Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.12.2018 00:57

Gleðileg jól og fengitími

Við fjölskyldan óskum ykkur kæru vinir Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hér hefur verið nóg að gera eins og sést á blogginu ég hef ekki getað gefið mér neinn tíma
þanga til núna og þá hendi ég inn marga daga bloggi. Fengitíminn fór jafnt og þétt af stað
ég byrjaði að hleypa til 14 des og byrjaði svo að sæða 16 des og sæddi til 22 des.
Það er að segja að ég geymdi sæði í ískápnum og sæddi daginn eftir og svo kemur bara í ljós
hvort ég hafi dottið í lukkupottinn með það. Ég sæddi 25 kindur og notaði Kraft,Óðinn,Máv
Bergsson,Borkó,Fáfnir,Dreka,Anga og Guðna. Svo geng ég með hrút á hverjum einasta degi
í kindurnar. Korri Garrasonur hans Sigga sér um að leita fyrir mig og ég skelli á hann skírlifs
poka svo hann nái ekki að lemba neina óvart þegar ég leita með honum því hann er svo stór
og sterkur að það gæti auðveldlega gerst óvart. Því miður hef ég ekki getað notað aðal
hrútinn sem ég ætlaði að nota en það er hann Jökull Frosti sem er undan Berg sæðishrút og
Dröfn sem er mamma hans Mávs sem er á sæðingarstöðinni. Hann meiddist á afturfót og 
hefur ekki getað sinnt sínu starfi en ég vona að hann nái sér og þá verður hann bara að koma
að góðum notum á næsta ári. Það eru 11 rollur eftir að fá og ég reikna með að það verði 
kominn hringinn á gamlársdag.
Mamma með krakkana okkar heima hjá okkur.
Á aðfangadag.
Það er mjög vinsælt þessa dagana að hafa eina grettimynd líka he he.
Freyja og Embla.
Freyja að opna pakkana. Embla las á alla pakkana og rétti svo okkur.
Hér eru þær saman að opna.
Benóný alsæll með sínar gjafir.
Benóný var svo montinn að fá loksins síma en við létum undan þeirri ósk og gáfum
honum síma í jólagjöf.
Stelpurnar fengu þessar flottu peysur frá Maju systir og fjölskyldu.
Benóný með ömmu Freyju og Bóa afa.
Það var fjör á þessum að hittast eftir að búið var að opna pakkana. 
Freyja,Embla og Bjarki
Jólaboð hjá Huldu mömmu minni á Jóladag.

Við höfðum það rosalega kósý yfir jólin við vorum bara við fjölskyldan þetta árið en svo
komu allir í kaffi til okkar eftir að við vorum búnað opna pakkana og það var mjög 
gaman að hitta alla.

Ég mun setja frekari blogg um fengitímann þegar mér gefst timi en læt þetta duga í bili
og hafið það sem allra best yfir hátíðarnar það eru svo fleiri myndir af jólunum hér inn 
Flettingar í dag: 622
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 665867
Samtals gestir: 45710
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 13:38:26

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar