Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

10.10.2018 20:53

Lambhrútar frá Óttari á Kjalvegi

Þessir tveir myndarlegu hrútar komu til okkar í dag og verða í fjárhúsunum okkar í vetur þeir
eru í eigu Óttars á Kjalvegi. Okkur er farið að vanta nýja hrúta og var því tilvalið að semja um
að hugsa um þá og fá svo í staðinn að nota þá þegar Óttar verður búinn að nota þá á sitt fé.
Þeir eru báðir undan Fóstra sem var grár veturgamal hrútur frá Óttari sem drapst í vor.
Hann var undan Fóstru rollu frá honum og Kaldnasa sem er hrútur frá Óla á Mýrum.
Þessi er 57 kg 31 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 104 fótl

8 8,5 9 9 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig.

Þessi er 54 kg 30 ómv 3,3 ómf 5 lag 105 fótl

8 8,5 9 9 9,5 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig.

Sá botnótti er þrílembingur og sá svarti er undan systir Kletts sem er 10 vetra.

Ég fékk svo þessa fallegu gimbur hjá Óttari hún heimtist seint og er undan tvævettlu.
Hún er óstiguð en ég hef engar áhyggjur af því enda féið hans Óttars afburðar gott.
Ég er mjög ánægð og spennt yfir þessari flottu gimbur hún vigtaði 50 kg.

Ég fékk svo eina kind til baka sem ég lét Arnar á Bláfeldi hafa sem var Blika dóttir en ég
hef ekki náð að taka mynd af henni en ég er mjög spennt yfir henni líka. Hann er að flytja
yfir í Haukatungu svo hann gat ekki tekið ærnar með sér og ég var svo heppin að fá hana.

Það var fallegt haustveður í Fróðarhreppnum í fyrradag og haust litirnir eru komnir i 
allri sinni fegurð.
Ég fór að viðra hundana minn sem er svarta litla og heitir Donna og svo er ég að passa
fyrir Freyju og Bóa þessa hvítu sem heitir Fiðla. Við erum upp á Rauðskriðumel að kíkja
eftir kindum og hér blasir Svartbakafellið við í baksýn sem við vorum að smala um daginn.

Nú styttist óðum í helgina en þá ætlum við að smala og heimta lömbin inn það verður 
gaman að fá þau það er svo spennandi og skemmtilegur tími að fara skoða þau
almennilega og taka myndir.

Það eru svo fleiri myndir af hrútunum hans Óttars og gimbrinni hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 197
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 487
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 712524
Samtals gestir: 47053
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 08:18:58

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar