Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
07.11.2018 15:46Minningarorð um Ísak TvinnasonVar alveg búnað steingleyma að hann Ísak okkar var bráðkvaddur þegar við smöluðum lömbunum inn fyrir Héraðssýninguna. Alveg ömurlegt hann var að gefa okkur svo flott lömb núna í ár og eins eru dætur hans alveg að skara fram úr í mjólkurlagni og ég var næstum búnað ákveða hvað ég ætlaði að nota hann á núna í vetur en svona getur allt breyst bara einn tveir og tíu. Langaði að taka hér saman smá sögu af lífsleiðinni hans. ![]() Besti hyrndi hvíti hrúturinn 2015 frá Mávahlíð. Lamb númer 852 undan Tvinna 14-001 Stigun: 63 kg fótl 112 ómv 36 ómf 2,3 lögun 4 8 9 9 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88 stig. ![]() Hér afhenti Lárus Birgisson mér Herdísi Leifsdóttur Farandsskjöldinn fyrir besta lambhrútinn 2015. Ég er enn í sjokki eins og sést á myndinni og allveg rosalega þakklát fyrir að fá þann mikla heiður að fá þennan mikla grip. Mér fannst líka æðislegt að fá þessa viðurkenningu frá Jón Viðari og Lárusi heiðursmönnum sem ég lít mjög upp til síðan ég var smá stelpa í Mávahlíð á hrútasýningum. Enda sagði Emil að ég hafi sofnað með bros á vör eftir daginn ![]() Hér er minningar klippa frá því að við fengum Farandsskjöldinn fyrir Ísak árið 2015. Hér er svo önnur þegar hann var valinn besti veturgamli hrúturinn hjá Sauðfjárræktarfélaginu Búa ![]() Hér er ég svo með vinningshafann í hvítu hyrndu nr 15-001 Ísak Tvinna sonur og Mjallhvítar. Tvinni er Saum sonur og Mjallhvít er undan heimaær og Storm Kveiksyni. ![]() Ísak 15-001 frá Mávahlíð. Hann var 105 kg fótl 119 ómv 38 ómf 3,4 lag 4 8 haus 9 H+h 9 B+útl 9 Bak 9,5 malir 19 læri 8,5 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 88,5 stig. Ísak fór svo með Máv í afkvæmarannsókn á Gaul árið 2016 og hafði þar Mávur vinninginn og var tekin á stöð en Ísak stóð rétt á eftir honum í rannsókninni. ![]() Einbúi er undan Ísak og Tungu og er í eigu míns og Bárðar. 58 kg 35 ómv 2,5 ómf 5 lögun 108 fótl. 8 8,5 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig. Þessi hrútur undan honum er enn til og er hjá Bárði hann hefur ekki verið notaður neitt af ráði svo það er spurning um að fara prófa hann almennilega núna því hann á að geta gefið mjög gott. Tunga móðir hans er undan Dröfn sem er móðir Mávs sem er á sæðingarstöðinni frá okkur og svo er hún undan Garra sæðingarstöðvarhrút. Hann var svo mikið skyldur mínu fé svo Bárður tók hann en ég á núna eitthvern hóp sem er óskyldur honum svo það væri gaman að prófa hann. Við eigum nokkrar dætur undan Ísak sem mig langar að telja hér upp. ![]() Bifröst er undan Dröfn og Ísak. Tvílembingur fædd 2016 50 kg 32 ómv 3,6 ómf 4,5 lögun 108 fótl 9 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi. ![]() Þoka er undan Ísak og Elsu. Tvílembingur fædd 2016 55 kg 31 ómv 4 ómf 4 lögun 8,5 framp 18 læri 8 ull. ![]() Urður er undan Snældu og Ísak. Tvílembingur fædd 2016 46 kg 30 ómv 2,9 ómf 4 lögun 106 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. ![]() Snædrottning er undan Ísak og Maístjörnu. Tvílembingur fædd 2016 45 kg 29 ómv 2,9 ómf 4 lögun 108 fótl 8,5 framp 17,5 læri 9 ull 8,5 samræmi. ![]() Sprengja 17-003 undan Dröfn og Ísak. Þrílembingur fædd 2017 44 kg 34 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 105 fótl. 9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi 43,5 heildarstig ![]() 18-005 Brúða undan Villimey og Ísak. Tvílembingur fædd 2018 50 kg 35 ómv 3,8 ómf 5 lag 108 fótl 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi 43,5 heildarstig ![]() 18-009 Elektra undan Fíónu og Ísak. Þrílembingur fædd 2018 54 kg 34 ómv 3 ómf 4,5 lag 107 fótl 9 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi 44,5 heildarstig ![]() 18-013 Terta undan Hexíu og Ísak. Tvílembingur fædd 2018 47 kg 35 ómv 3,5 ómf 5 lag 107 fótl 8,5 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi 42,5 heildarstig ![]() Kraftur 17-002 undan Íssól og Ísak. Tvílembingur fæddur 2017 44 kg 30 ómv 2,2 ómf 4,5 lag 110 fótl. 8 8,5 9 8,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 86 stig. Þessi var að koma rosalega vel út í haust og voru öll lömbin undan honum með 18 í læri og yfir og 2 sem fóru í sláturhús undan honum fóru bæði í E svo þetta hefur verið hörku gerðar hrútur hann fórst um veturinn eftir fengitíma hafði lent í einhverjum áflogum við hina hrútana og náði sér aldrei og fóðraðist ekki. Kynbótamatið hans Ísaks var Gerð 108 Fita 114 Frjósemi 103 Mjólkurlagni 107 Jæja læt þetta duga sem minningarorð um hann Ísak Tvinnason. Það verður svo næst á blogginu hjá mér ásettningurinn hjá Guðmundi Ólafs Ólafsvík. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is