Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.08.2020 08:29

Kindarúntur 20

Hér er Blíða með hrútana sína 20 ágúst þeir eru undan Kol. Sem er mógolsóttur hrútur frá
okkur og er undan Kviku sem er Soffa dóttir og í föður ætt er hann undan Zesari sem er frá mér
og var undan hrút frá Gumma Óla sem á ættir að rekja í Dreka sæðingarstöðvahrút.

Hér sjást þeir betur.

Mamma þeirra er tvævettla.

Mógolsi.

Hér er Ögn með bolana sína undan Svarta Pétri hans Óttars.

Gurra með gimbrarnar sínar undan Ask.

Virka svakalega fallegar.

Þessi er frá Jóhönnu.

Rósa með hrútana sína.

Undan Rósu

Undan Zeldu og Mosa hans Gumma Óla sem er ættaður í Bjart frá Ytri Skógum.

Hér er hinn á móti.

Hér er Björg með golsótta gimbur og golsubíldóttan hrút undan Ask.

Hér sést hrúturinn betur.

Bomba með hrút undan Vask. Vaskur er undan Ask.

Hér sést gimbrin betur undan Björg virkar mjög falleg.

Hér er Dimmalimm sem er frá Jóhönnu og hún bar seinust um mánaðarmótin maí júní og
hún er með hrút og gimbur undan Drjóla hans Sigga sem er Hæng sonur.

Hér eru aftur hrútarnir hennar Ögn sem er Blika dóttir og undan Svarta Pétri hans Óttars
þetta átti að vera tilraun til að fá kveik og Gosa kynið saman þeir eru algjörar dúllur svona
í framan eins og Bliki var svona smáfríðir og krúttlegir.

Sprengja er með þrílembinga undan Mosa hans Gumma.

Hér er einn þeirra.

Hér er svo ein en held hún hafi fengið eitthvað lítið hjá henni því hún er afskaplega smá.

Hér er svo þriðja.

Terta tvævettla 

Undan Tertu hrútur og undan Amor sæðingarstöðvarhrút.

Þessi var gemlingur í haust og núna veturgömul hún var geld og var með vír fastan í sér
í sumar en okkur var bent á það frá fólki sem sá það og við fórum með Sigga og náðum
að fanga hana og ná vírnum úr henni.

Hér eru aftur hrútarnir hennar Blíðu og Kols.

Rakst þá þessa höfðingja um daginn þetta eru veturgömlu hrútarnir. Bolti fremstur frá 
Krstinni Bæjarstjóra, Sprelli hans Sigga undan Gosa hans Gumma Óla því næst 
Kolur sem er undan Zesari og svo Mosi hans Gumma sem er einnig undan Gosa 
hans Gumma Óla Ólafsvík.

Stórir og myndarlegir og ég náði sem betur fer góðri mynd því við vorum að bíða eftir að 
sjá þá svo við gætum farið að ná þeim til að saga á þeim hornin og eins og sjá má er 
hrúturinn hans Sigga sem er hér hægra megin orðin ansi náhyrndur.

Hér er hún Hrafna mín með sæðisgimbrina sína undan Móra og hún fóstrar svo annað 
lamb líka.

Kolur veturgamall.

Mosi hans Gumma Óla Ólafsvík.

Ófeig 13-018

Hrútur undan Ask og Ófeig.

Gimbrin á móti.

Undan Von og Kaldnasa hrútur.

Grá gimbur undan Ósk sem er grá tvævettla undan Móra sæðingarhrút og hún er svo 
með hvítan hrút líka og það er undan Kaldnasa.

Hér eru þessar veturgömlu. Sú golsótta er held ég tvævettla frá Sigga sem missti lömbin sín í vor.

Þessi er svakalega falleg veturgömul kind frá Sigga.

Mæðgurnar saman Von og Ósk.

Hér er svo Embla sú gráa veturgömul undan Fáfni sæðingahrút og svo er kollótt fyrir aftan
hana líka veturgömul og er undan Guðna sæðingarstöðvarhrút.

Snædrottning með hrút undan Ask sem ég held að eigi eftir að verða rosalega fallegur
hann var svo fallegur fæddur.

Hér sést hann betur.

Hér er hinn hrúturinn á móti honum.

Gemlingur frá Sigga með gimbur undan Svarta Pétri.

Hér sést hún betur.

Birta 17-006 með lömbin sín undan Bolta.

Ég var með Freyju með mér þegar ég var að taka myndir og hún var með húfuna hennar
Ronju og skreið á fjórum fótum og sagði me og þær voru alveg sjúkar í hana og eltu hana
alveg að mér.

Freyja kinda hvíslari he he.

Rósalind hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart frá Fáskrúðarbakka.

Veturgömul undan Guðna sæðingarstöðvarhrút. Hún var geld núna sem gemlingur.


He he Freyja að hlaupa undan þeim leyst ekkert á þegar þær voru komnar alveg upp að henni.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.


Flettingar í dag: 1231
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 668082
Samtals gestir: 45755
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:23:13

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar