Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

09.09.2018 22:28

Dælt út úr fjárhúsunum

Búið að vera nóg að gera um helgina hjá Bóa að brjóta upp,hræra og dæla út.
Við Freyja fengum að koma og hjálpa honum í dag því það er heilmikill vinna að vera einn
að standa í þessu. Það er líka mikið hey í skítnum sem veldur því að það er að stíflast 
mikið í haugsugunni. Hér er Bói nýbúnað losa stífluna og er að stökkva aftur í traktorinn.
Hér er Bói búnað bakka að og er að fara festa barkann aftur við.
Freyja tekur sig vel út.
Hér er ég og Bói.
Þetta gengur bara vel hjá okkur og Bói er búnað fara hvorki meira né minna en 
26 ferðir með haugsuguna á túnin og það er dágóður tími sem fer í að keyra því 
hann keyrir skítnum á túnin í Fögruhlíð.

Þetta er heilmikið púl sem þarf að klárast fyrir fimmtudaginn en þá þurfum við að negla 
grindurnar niður aftur og gera klárt réttina og svona fyrir helgina.

Ég fer aftur í fyrramálið að halda áfram að þrífa ég á eina og hálfa kró eftir og svo mun
ég aðstoða Bóa aftur á morgun þegar hann verður búnað vinna. Hann er svo duglegur
að gera þetta fyrir okkur. 
Hér eru grindurnar sem ég er búnað vera þrífa og ég svo þarf ég að skafa af spýtunum
alla króna svo þetta er heilmikill vinna en vinnst vel þegar það er búið að blotna vel í því.
Æðislegt útsýnið frá Höfðanum og yfir sést í Mávahlíðarfjöruna og Snæfellsjökulinn.
Það var svakalega stórstreymt í kvöld þegar við hættum að dæla út. Hér er Svana
með lömbin sín undan Part hans Bárðar.
Þau eru orðin svakalega væn eins og sjá má á þessari gimbur ég hef mikla trú á þessum
lömbum.
Hrúturinn á móti akkurrat með gras strá upp í sér þegar ég tók myndina he he.
Hér eru þau bæði aftur. Jæja læt þetta duga í bili núna. 
Flettingar í dag: 704
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1062
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 714093
Samtals gestir: 47118
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 13:49:45

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar