Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.08.2018 08:43

Benóný 9 ára og sílaferð í Hofatjörn

Benóný Ísak orðinn 9 ára. Við gerðum enga afmælisköku í þetta skipti enda borðar hann
ekki köku svo við gerðum bara pizzu og brauðstangir og skreyttum svo borðið með
áhugamálinu hans sundlaugum og rennibrautum.
Hér er meistarinn okkar að fara opna pakkann sinn. Benóný er alveg einstaklega prúður
og kurteis drengur og orðalag hans getur verið mjög gamalt og höldum við stundum að
hann sé með gamla sál he he. Hann notar oft orðið hví sem er ekki mikið notað í íslensku
í dag. Orðið bull og vitleysa kemur oft hjá honum ef honum þykir eitthvað ekki vera rétt
sem mér finnst mjög fyndið. Ef hann þarf að spyrja um eitthvað þá segir hann Afsakaðu mig
og spyr svo spurninguna. Þegar hann er svangur notar hann oft ég er glorsoltin eða 
ég er að deyja ég er svo hungraður. Einlægnin hjá honum er alveg einstök og yndisleg.
Við elskum hann svo óendalega mikið hann frábæra Benóný okkar.
Fullorðna fólkið fékk þó kökur.
Hann óskaði sér línuskauta og við gáfum honum þá. Það var mjög
spaugilegt að fylgjast með honum að æfa sig he he.
Benóný vildi halda afmælið heima og það gekk mjög vel. Stelpurnar héldu sig svolítið
saman og svo strákarnir í hasarnum frammi.
Ein grínmynd af bekkjarfélögunum Max,Birgitta og Benóný.
Mamma tók virkan þátt í að hjálpa okkur í stuðinu.
Benóný,Ollý og Svavar.
Fórum um daginn í sílaferð með Bjarka Stein og Þórhöllu upp í Hofatjörn fyrir ofan
Kötluholt inn í Fróðarhrepp.
Hér eru sílaveiðararnir tilbúnir í veiðina.
Alveg að komast á áfangastað.
Það var aðeins og kalt en krakkarnir skemmtu sér mjög vel.
Embla var mjög dugleg að veiða og veiddi flest en hin náðu líka að veiða öll allavega
eitt síli.
Hér eru sílin að safnast í fötuna.
Freyja hafði meiri áhuga á berjunum og var að tína og borða ber.
Þær létu sig hafa það að vaða þó kalt hafi verið.
Benóný.
Svo var haldið heim með fulla fötu af sílum og sumir berjabláir eftir allt berjaátið he he.
Ég held það verði eitthvað af aðalbláberjum í haust þrátt fyrir kalda sumarið okkar.
Við fundum að minnsta kosti ágætis ber.

Jæja það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 2149
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 709086
Samtals gestir: 46859
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 21:37:29

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar