Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

15.05.2019 23:26

Hrútunum sleppt á tún,Leikskólinn kemur í heimsókn og fleira

Það var stuð á hrútunum þegar þeim var hleypt út á tún.
Alveg í loftköstum.
Hér eru Embla og Freyja að passa lamb meðan annað er vanið undir kindina sem átti 
þetta lamb. Lambið sem var vanið undir var baðað upp úr volgu vatni og svo dregið
þetta lamb úr kindinni og tekið frá og makað því saman við hitt og kindinni svo rétt lambið
sem venja á undir hana og þetta geymt á meðan hún karar hitt.
Krakkarnir með Hörpu gemling sem er svo góð og lambið hennar jafnt gæft líka.
Á hrútsbaki á Kaldnasa sem er alveg einstaklega gæfur hrútur undan Magna sæðishrút.
Hér er hún Rósa hennar Emblu að fara bera.
Embla fékk að draga úr henni en fékk smá aðstoð frá Sigga því það reyndist vera svo
stórt og erfitt að draga það úr.
Það gekk svo mjög vel og hér er Embla svo stolt með lambið sitt.
Það var móbíldóttur hrútur undan Kaldnasa og hér er Embla búnað spreyja á hann
sótthreinsandi á naflastrenginn.
Þessi er tvílembingur undan gemling og Zesari og er hrútur.
Hinn hrúturinn á móti honum en hann var vaninn undir aðra kind.
Siggi að gefa hrútunum ormalyf áður en þeir fara út á tún.
Benóný að knúsa Kaldnasa sinn.
Gimbrar undan Korra og Önnu.
Freyja og Bói eru að smíða sólhús og það skot gengur hjá þeim.
Fengum óvænta heimsókn á sunnudaginn. Alex,Aníta,Birgitta og Kamilla komu
að kíkja á lömbin.
Þessi er svaka boli og er einlembingur undan Bifröst og Korra.
Freydís og Hanna komu með stelpunum um daginn að kíkja á lömbin.
Leikskólinn Krilakot kom svo í heimsókn til okkar núna í dag í grenjandi rigningu og roki
en það reddaðist að það var gott skjól við hlöðuna þar sem þau komu inn.

Það var mjög gaman að fá þau ég var nefnilega að vinna á leikskólanum fyrir sauðburð og
var alltaf búin að vinna klukkan 12 og þá vissu þau að ég væri að fara gefa kindunum svo
það var gaman fyrir þau að sjá loksins hvar kindurnar mínar væru og hvernig þetta væri.

Hér erum við Siggi svo með þessum flotta hóp af frábærum krökkum af elstu og mið
deildinni á leikskólanum.
Flottar vinkonur Freydís,Embla og Hanna að fara syngja á vortónleikum í kirkjunni hjá
skólakór Snæfellsbæjar.
Flottur hópur og rosalega gaman að sjá og hlusta á þau undir stjórn Veronicu.

Jæja sauðburður gengur vel og 37 bornar.

Hef misst eitt lamb á sauðburði sem var þrílembingur og kom á afturfótum og hefur
fengið einhverja eitrun því það komst aldrein almennilega til að vera hresst en lifði þó í 
3 daga.
2 hafa fæðst dauð fyrir sirka 2 dögum eitt var tvílembingur og hitt á móti lifði og hitt var
gemlingslamb.
Einn kind tók þó upp á því að vilja ekki seinna lambið sem hún bar og hún gerði þetta líka í 
fyrra alveg einkennilegt en við vöndum það bara undan henni og hún fær að vera með
þetta sem hún vildi því ég nennti ekki að strögla við hana því ég veit hversu þrjósk hún er
því hún var líka svona í fyrra og tók því aldrei almennilega en fór þó með þau bæði á fjall
en um haustið var lambið sem hún vildi ekki mun slakara en hitt og það hefur auðvitað
verið þvi það hefur ekki fengið eins mikla mjólk og hitt því hún vildi það ekki.

Jæja látum þetta duga í bili og það eru fullt af myndum af þessu öllu saman hér inn í
Flettingar í dag: 524
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 1062
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 713913
Samtals gestir: 47106
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 11:20:15

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar