Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.01.2018 14:42

Myndir úr Brúðkaupinu okkar sem var 2015

Það er gaman að rifja upp stórkostlega brúðkaupið okkar sem var 2015 inn í Mávahlíð.
Ég fékk Bóa og Magga bróðir til að teyma mig niður hlaðið á hesti sem var að hluta til
mjög áhættusamt í fína kjólnum og halda sér á baki á hliðinni he he.

Maggi bróðir veitti mér þann heiður að fylgja mér til Emils.

Hér er svo Maggi og Steini svaramennirnir okkar og við að fá hjónavigsluna.

Þá erum við sest saman og nýgift í besta umhverfinu mínu í sveitinni Mávahlíð.

Giftingin fór fram úti í blíðskapar sumar veðri í júní og það var alveg draumi líkast.

Hér er svo brúðarbilinn sem var í eigu vina okkar. Maggi bróðir var bilstjóri.

Hér komum við svo upp í Klif í veisluna.

Skvísurnar í saumaklúbbnum mínum blésu svo sápukúlum yfir okkur.

Svo var skálað.

Gengið inn með börnin.

Þemað var auðvitað bleikt og rollur og hrútar.

Við komin í hásætið okkar.

Tertan var með mynd af lömbum með brúðarslör og slaufu.

Irma vínkona mín var svo æðisleg að aðstoða við að láta stelpurnar okkar syngja man 
það svo vel með Friðrik Dór og þær bræddu alla.

Benóný fékk auðvitað líka að segja nokkur orð.

Svo var það kakan he he.

Þykir endalaust vænt um þessi tvö þetta er Fríða systir pabba og Helgi maðurinn hennar.

Þessi sprengir alveg krúttskalann hún er æðisleg.

Hér erum við svo fjölskyldan á brúðkaupsdaginn.

Alda Dís og pabbi hennar sáu um tónlistina og hún er án efa besta söngkona Íslands og
gerði þetta fullkomið og gæsahúð alla leið.

Bói smiðaði fyrir mig bogann og ég skreytti hann með gerviblómum og svo vorum við
með stóran drumb og svo gæru yfir til að fara niður á hné.

Svona var andyrið gæra á gamalli tösku og svo gestabók.

Skreyting úr steinum sem ég átti.

Það var mikið dúllerí hjá mér ég málaði steina á hvert borð og merkti nafnið á þeim sem 
sat þar. Ég týndi svo hellu grjót og málaði skeifur og skeljar og svo týndi ég hreindýra
mosa og límdi hann á helluna líka síðan skel á hvolfi og sett spritt kerti ofan í hana.

Það voru svo hrúta servíettur hjá strákunum og rollu hjá konunum.

Við hvíttuðum girðingastaura og svo heftuðum við bleikar slaufur og dróum band á milli.
Það var svo slegið túnið bara eftir því hvernig þetta var og svo áttum við mottur til að
hafa sem dregil. 

Ég föndraði gestabókina líka sjálf.

Dóra vínkona mín var svo veislustjóri og var alveg æðisleg eins og alltaf.

Svona var borðaskipan ég fékk húsið hjá nágranna mínum honum Einari og svo málaði
ég það bleikt og föndraði svo á það.

Mamma aðstoðaði mig inn í stígvélin því kjólinn var svo síður og 
svo þurfti ég að vera á góðum stígvélum svo ég myndi ekki sökkva í grasið.

Við vínkonurnar. Irma greiddi mér fyrir brúðkaupið og undirbjó bústaðinn hjá Óla og Maju
ásamt Maju og þar gistum við í Fróðarhreppnum brúðkaupsnóttina. Þetta var alveg
magnaður og ógleymanlegur dagur sem verður í minningu okkar alla ævi.

Hér má svo sjá fleiri myndir af undirbúninginum með því að smella hér.


Og myndir úr veislunni má svo sjá hér inni í
albúmi.

Flettingar í dag: 597
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 310
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 704458
Samtals gestir: 46485
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 22:06:45

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar