Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

16.09.2019 17:39

Smalað 15 sept Tungu,Hrísar og Svartbakafell

Hér er verið að leggja af stað upp á Fróðarheiði Maja.Óli,Hannes og strákarnir hans,
Siggi og Bói. Þau fara hér upp og ganga svo yfir í Hrísar og Tungu og svo fara Siggi og 
Óli yfir í Svartbakafellið. Útlitið var ekki gott í morgun vonsku veður rigning og rok en það
rættist svo úr veðrinu og það lægði og stytti upp rigningin um 11 leytið. Kristinn og Ari
komu líka að smala og þeir fóru upp milli Geirakots og Brimisvalla. Emil sá um að keyra
fólkið upp á Fróðarheiði og svo fór ég og Embla með honum í bílinn og fylgdumst með
í kíkirnum hvernig gengi og sögðum til hvar kindurnar væru sem við sáum.
Embla og Emil að fara sækja það sem er inn í Hrísum.
Hér er Siggi að koma niður í Kötluholti með hóp.
Emil,Siggi og Embla.
Hannes og stákarnir komnir niður líka búnað standa sig svo vel.
Hér eru kindurnar að koma sem Ari og Kristinn komu með þegar þeir komu til baka úr
Hrísum en þeir lentu í öðrum kindum sem voru mjög óþekkar og tóku straujið alla leið inn
í Geirakot og þeir náðu að hlaupa þær uppi alveg upp í gil sem er fyrir ofan Geirakot og
Ari var búnað klifra upp gilið fyrir þær en þær létu ekki ná sér og stungu sér upp og yfir 
gilið svo þeir urðu að játa sig sigraða og láta þær eiga sig enda allt í góðu þær voru 
greinilega aðkomu kindur sem vildu engan veginn láta smala sér inn eftir. Svo þeir fengu
hörku göngutúr því þeir þurftu svo að fara aftur til baka til að sækja þessar sem þeir eru
að koma með niður hér á myndinni og það gekk allt saman rosalega vel og allt náðist.
Embla var svo dugleg að smala.
Hér er hluti af kindunum að koma.
Kristinn.
Ari.
Siggi.
Emil Freyr.
Hannes frá Eystri Leirárgörðum.
Kristinn Bæjarstjóri og Ari Tannlæknir voru svo hressir og lukkulegir með daginn.
Ég var svo heppin að fá þá til að aðstoða okkur.
Hér er Bói að reka inn í Tungu.
Hér eru allir komnir niður og verið að reka inn í Tungu. Flottur hópur af duglegum smölum.
Vinirnir saman Hannes og Siggi sáttir með afrek dagsins.
Mamma og Embla við kaffihlaðborðið. Mamma og Jóhanna sáu um kaffið mamma 
bakaði brauðtertuna og ég gerði döðlugottið og marengstertuna svo gerði Jóhanna 
kjúklingasúpu og heimabakað brauð svo það var nóg af kræsingum fyrir alla.
Gimbur undan Gyðu Sól og Svan.
Hrútur undan Fíónu og Ask.
Þessi hvíti er á móti þeim flekkótta undan Ask og Fíónu.
Hér sjást svarflekkótti undan Fíónu og sá gráflekkótti er undan Snældu og Einbúa.
Hér er hann undan Snældu og Einbúa.
Gulla hans Sigga með gimbrina sina.
Benóný var svo ánægður að sjá Gullu og Móru hans Sigga.
Storð hans Sigga með fósturhrút og svo sinn mórauða undan Zesari.
Freyja og Embla kátar að skoða kindurnar.
Grána hans Sigga með hrút undan Grettir.
Þessi svarta gimbur er á móti hrútnum hjá Sigga.
Þessi gimbur er undan Vofu og Svan.

Það kom talsvert af aðkomu fé í þessari smölun. Friðgeir á Knörr átti 21 stykki sem hann 
kom og sótti svo kom ein frá Gísla á Álftavatni og ein frá Stykkishólmi.

Það verður svo aðalsmölunin á næstu helgi og þá mun restin af fénu okkar koma.
Þetta var frábært að fá svona flottan hóp af smölum til að hjálpa okkur og við erum 
rosalega þakklát. Ég er auðvitað alveg úr leik komin að því að fara eiga vonandi núna
á fimmtudaginn það er búið að vera planið allann tímann 19,09,2019 það væri geggjað
en annars er ég sett 29 sept en hef alltaf gengið viku styttra með öll mín börn.
Svo hugsið stíft og jákvætt með mér að ég fari af stað þann 19 emoticon

Svo er Emil enn þá slæmur í fótinum eftir að hann missteig sig í sumar
 svo hann hefur lítið getað smalað svo öll hjálp var svakalega vel þegin 
og þakklæti mjög mikið fyrir. 

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 977
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 1062
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 714366
Samtals gestir: 47134
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:14:45

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar