Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.09.2018 10:49

Stigað lömbin 17 sept

Spennan alveg í hámarki núna það var stigað hjá okkur mánudaginn 17 sept og það var Torfi og Lárus sem komu til okkar 9 um morguninn.
50 hrútar voru skoðaðir og 67 gimbrar. Alls 117 lömb. Við eigum í heildina 147 svo þetta
er megnið af lömbunum sem við létum skoða.

Meðalvigtin af öllum lömbunum okkar er 47 kg á fæti.



Gimbrar

36 ómv = 2
35 ómv = 2
34 ómv = 2
33 ómv = 2
32 ómv = 4
31 ómv = 8
30 ómv = 12
29 ómv = 12
28 ómv = 13
27 ómv = 3
26 ómv = 5
25 ómv = 2

Meðaltal er 29,7

19 læri = 1
18,5 læri = 9
18 læri = 17
17,5 læri = 21
17 læri = 16
16,5 læri = 1

Meðaltal er 17,7

Ómfita var læðst 1,8 og hæðst 7,1 meðaltal er 3,3

Frampartur

9 = 19
8,5 = 38
8 = 6
7,5 = 2

Lögun

5 = 7
4,5 = 18
4 = 28
3,5 = 12

Meðaltal er 4,2

Þungi þyngsta gimbrin var 57 kg og léttasta var tvílembingur undan gemling sem gengu
tvö undir og er 37 kg. Meðaltal af þunga af þessum gimbrum sem skoðaðar voru er 44,7 kg

Hrútar

37 ómv = 1
36 ómv = 1
35 ómv = 1
34 ómv = 8
33 ómv = 7
32 ómv = 5
31 ómv = 8
30 ómv = 8
29 ómv = 4
28 ómv = 3
26 ómv = 2

Meðaltal 31,5

Ómfita frá 2,1 til 7,0 meðaltal er 3,4

Lögun

5 = 6
4,5 = 29
4 = 11
3,5 = 2

Meðaltal er 4,4 lögun 

Læri

19 = 2
18,5 = 6
18 = 17
17,5 = 16
17 = 6
16,5 = 1

Meðaltal er 17,8 á lærum.

Sigun alls

88 = 1
87 = 1
86,5 = 5
86 = 5
85,5 = 8
85 = 5
84,5 = 9
84 = 5
83,5 = 6
81,5 = 1
80,5 = 1

Meðaltal á stigun alls er 84,9

Þungi

39 af 50 voru 50 kg og yfir þyngsti var 61 kg og léttasti var 42 kg
Meðaltal af þunga er 51,6 kg


Þetta var gull hrúturinn í ár og hann er frá Jóhönnu Bergþórsdóttur og er 88 stig.
51 kg 112 fótl 37 ómv 3,1 ómf 5 lag 
8 8,5 8,5 10 9,5 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.
Þessi hrútur er undan kind hjá Jóhönnu sem er undan Brimil sem var hrútur hjá mér 
undan Borða sæðingarstöðvarhrút og kindin hennar Jóhönnu heitir Hríma og er undan kind frá henni. Faðir þennan hrúts er svo Svanur minn sem er undan
Máv sem við seldum á sæðingarstöðina.

Þessi varð ekki eins góður og ég hafði viljað fá hann. 
51 kg 30 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 107 fótl 
8 8,5 8,5 9 9 17,5 7,5 8 8,5 alls 84,5 stig.
Hann er undan Grettir Mávsyni og Þoku sem er Grábotnótt og ég fékk hana hjá Gumma Óla.
Hann er til sölu ef einhver hefur áhuga á honum.

Gimbrin á móti honum er betri hún er 47 kg 31 ómv 3,7 ómf 4 lag 105 fótl
8,5 framp 18,5 læri ull 7,5 og samræmi 8,5. Ég er enn að velja mér ásettningin það er árans
vandræði það eru allt of margar mislitar sem erfitt er að velja á milli sérstaklega þegar þær
eru svona vel stigaðar.

Hér er önnur mynd af hrútnum hennar Þoku og Gretti. Svo flottur á litinn.

Þessi er á móti öðrum sem ég set á og er undan Dreka syni frá Gumma Óla sem heitir
Tinni og var núna í þriðja sæti á hrútasýningu veturgamla. Móðir er Skrýtla frá mér.
53 kg 34 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 109 fótl 
8 8,5 8,5 9 8,5 17,5 7,5 8 9 alls 84,5 stig
Hann er til sölu ef einhver hefur áhuga.
Ætternismat er 112 Gerð 107 Fita 105 frjósemi 103 mjólkurlagni.

Hér er bróðir hans þessi móflekkótti og við setjum hann á sjálf.
57 kg 36 ómv 2,5 ómf 4,5 lag 108 fótl 
8 8,5 9 9,5 8,5 18 7,5 8 9 alls 86 stig.
Það verður spennandi að nota hann á allt þetta mórauða.

Þessi verður pottþétt sett á hún er svo fallega dökkmórauð. Hún er undan óþekku
Möggu Lóu sem ég var að elta fyrir ofan Búlandshöfða.
Þessa er ég líka búnað gera gæfa.
47 kg 29 ómv 4,6 ómf 4 lag 110 fótl 8,5 framp 17,5 læri 8,5 ull 9 samræmi.
Hún er undan Móra hans Sigga í Tungu.

Hinn mórinn á móti henni líka svona dökkmórauður undan Möggu Lóu og Móra.
51 kg 28 ómv 3,9 ómf 4 lag 112 fótl 
8 8 8,5 8,5 8,5 17 8,5 8 8,5 alls 83,5 stig.
Hann er til sölu ef einhver hefur áhuga.
Ætternismat er 104 gerð 98 fita 102 frjósemi 100 mjólkurlagni.

Þessi svartbotnótti er móti gimbrinni flekkóttu undan Brælu og Kraft.
46 kg 32 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 106 fótl 
8 8 8,5 9 8,5 18 8 8 8,5 alls 84,5 stig.
Hann er til sölu ef einhverjum vantar botnóttan.
Ætternismat Gerð 114 fita 101 frjósemi 103 mjólkurlagni 101

Þessi er undan Brælu og Kraft. 
48 kg 32 ómv 3,8 ómf 4 lag 110 fótl 8,5 framp 18 læri 7,5 ull 8,5
Þessi verður örugglega sett á.

Þessi er undan Glóð og Knarran frá Bárði á Hömrum.
49 kg 29 ómv 2,5 ómf 3,5 lag 107 fótl 8,5 framp 17 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.
Þessi er auðvitað sett á draumaliturinn minn.

Þessi er undan Kolfinnu sem er Myrkva dóttir og Blika frá Bárði á Hömrum.
43 kg 30 ómv 4,1 ómf 4 lag 107 fótl 8,5 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.
Mig langar líka að setja þessa á hún er mókápótt svo þetta er mikill hausverkur að velja.

Þessi er líka æði og er gæf síðan í vor. Hún er rjómabolla undan Eik minni sem er líka 
mamma Möggu Lóu. Eik keypti ég einu sinni af Ragnari á Heydalsá og þetta kyn er æði
þær eru allar spakar og ég dýrka þær. Þó hún stigist ekki vel þá verður hún sett á.
Ég setti alsystir hennar á í fyrra og hún var að koma með gimbur núna með 18 í læri
svo framræktunin er í lagi hjá þeim.
57 kg 27 ómv 7,1 ómf 4 lag 113 fótl 8,5 framp 17 læri 8 ull 8,5 samræmi.
 
Þessi er undan Hexíu og Ísak.
47 kg 35 ómv 3,5 ómf 5 lag 107 fótl 8,5 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.
Þessi er líka svo flott svo þið skiljið að þetta verður erfitt val. Svo eru hvítu eftir.

Þessi er undan Dröfn og Berg sæðingarstöðvarhrút. Við setjum hann á sjálf.
Hann er þrílembingur og er 53 kg 33 í ómv 2,8 ómf 4,5 lag 112 fótl 
8 8,5 9 9 8,5 18 9 8 8,5 alls 86,5 stig.

Hérna er betri mynd af honum.

Þessi verður sett á undan Botnleðju og Ask.
48 kg 106 fótl 30 ómv 2,7 ómf 5 lag 8,5 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

Þessi gimbur er sett á örugglega hún er undan Snót og Svan.
43 kg 36 ómv 2,8 ómf 5 lag 106 fótl 9 framp 19 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.

Þessi er undan Þrumu sem er 2007 módel og hefur alltaf verið tvílembd nema einu sinni
komið með eitt þegar hún var sædd. Þessi rolla er 11 vetra og alltaf í topp standi ekkert
klaufa vesen þarf nánast aldrei að klippa nema snyrta. Er alltaf með væn lömb og 
yfirleitt um 100 kg á fæti samalagt. Aldrei burðarvesen hún bara skítur þeim út.
Ætternismat er 102 gerð 102 fita 102 frjósemi 100 mjólkurlagni.
50 kg 30 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 108 fótl 
8 8 8,5 9 8,5 17,5 8 8 8,5 alls 84 stig.
Ég myndi mæla með þessum hrút ef þið viljið fá endingargóðar ær sem mjólka vel.
Ég hef sett mórauðar gimbrar á undan Þrumu og þær eru góðar í framræktun hvað 
mjókurlagni og frjósemi varðar. Þessi er til sölu ef áhugi er fyrir honum.

Rósi undan Rósu og Kaldnasa. Hann er einlembingur en Rósa var að bera í fyrsta sinn sem
veturgömul. Kaldnasi er undan Magna sæðishrút og Rósa er undan Skara frá Ósakari í Bug.
Ætternismat er 104 gerð 99 fitu 101 frjósemi og 101 mjólkurlagni.
57 kg 29 ómv 7 ómf 4 lag 112 fótl
8 8,5 8,5 8,5 8,5 17,5 8 8 9 alls 84,5 stig.
Vildi bara henda þessum hérna inn líka ef einhver hefði áhuga á honum hann er skemmtilegur á litinn. 

Jæja þetta er orðið flott í bili það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.






Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 487
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 713089
Samtals gestir: 47062
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 16:22:28

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar