malir 17,5 læri 8 ull 8 fætur 8 samr. Alls 84 stig.

Þá er þetta upptalið og ég þakka enn og aftur Dóru og Bárði fyrir að leyfa okkur að halda
sýninguna hjá þeim og fyrir alla aðstoðina í kringum allt saman.


Þessi fallegi hrútur er frá Önnu Dóru og Jón Bjarna og Bárður var að fá hann hjá þeim.
Hann er undan veturgömlum hrút hjá þeim sem er Hæng sonur og undan Hriflu minni og hann keypti hann hjá mér í fyrra. Móðirin er Topps dóttir frá Bergi.

Bárður setur hann á og ég ætla fá að koma með einhverjar ær í hann mér finnst hann svo
svakalega fallega flekkóttur. Hann var stigaður upp á 85 stig og er með 18,5 í læri.
28 ómv 3,3 ómf 4 lag 113 fótl 8 haus 8,5 H+h 8,5 B+útl 8 Bak 9 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur
8,5 samr. Alls 85 stig.

Mynd frá stigun hjá Guðmundi Ólafs Ólafsvík. Ekkert smá flott fjárhús hjá honum og ég
er alveg að fíla þessa miklu litadýrð hjá honum.

Hjá Gumma gimbranar hans.

Hrútarnir hans.

Hér er fallega grábotnótta gimbrin sem ég festi mér hjá honum.
Hún er 55 kg ómv 31 ómf 4 lag 4 framp 8,5 læri 18 og ull 8. Systir hennar á móti setur 
Gummi á og hún er gráflekkótt með 33 ómv 9,5 framp og 19 í læri.

Hér er verið að stiga hjá Óla í Lambafelli og Torfi er mælingarmaður.

Verið að skoða í lambafelli og hér eru Marteinn , Óli og Óskar að hjálpast að og Eyjólfur
og Torfi að skoða. Gummi er ritari.

Flottar gimbrar hjá Óla þessi gráa og mórauða kollótta voru með 18 í læri.

Hér var svo verið að stiga á Hömrum hjá Bárði og Dóru. 
Ég var nefnilega ekki búnað setja þessar myndir inn þegar ég var að blogga seinast svo
ég vildi láta þær fylgja núna.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.


Flettingar í dag: 90
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1062
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 713479
Samtals gestir: 47073
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:12:50

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar