Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

14.06.2020 12:50

Sauðburðarlok og hænur

Sauðburður gekk yfir heildina bara vel það var nokkur afföll á lömbum og eitt leiðinda atvik var
þegar gemlingur átti mjög erfiðan burð og það þurfti að aflífa hana og það var hún Smella sem var ein af gæfustu gemlingunum og Freyja dóttir mín átti hana.
Það eru alls 145 lömb í heildina.
80 hrútar og 65 gimbrar.

Ronja að klappa fallegum svartflekkóttum hrúti undan Kol. Kolur er undan Zesari.

Tunga með þrílembingana sína undan Bolta.

Donna hundurinn okkar.

Embla búnað spekja þetta lamb sem er alltaf upp í jötu.

Flottur móri hérna undan Mónu Lísu.

Eldibrandur kötturinn hans Sigga í Tungu.

Mikki sonur hennar Donnu okkar og Jóhanna frænka Emils á hann.

Blíða með hrútana sína mórauðan og mógolsóttan.

Tala með lömbin sín undan Sprella hans Sigga. Sprelli er undan Gosa hans Gumma Óla.

Lömbin hennar Tölu.

Djásn með lömbin sín undan Bolta og þau eru fæddir þrilembingar eitt var vanið undan.

Hnota svarta með lömb undan Svarta Pétri og Óskadís með tvo hrúta undan Kol.

Óskadís með mógolsóttan hrút og mórauðan.

Leikur í lömbunum.

Smá myndasyrpa.

Svo gaman að vera frjáls eins og fuglinn.

Og kominn á jörðina.

Ósk er undan Móra sæðishrút og núna er hún með hrút og gimbur undan Kaldnasa.

Loksins grá gimbur kollótt undan Ósk svo falleg.

Randalín með flekkóttan hrút og svo er hún með svarta gimbur.

Hér sést hann betur.

Hænunar hjá Freyju og Bóa sem Benóný elskar. Þessi heitir Rósa.



Doppa hans Benónýs.

Óli hani.

Benóný með Rósu sína.

Ungarnir svo fljótir að stækka.

Stelpurnar með Doppu.

Hér er Svanhvít.

Bói að bera áburð á túnið inn í Mávahlíð.

Verið að bera á inn í Mávahlíð.

Verið að græja áburð á túnin í Fögruhlíð.

Vaíana bar seinust 31 maí. lömb undan Bjart sem við fengum á Fáskrúðarbakka.

Kíkti smá rúnt eftir að við vorum búnað sleppa og hér er Magga lóa með gimbur undan
Kol og hrút sem hún fóstrar hrút frá Bombu.

Skvísa með þrílembingana sína undan Vask.

Salka með þrilembingana sína undan Ask en tveir ganga undir.

Óskadís með hrútana sína undan Kol.

Fía Sól með hrútinn sinn og fóstrar annan undan Botnleðju. Hún var tvílembd en annað
kom úldið í burði.

Skvísa með lömbin sín.

Gimbrin hennar Möggu lóu hún er mógolsuflekkótt.

Snæfellsjökull.

Hrifla ein besta kindin mín fékk heiftarlegan doða og lá í næstum tvær vikur og ég hélt hún 
myndi ekki hafa það af en ég fékk vítamín hjá dýralækninum og svo gaf Siggi henni kalk
og við gáfum henni líka bólgueyðandi og svo var hún þrílembd og það voru vanin undan 
henni tvö og hún gengur núna með eitt og hún reis loksins á fætur og er komin út núna.

Poppy með gimbur undan Kol en hún var með tvö en annað kom löngu dautt.

Ég fékk snilldar hjálp hjá Ágústi bróðir og Írisi konunni hans þegar þau komu vestur í 
afmælið hennar mömmu og þá tóku þau sig til og komu og hjálpuðu mér að klauf snyrta.
Ég var alveg komin með í magann að komast ekki yfir neitt því Emil var alltaf í burtu út á sjó.
Ég var rosalega þakklát fyrir að fá svona flotta aðstoð frá þeim svo fékk líka aðstoð frá Bóa
og Sigga við restina. Emil komst svo smá til að hjálpa mér þegar hann var komin vestur 
með bátinn.

Benóný Ísak að prófa klaufsnyrti stólinn.
Bói græjaði þennan stól og hann er alveg snilld.

Tvö flott undn Gersemi fæddir þrílembingar.

Jæja þá er ég loksins búnað koma þessu sauðburðarbloggi hérna inn og er svo ánægð að
vera loksins búnað fá að deila því með ykkur svo núna tekur við skemmtilegt sumar og
rollu rúntur til að skoða lömbin. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í
albúmi.

Flettingar í dag: 1421
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 666666
Samtals gestir: 45750
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 21:45:18

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar